Helgarmatur meistaranna: Djúsí heilsusalat 5. október 2012 11:50 Salóme Guðmundsdóttir forstöðumaður hjá Opna háskólanum í HR og jógakennari. Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að það er mánuður meistaranna og af því tilefni leitaði Lífið til Salóme Guðmundsdóttur, sem hefur tileinkað sér almennt mjög hollan og heilbrigðan lífsstíl, og bað hana að deila einni uppáhaldsuppskriftinni sinni með okkur fyrir helgina.Djúsí heilsusalat (f. 2-3) „Þetta salat er algjört æði, litríkt, gómsætt og rosalega einfalt. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég fékk þessa uppskrift upprunalega hjá Rakel Sif Sigurðardóttur sem heldur úti síðunni Næring og heilsa á Facebook og síðan aðeins prófað mig áfram."1 poki klettasalat (u.þ.b. 75 gr)1/3 agúrka skorin í bitanokkur fersk jarðarber skorin í bita2-3 harðsoðin egg í sneiðum2x handfylli af kasjúhnetum og grófum kókosflögum (léttristað á pönnu með smá kókosolíu og maldon salti)6–8 döðlur skornar í sneiðar1 avókadó (meðalstórt)smá geitaostur skorinn í sneiðar (má sleppa) eða fetaostur eftir smekkbalsamic krem yfir Öllu blandað saman og smá balsamic dreift yfir. Þetta salat er gott að bera fram með nýbökuðu brauði og ísköldu vatnsglasi, en svo væri líka hægt að grilla kjúkling og rífa niður í salatið til að gera það matarmeira. Ótrúlega léttur og góður og einstaklega fljótlegt að græja. Desert fyrir meistara (f. 4) Þessi er sykurlaus og alveg lygilega góður! Ég fékk uppskriftina hjá Lovísu vinkonu minni, en hann er svakalega sniðugur ef þú vilt bjóða upp á hollan desert með lítilli fyrirhöfn. Grunnur:2 stórir bananar2 avocado (meðalstór)2-3 dl frosin blönduð ber (bæta í eftir smekk) Múslí eftir smekk. Ég mæli með hunangsristuðu múslí eða lífrænu múslí með súkkulaði og kókos.¼ l vanillurjómi þeyttur.Fersk ber til skreytinga Hrært vel saman í kröftugum blandara eða matvinnsluvél. Þennan grunn má líka frysta og geyma eða borða eins og ís en það er mjög smart að bera hann fram í glærum viskí glösum eftir að búið er að kæla hann í ísskáp í ca 30 – 60 mín. Blandan er sett í rúmlega hálft glasið og 2-3 msk af múslí stráð yfir. Þar á ofan er settur þeyttur vanillurjómi og toppað með ferskum bláberjum eða jarðarberjum eftir smekk. Eftirréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að það er mánuður meistaranna og af því tilefni leitaði Lífið til Salóme Guðmundsdóttur, sem hefur tileinkað sér almennt mjög hollan og heilbrigðan lífsstíl, og bað hana að deila einni uppáhaldsuppskriftinni sinni með okkur fyrir helgina.Djúsí heilsusalat (f. 2-3) „Þetta salat er algjört æði, litríkt, gómsætt og rosalega einfalt. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég fékk þessa uppskrift upprunalega hjá Rakel Sif Sigurðardóttur sem heldur úti síðunni Næring og heilsa á Facebook og síðan aðeins prófað mig áfram."1 poki klettasalat (u.þ.b. 75 gr)1/3 agúrka skorin í bitanokkur fersk jarðarber skorin í bita2-3 harðsoðin egg í sneiðum2x handfylli af kasjúhnetum og grófum kókosflögum (léttristað á pönnu með smá kókosolíu og maldon salti)6–8 döðlur skornar í sneiðar1 avókadó (meðalstórt)smá geitaostur skorinn í sneiðar (má sleppa) eða fetaostur eftir smekkbalsamic krem yfir Öllu blandað saman og smá balsamic dreift yfir. Þetta salat er gott að bera fram með nýbökuðu brauði og ísköldu vatnsglasi, en svo væri líka hægt að grilla kjúkling og rífa niður í salatið til að gera það matarmeira. Ótrúlega léttur og góður og einstaklega fljótlegt að græja. Desert fyrir meistara (f. 4) Þessi er sykurlaus og alveg lygilega góður! Ég fékk uppskriftina hjá Lovísu vinkonu minni, en hann er svakalega sniðugur ef þú vilt bjóða upp á hollan desert með lítilli fyrirhöfn. Grunnur:2 stórir bananar2 avocado (meðalstór)2-3 dl frosin blönduð ber (bæta í eftir smekk) Múslí eftir smekk. Ég mæli með hunangsristuðu múslí eða lífrænu múslí með súkkulaði og kókos.¼ l vanillurjómi þeyttur.Fersk ber til skreytinga Hrært vel saman í kröftugum blandara eða matvinnsluvél. Þennan grunn má líka frysta og geyma eða borða eins og ís en það er mjög smart að bera hann fram í glærum viskí glösum eftir að búið er að kæla hann í ísskáp í ca 30 – 60 mín. Blandan er sett í rúmlega hálft glasið og 2-3 msk af múslí stráð yfir. Þar á ofan er settur þeyttur vanillurjómi og toppað með ferskum bláberjum eða jarðarberjum eftir smekk.
Eftirréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira