Ísland varði Evrópumeistaratitilinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2012 13:21 Kvennasveit Íslands varð í dag Evrópumeistari í hópfimleikum og varði þar með titilinn sem stelpurnar unnu fyrir tveimur árum síðan. Ísland vann með þó nokkrum yfirburðum. Keppt var í Árósum í Danmörku og fékk Ísland samtals 59,166 stig og stórbætti árangur sinn frá því í undankeppninni í gær. Svíar urðu efstir í undankeppninni en urðu að játa sig sigraða í dag. Íslenska sveitin keppti fyrst í æfingum á dýnu þar sem stelpurnar stórbættu árangur sinn frá því í undankeppninni í gær. Þá fengu þær 17,150 stig en í úrslitunum í dag fékk liðið 19,050 stig. Ísland fékk svo nákvæmlega sömu einkunn í æfingum á trampólíni - 19,050 stig. Það var líka bæting frá því í undankeppninni í gær en þá fengu stelpurnar 18,300 stig. Frammistaðan í lokagreininni, dansi, var sömuleiðis frábær. Þegar þarna var komið hafði Ísland lokið keppni í öllum greinum. Svíþjóð átti eftir eftir að keppa í æfingum á dýnu en Ísland hafði nauma forystu fyrir lokagreinina. Ísland náði hins vegar að halda efsta sætinu og verja þar með titilinn. Ísland fékk 21,016 fyrir dansæfingar sínar og bætti sig um tæp 2,5 stig.Úrslit 1. Ísland 59,116 stig 2. Svíþjóð 56,133 stig 3. Finnland 50,666 stig 4. Noregur 49,616 stig 5. Danmörk 49,600 stig 6. Þýskaland 48,200 stig Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Kvennasveit Íslands varð í dag Evrópumeistari í hópfimleikum og varði þar með titilinn sem stelpurnar unnu fyrir tveimur árum síðan. Ísland vann með þó nokkrum yfirburðum. Keppt var í Árósum í Danmörku og fékk Ísland samtals 59,166 stig og stórbætti árangur sinn frá því í undankeppninni í gær. Svíar urðu efstir í undankeppninni en urðu að játa sig sigraða í dag. Íslenska sveitin keppti fyrst í æfingum á dýnu þar sem stelpurnar stórbættu árangur sinn frá því í undankeppninni í gær. Þá fengu þær 17,150 stig en í úrslitunum í dag fékk liðið 19,050 stig. Ísland fékk svo nákvæmlega sömu einkunn í æfingum á trampólíni - 19,050 stig. Það var líka bæting frá því í undankeppninni í gær en þá fengu stelpurnar 18,300 stig. Frammistaðan í lokagreininni, dansi, var sömuleiðis frábær. Þegar þarna var komið hafði Ísland lokið keppni í öllum greinum. Svíþjóð átti eftir eftir að keppa í æfingum á dýnu en Ísland hafði nauma forystu fyrir lokagreinina. Ísland náði hins vegar að halda efsta sætinu og verja þar með titilinn. Ísland fékk 21,016 fyrir dansæfingar sínar og bætti sig um tæp 2,5 stig.Úrslit 1. Ísland 59,116 stig 2. Svíþjóð 56,133 stig 3. Finnland 50,666 stig 4. Noregur 49,616 stig 5. Danmörk 49,600 stig 6. Þýskaland 48,200 stig
Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira