Fimmtán í röð hjá Clippers sem slátraði Celtic | Durant sjóðandi heitur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2012 08:02 Kevin Garnett og félagar voru ekki upplitsdjarfir á bekknum í nótt. Nordicphotos/Getty Liðsmenn Boston Celtics sáu aldrei til sólar þegar liðið sótti Los Angeles Clippers heim í nótt. Heimamenn unnu öruggan sigur 106-77 og um leið sinn fimmtánda sigur í röð. Matt Barnes jafnaði sitt mesta stigaskor með 21 stigi af bekknum og félagi hans af bekknum, Jamal Crawford, bætti við 17 stigum. Chris Paul var duglegur að mata samherja sína en þetta var sjötti stórsigur Clippers í röð. „Sumir eru yfir sig hrifnir af árangri okkar en við megum ekki falla í þá gryfju. Það eru ekki sigrar í deildinni sem telja þegar uppi er staðið," sagði Paul og á greinilega við að Clippers þarf að sýna mátt sinn í úrslitakeppninni. Clippers hefur ekki unnið leik með litlum mun síðan þeir lögðu Minnesota Timberwolves með sex stigum 28. nóvember. Kevin Garnett skoraði 16 stig fyrir Boston sem hefur 50 prósent vinningshlutfall með fjórtán sigra og jafnmörg töp. „Allir í liðinu vildu sigra þá og allir reyndu að gera það á eigin spítur í stað þess að spila okkar leik," sagði óhress Doc Rivers, þjálfari Celtics, í leikslok. Oklahoma lagði DallasKevin Durant átti enn einn stórleikinn með Oklahoma Thunder sem lagði Dallas MAvericks í spennutrylli í Oklahoma. Framlengja þurfti leikinn og voru heimamenn, með Russel Westbrook í fararbroddi, sterkari í framlengingunni. Lokatölurnar urðu 111-105. Gestirnir frá Dallas höfðu átta stiga forystu fyrir lokafjórðunginn en þá tók Durant til sinna ráða. Durant nýtti sér hægagang í varnarleik Dirk Nowitzki sem enn á töluvert í land með að ná fyrri styrk eftir meiðsli. Durant var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins með fjörutíu stig. Darren Collison fór fyrir gestunum með 32 stig, hans mesta í búningi Dallas, en þriggja stiga karfa frá honum tryggði Dallas framlengingu. Westbrook, fyrrum liðsfélagi Collison í UCLA, skoraði átta af sextán stigum sínum í framlengingunni og heimamenn fögnuðu sigri. NBA Mest lesið „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Liðsmenn Boston Celtics sáu aldrei til sólar þegar liðið sótti Los Angeles Clippers heim í nótt. Heimamenn unnu öruggan sigur 106-77 og um leið sinn fimmtánda sigur í röð. Matt Barnes jafnaði sitt mesta stigaskor með 21 stigi af bekknum og félagi hans af bekknum, Jamal Crawford, bætti við 17 stigum. Chris Paul var duglegur að mata samherja sína en þetta var sjötti stórsigur Clippers í röð. „Sumir eru yfir sig hrifnir af árangri okkar en við megum ekki falla í þá gryfju. Það eru ekki sigrar í deildinni sem telja þegar uppi er staðið," sagði Paul og á greinilega við að Clippers þarf að sýna mátt sinn í úrslitakeppninni. Clippers hefur ekki unnið leik með litlum mun síðan þeir lögðu Minnesota Timberwolves með sex stigum 28. nóvember. Kevin Garnett skoraði 16 stig fyrir Boston sem hefur 50 prósent vinningshlutfall með fjórtán sigra og jafnmörg töp. „Allir í liðinu vildu sigra þá og allir reyndu að gera það á eigin spítur í stað þess að spila okkar leik," sagði óhress Doc Rivers, þjálfari Celtics, í leikslok. Oklahoma lagði DallasKevin Durant átti enn einn stórleikinn með Oklahoma Thunder sem lagði Dallas MAvericks í spennutrylli í Oklahoma. Framlengja þurfti leikinn og voru heimamenn, með Russel Westbrook í fararbroddi, sterkari í framlengingunni. Lokatölurnar urðu 111-105. Gestirnir frá Dallas höfðu átta stiga forystu fyrir lokafjórðunginn en þá tók Durant til sinna ráða. Durant nýtti sér hægagang í varnarleik Dirk Nowitzki sem enn á töluvert í land með að ná fyrri styrk eftir meiðsli. Durant var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins með fjörutíu stig. Darren Collison fór fyrir gestunum með 32 stig, hans mesta í búningi Dallas, en þriggja stiga karfa frá honum tryggði Dallas framlengingu. Westbrook, fyrrum liðsfélagi Collison í UCLA, skoraði átta af sextán stigum sínum í framlengingunni og heimamenn fögnuðu sigri.
NBA Mest lesið „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira