Ætla að auka jólastemninguna í Reykjavík 23. nóvember 2012 15:19 Jólaborgin Reykjavík er afrakstur sameiginlegs átaks Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila á höfuðborgarsvæðinu um að auka enn frekar jólastemninguna í borginni í desember. Átakið felst m.a. í að samræma og fjölga skreytingum, auka sýnileika íslensku jólavættanna og bjóða upp á fjölda viðburða, markaða og tónleika um alla borg. Þá verður boðið upp á fjölmarga ,,jólapakka" sem eru einskonar viðburðapakkar sem fela í sér upplifun, skemmtun, veitingar, handverk, markaði og tónlist fyrir alla fjölskylduna. Þar má nefna Jóladalinn í Laugardal, Jólabæinn á Ingólfstorgi, Jólaþorpið í Hafnarfirði, jóladagskrá í Þjóðminjasafninu og í Árbæjarsafni, Jóladagatal Norræna hússins, jólatónleika í Hallgrímskirkju, jóladagskrá í Hörpu, Gömlu höfnina í Reykjavík sem fer í jólabúning og margt fleira, eftir því sem fram kemur í tilkynningu vegna verkefnisins. Jólaborgin Reykjavík hefur boðið hinum íslensku jólavættum að hreiðra um sig á húsveggjum víðsvegar um borgina. Jólavættirnar, sem birtust landsmönnum fyrir síðustu jól, hafa kallað til fleiri fjölskyldumeðlimi sem byrja að koma sér fyrir víðsvegar um borgina í byrjun aðventunnar. Samhliða því verður boðið upp á spennandi ratleik fyrir alla fjölskylduna sem felst í að finna vættirnar og svara nokkrum einföldum spurningum um þær. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þá sem sigrar í leiknum. Í hópi jólavættanna eru íslensku jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði, jólakötturinn og ný ógnvænleg jólavætt sem verður síðar kynnt til sögunnar. Hægt er að rifja upp Jólavættina síðan í fyrra í stuttu myndbandi hér fyrir ofan. Höfuðborgarstofa hefur að þessu tilefni opnað nýjan jólavef, visitreykjavik.is/christmas, þar sem hægt er að fræðast um hin íslensku jól, fylgjast með viðburðum og nálgast upplýsingar um það helsta sem Jólaborgin okkar býður upp á um aðventuna. Vefurinn er settur fram á íslensku og ensku. Jólaborgin Reykjavík hefur fyrir löngu hlotið fastan sess í hugum og hjörtum íbúa hennar og landsmanna allra og eru erlendir gestir farnir að sækja landið heim til að upplifa töfra íslenskra jóla. Hróður borgarinnar hefur borist víða, en bandaríski fjölmiðillinn CNN hefur tvö síðustu ár útnefnt Reykjavík sem eina af þremur eftirsóknaverðustu jólaborgum heims. Jólafréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Jólaborgin Reykjavík er afrakstur sameiginlegs átaks Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila á höfuðborgarsvæðinu um að auka enn frekar jólastemninguna í borginni í desember. Átakið felst m.a. í að samræma og fjölga skreytingum, auka sýnileika íslensku jólavættanna og bjóða upp á fjölda viðburða, markaða og tónleika um alla borg. Þá verður boðið upp á fjölmarga ,,jólapakka" sem eru einskonar viðburðapakkar sem fela í sér upplifun, skemmtun, veitingar, handverk, markaði og tónlist fyrir alla fjölskylduna. Þar má nefna Jóladalinn í Laugardal, Jólabæinn á Ingólfstorgi, Jólaþorpið í Hafnarfirði, jóladagskrá í Þjóðminjasafninu og í Árbæjarsafni, Jóladagatal Norræna hússins, jólatónleika í Hallgrímskirkju, jóladagskrá í Hörpu, Gömlu höfnina í Reykjavík sem fer í jólabúning og margt fleira, eftir því sem fram kemur í tilkynningu vegna verkefnisins. Jólaborgin Reykjavík hefur boðið hinum íslensku jólavættum að hreiðra um sig á húsveggjum víðsvegar um borgina. Jólavættirnar, sem birtust landsmönnum fyrir síðustu jól, hafa kallað til fleiri fjölskyldumeðlimi sem byrja að koma sér fyrir víðsvegar um borgina í byrjun aðventunnar. Samhliða því verður boðið upp á spennandi ratleik fyrir alla fjölskylduna sem felst í að finna vættirnar og svara nokkrum einföldum spurningum um þær. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þá sem sigrar í leiknum. Í hópi jólavættanna eru íslensku jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði, jólakötturinn og ný ógnvænleg jólavætt sem verður síðar kynnt til sögunnar. Hægt er að rifja upp Jólavættina síðan í fyrra í stuttu myndbandi hér fyrir ofan. Höfuðborgarstofa hefur að þessu tilefni opnað nýjan jólavef, visitreykjavik.is/christmas, þar sem hægt er að fræðast um hin íslensku jól, fylgjast með viðburðum og nálgast upplýsingar um það helsta sem Jólaborgin okkar býður upp á um aðventuna. Vefurinn er settur fram á íslensku og ensku. Jólaborgin Reykjavík hefur fyrir löngu hlotið fastan sess í hugum og hjörtum íbúa hennar og landsmanna allra og eru erlendir gestir farnir að sækja landið heim til að upplifa töfra íslenskra jóla. Hróður borgarinnar hefur borist víða, en bandaríski fjölmiðillinn CNN hefur tvö síðustu ár útnefnt Reykjavík sem eina af þremur eftirsóknaverðustu jólaborgum heims.
Jólafréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira