NFL: Meistararnir frábærir gegn Packers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2012 11:30 Eli Manning var hetja Giants í nótt. Mynd/AP Eli Manning sýndi allar sínar bestu hliðar þegar að NFL-meistararnir í New York Giants unnu afar sannfærandi sigur á sterku liði Green Bay Packers. Manning hafði verið í mikilli lægð í undanförnum leikjum og Giants hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni. Að sama skapi var Packers-liðið á mikilli siglingu eftir fimm sigra í röð. Þessi lið mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Þá vann Giants nokkuð óvæntan sigur, fór svo alla leið og vann titilinn. Green Bay var hins vegar án sterkra varnarmanna í leiknum í nótt sem Manning og félagar hans nýttu sér til hins ítrasta. Giants gerði út um leikinn strax í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 31-10. Manning átti þrjár snertimarkssendingar í leiknum og er nú kominn með alls 200 slíkar á ferlinum. Það er félagsmet hjá Giants. Líklegt er að bæði lið komist í úrslitakeppnina en Giants er á toppnum í sínum riðli með nokkuð þægilega forystu á önnur lið. Green Bay er hins vegar í öðru sæti í sínum riðli, á eftir Chicago Bears sem hafði betur gegn Minnesota Vikings í gær. Baltimore Ravens vann dramatískan sigur á San Diego í framlengingu og er með næstbestan árangur allra liða í Ameríkudeildinni, á eftir Houston Texans. Í Þjóðardeildinni eru Atlanta Falcons og San Francisco 49ers með bestan árangur allra liða en bæði unnu sína leiki um ehglina.Úrslit gærdagsins: Chicago - Minnesota 28-10 Cincinnati - Oakland 34-10 Cleveland - Pittsburgh 20-14 Indianapolis - Buffalo 20-13 Jacksonville - Tennesse 24-19 Kansas City - Denver 9-17 Miami - Seattle 24-21 Tampa Bay - Atlanta 23-24 San Diego - Baltimore 13-16 Arizona - St. Louis 17-31 New Orleans - San Francisco 21-31 New York Giants - Green Bay 38-10Staðan:Ameríkudeildin:Austurriðill:(sigrar-töp) New England 8-3 Miami 5-6 NY Jets 4-7 Buffalo 4-7Norðurriðill: Baltimore 9-2 Pttsburgh 6-5 Cincinnati 6-5 Cleveland 3-8Suðurriðill: Houston 10-1 Indianapolis 7-4 Tennessee 4-7 Jacksonville 2-9Vesturriðill: Denver 8-3 San Diego 4-7 Oakland 3-8 Kansas City 1-10Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 7-4 Washington 5-6 Dallas 5-6 Philadelphia 3-7Norðurriðill: Chicago 8-3 Green Bay 7-4 Minnesota 6-5 Detroit 4-7Suðurriðill: Atlanta 10-1 Tampa Bay 6-5 New Orleans 5-6 Carolina 2-8Vesturriðill:(sigrar-töp-jafntefli) San Francisco 8-2-1 Seattle 6-5-0 St. Louis 4-6-1 Arizona 4-7 NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Eli Manning sýndi allar sínar bestu hliðar þegar að NFL-meistararnir í New York Giants unnu afar sannfærandi sigur á sterku liði Green Bay Packers. Manning hafði verið í mikilli lægð í undanförnum leikjum og Giants hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni. Að sama skapi var Packers-liðið á mikilli siglingu eftir fimm sigra í röð. Þessi lið mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Þá vann Giants nokkuð óvæntan sigur, fór svo alla leið og vann titilinn. Green Bay var hins vegar án sterkra varnarmanna í leiknum í nótt sem Manning og félagar hans nýttu sér til hins ítrasta. Giants gerði út um leikinn strax í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 31-10. Manning átti þrjár snertimarkssendingar í leiknum og er nú kominn með alls 200 slíkar á ferlinum. Það er félagsmet hjá Giants. Líklegt er að bæði lið komist í úrslitakeppnina en Giants er á toppnum í sínum riðli með nokkuð þægilega forystu á önnur lið. Green Bay er hins vegar í öðru sæti í sínum riðli, á eftir Chicago Bears sem hafði betur gegn Minnesota Vikings í gær. Baltimore Ravens vann dramatískan sigur á San Diego í framlengingu og er með næstbestan árangur allra liða í Ameríkudeildinni, á eftir Houston Texans. Í Þjóðardeildinni eru Atlanta Falcons og San Francisco 49ers með bestan árangur allra liða en bæði unnu sína leiki um ehglina.Úrslit gærdagsins: Chicago - Minnesota 28-10 Cincinnati - Oakland 34-10 Cleveland - Pittsburgh 20-14 Indianapolis - Buffalo 20-13 Jacksonville - Tennesse 24-19 Kansas City - Denver 9-17 Miami - Seattle 24-21 Tampa Bay - Atlanta 23-24 San Diego - Baltimore 13-16 Arizona - St. Louis 17-31 New Orleans - San Francisco 21-31 New York Giants - Green Bay 38-10Staðan:Ameríkudeildin:Austurriðill:(sigrar-töp) New England 8-3 Miami 5-6 NY Jets 4-7 Buffalo 4-7Norðurriðill: Baltimore 9-2 Pttsburgh 6-5 Cincinnati 6-5 Cleveland 3-8Suðurriðill: Houston 10-1 Indianapolis 7-4 Tennessee 4-7 Jacksonville 2-9Vesturriðill: Denver 8-3 San Diego 4-7 Oakland 3-8 Kansas City 1-10Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 7-4 Washington 5-6 Dallas 5-6 Philadelphia 3-7Norðurriðill: Chicago 8-3 Green Bay 7-4 Minnesota 6-5 Detroit 4-7Suðurriðill: Atlanta 10-1 Tampa Bay 6-5 New Orleans 5-6 Carolina 2-8Vesturriðill:(sigrar-töp-jafntefli) San Francisco 8-2-1 Seattle 6-5-0 St. Louis 4-6-1 Arizona 4-7
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira