Kobe Bryant: Sýnið smá þolinmæði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2012 11:15 Kobe Bryant. Mynd/AP Kobe Bryant og félagar hans í Los Angeles Lakers hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á NBA-tímabilinu í viðbót að hafa tapað öllum átta leikjunum á undirbúningstímabilinu. Nýju stórstjörnurnar Steve Nash og Dwight Howard hafa því enn ekki unnið leik í Lakers-búningnum. Þetta er annað árið í röð sem Kobe Bryant tapar fyrstu tveimur leikjunum með Lakers en í ár bjóst enginn við því eftir að liðið bætti við sig tveimur af öflugustu leikmönnum deildarinnar í sinni stöðu. Kobe Bryant gerði lítið úr þeim sem hafa gagnrýnt Princeton-sóknina sem Mike Brown, þjálfari Lakers, er nú að innleiða hjá liðinu. „Ég hef unnið eitthvað þannig að ég get sagt ykkur að þegja. Það er kannski erfiðara fyrir Mike þjálfara svo ég segi það líka fyrir hans hönd. Allir ættu bara að halda kjafti og leyfa okkur að vinna í friði," sagði Kobe Bryant. „Það þurfa allir að aðlagast nýju sókninni því enginn í liðinu eru vanur að spila hana. Eðli Princeton-sóknarinnar er að allir fimm mennirnir á vellinum deili sviðsljósinu og vinni saman sem einn maður. Það tekur tíma að læra hana og sýnið því smá þolinmæði," sagði Bryant. „Allir í LA hafa séð okkur vinna með sóknarleik sem var erfitt að læra (Þríhyrningssóknin) og til þess að ná þangað þurftum allir fimm leikmennirnir að komast á sömu blaðsíðu. Það sem hefur breyst er að í stað þess að það sé Phil Jackson sem er að þagga niður í efasemdaröddunum þá er það Mike Brown sem er að biðja um þolinmæði," sagði Bryant. Kobe Bryant er með 26,0 stig og 1,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Lakers-liðsins. Hann hefur núytt 62 prósent skota sinna en er búinn að tapa 9 boltum. NBA Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Kobe Bryant og félagar hans í Los Angeles Lakers hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á NBA-tímabilinu í viðbót að hafa tapað öllum átta leikjunum á undirbúningstímabilinu. Nýju stórstjörnurnar Steve Nash og Dwight Howard hafa því enn ekki unnið leik í Lakers-búningnum. Þetta er annað árið í röð sem Kobe Bryant tapar fyrstu tveimur leikjunum með Lakers en í ár bjóst enginn við því eftir að liðið bætti við sig tveimur af öflugustu leikmönnum deildarinnar í sinni stöðu. Kobe Bryant gerði lítið úr þeim sem hafa gagnrýnt Princeton-sóknina sem Mike Brown, þjálfari Lakers, er nú að innleiða hjá liðinu. „Ég hef unnið eitthvað þannig að ég get sagt ykkur að þegja. Það er kannski erfiðara fyrir Mike þjálfara svo ég segi það líka fyrir hans hönd. Allir ættu bara að halda kjafti og leyfa okkur að vinna í friði," sagði Kobe Bryant. „Það þurfa allir að aðlagast nýju sókninni því enginn í liðinu eru vanur að spila hana. Eðli Princeton-sóknarinnar er að allir fimm mennirnir á vellinum deili sviðsljósinu og vinni saman sem einn maður. Það tekur tíma að læra hana og sýnið því smá þolinmæði," sagði Bryant. „Allir í LA hafa séð okkur vinna með sóknarleik sem var erfitt að læra (Þríhyrningssóknin) og til þess að ná þangað þurftum allir fimm leikmennirnir að komast á sömu blaðsíðu. Það sem hefur breyst er að í stað þess að það sé Phil Jackson sem er að þagga niður í efasemdaröddunum þá er það Mike Brown sem er að biðja um þolinmæði," sagði Bryant. Kobe Bryant er með 26,0 stig og 1,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Lakers-liðsins. Hann hefur núytt 62 prósent skota sinna en er búinn að tapa 9 boltum.
NBA Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira