Sigurður Ragnar: Þær spila allt öðruvísi fótbolta en við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2012 12:45 Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi í gær 18 manna landsliðshóp fyrir umspilsleiki á móti Úkraínu en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Sigurður Ragnar heldur tryggð við þann hóp sem mætti Norðmönnum í Osló á dögunum. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 ræddi við hann í gær. „Úkraína er með mjög sterkt lið og við undirbúum okkur fyrir tvo mjög erfiða leiki. Þær spila allt öðruvísi fótbolta en við. Þær halda boltanum mjög vel innan liðsins, eru vel spilandi og tæknilega góðar. Það hafa verið að ná svipuðum úrslitum og við undanfarin ár og liggja á svipuðum stað og við á styrkleikalistanum. Þetta verða tveir jafnir leikir," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Íslensku stelpurnar komust á síðasta EM með því að slá Írland út í tveimur umspilsleikjum. „Mér finnst þetta vera betra lið en þær spila öðruvísi fótbolta og það er spurning hvernig það hentar okkur. Áður hefur okkur gengið frekar illa með lið sem eru góð að halda boltanum innan liðsins en vonandi verður það ekki núna," sagði Sigurður Ragnar. „Við höfum misstigið okkur eins og Úkraína í sínum riðli. Við misstigum okkur gegn Belgíu og það er dýrt þegar maður hugsar til baka. Svona er fótboltinn, við verðum bara að reyna að læra af því og mæta ennþá betri til leiks í þessa tvo leiki," sagði Sigurður Ragnar. „Það er betra stand á Margréti Láru sem er að spila alla leiki og skora mörk. Það er mjög jákvætt fyrir okkur. Einu meiðslin sem ég hef áhyggjur af eru þau hjá Katrínu Ómarsdóttur sem er með smá tognun á kálfa. Vonandi verður hún búin að ná sér því hún hefur spilað feikivel fyrir okkur í síðustu leikjum," sagði Sigurður Ragnar. „Ég held að jafntefli í fyrri leiknum yrðu mjög góð úrslit fyrir okkur og ef við næðum að skora þá væri það mjög jákvætt því mark á útivelli getur talið mjög mikið í þessu," sagði Sigurður Ragnar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi í gær 18 manna landsliðshóp fyrir umspilsleiki á móti Úkraínu en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Sigurður Ragnar heldur tryggð við þann hóp sem mætti Norðmönnum í Osló á dögunum. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 ræddi við hann í gær. „Úkraína er með mjög sterkt lið og við undirbúum okkur fyrir tvo mjög erfiða leiki. Þær spila allt öðruvísi fótbolta en við. Þær halda boltanum mjög vel innan liðsins, eru vel spilandi og tæknilega góðar. Það hafa verið að ná svipuðum úrslitum og við undanfarin ár og liggja á svipuðum stað og við á styrkleikalistanum. Þetta verða tveir jafnir leikir," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Íslensku stelpurnar komust á síðasta EM með því að slá Írland út í tveimur umspilsleikjum. „Mér finnst þetta vera betra lið en þær spila öðruvísi fótbolta og það er spurning hvernig það hentar okkur. Áður hefur okkur gengið frekar illa með lið sem eru góð að halda boltanum innan liðsins en vonandi verður það ekki núna," sagði Sigurður Ragnar. „Við höfum misstigið okkur eins og Úkraína í sínum riðli. Við misstigum okkur gegn Belgíu og það er dýrt þegar maður hugsar til baka. Svona er fótboltinn, við verðum bara að reyna að læra af því og mæta ennþá betri til leiks í þessa tvo leiki," sagði Sigurður Ragnar. „Það er betra stand á Margréti Láru sem er að spila alla leiki og skora mörk. Það er mjög jákvætt fyrir okkur. Einu meiðslin sem ég hef áhyggjur af eru þau hjá Katrínu Ómarsdóttur sem er með smá tognun á kálfa. Vonandi verður hún búin að ná sér því hún hefur spilað feikivel fyrir okkur í síðustu leikjum," sagði Sigurður Ragnar. „Ég held að jafntefli í fyrri leiknum yrðu mjög góð úrslit fyrir okkur og ef við næðum að skora þá væri það mjög jákvætt því mark á útivelli getur talið mjög mikið í þessu," sagði Sigurður Ragnar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira