Skipt um hluta girðingarinnar á næsta ári Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2012 13:05 Litla Hraun. Fangelsismálastjóri segir að skipt verið um hluta girðingarinnar við Litla-Hraun á næsta ári. Bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að Matthías Máni náði að strjúka úr fangelsinu en hann var yfirheyrður í morgun. Lögreglan á Selfossi yfirheyrði strokufangann Matthías Mána í morgun en samkvæmt upplýsingum frá henni er þetta í annað sinn sem rætt er við hann um flóttann. Lögreglumenn fóru yfir atburðarásina með honum strax eftir að hann gaf sig fram á aðfangadag. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir Matthías hafa sloppið út vegna bilunar í tækjabúnaði. „Þarna vegast á innra og ytra öryggi. Innra öryggi felst í eftirliti starfsmanna. Þarna hefur starfsmaður verið með eftirlit með fjórum föngum í fjósi sem er nú þarna innan girðingar. Fanganum tekst þar að víkja sér frá. Þá á auðvitað ytra öryggið að taka við, það er að segja hreyfanlegar myndavélar, um leið og viðkomandi kemst að girðingu á það að skjótast upp á skjá, það gerðist ekki. Þannig að hann fór yfir girðinguna, það hefur áður komið fram að það sé tiltölulega einfalt að komast yfir hana, og það er staðan og þannig kemst hann út." Páll segir starfsmanninn ekki hafa gert mistök heldur hafi ytri öryggið ekki virkað. Hann segir að bæta þurfi girðingu við Litla-Hraun. Kostnaður við að skipta um hana alla sé um 150 milljónir. Það sé of dýrt. Þess í stað verði skipt um hluta hennar á næsta ári. „Það er hægt að áfangaskipta þessu og það er það sem við erum búin að gera. Ekki vegna þessa stroks heldur við gerðum það um leið og fyrir lá að við fengju aftur 50 milljónir. Þá áfangaskiptum við út frá öryggissjónarmiðum hvað væri brýnast að gera. Á meðal þess er hluti girðingar innan svæðisins," segir hún. Þegar Matthías Máni gaf sig fram á Ásólfsstöðum sagði hann við bóndann að hann óttaðist að verða vistaður með Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni sem eru fangar á Litla-Hrauni. „Það liggur ekki fyrir hvar Matthías Máni verður vistaður en við munum auðvitað tryggja öryggi hans innan fangelsisins," sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fangelsismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Fangelsismálastjóri segir að skipt verið um hluta girðingarinnar við Litla-Hraun á næsta ári. Bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að Matthías Máni náði að strjúka úr fangelsinu en hann var yfirheyrður í morgun. Lögreglan á Selfossi yfirheyrði strokufangann Matthías Mána í morgun en samkvæmt upplýsingum frá henni er þetta í annað sinn sem rætt er við hann um flóttann. Lögreglumenn fóru yfir atburðarásina með honum strax eftir að hann gaf sig fram á aðfangadag. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir Matthías hafa sloppið út vegna bilunar í tækjabúnaði. „Þarna vegast á innra og ytra öryggi. Innra öryggi felst í eftirliti starfsmanna. Þarna hefur starfsmaður verið með eftirlit með fjórum föngum í fjósi sem er nú þarna innan girðingar. Fanganum tekst þar að víkja sér frá. Þá á auðvitað ytra öryggið að taka við, það er að segja hreyfanlegar myndavélar, um leið og viðkomandi kemst að girðingu á það að skjótast upp á skjá, það gerðist ekki. Þannig að hann fór yfir girðinguna, það hefur áður komið fram að það sé tiltölulega einfalt að komast yfir hana, og það er staðan og þannig kemst hann út." Páll segir starfsmanninn ekki hafa gert mistök heldur hafi ytri öryggið ekki virkað. Hann segir að bæta þurfi girðingu við Litla-Hraun. Kostnaður við að skipta um hana alla sé um 150 milljónir. Það sé of dýrt. Þess í stað verði skipt um hluta hennar á næsta ári. „Það er hægt að áfangaskipta þessu og það er það sem við erum búin að gera. Ekki vegna þessa stroks heldur við gerðum það um leið og fyrir lá að við fengju aftur 50 milljónir. Þá áfangaskiptum við út frá öryggissjónarmiðum hvað væri brýnast að gera. Á meðal þess er hluti girðingar innan svæðisins," segir hún. Þegar Matthías Máni gaf sig fram á Ásólfsstöðum sagði hann við bóndann að hann óttaðist að verða vistaður með Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni sem eru fangar á Litla-Hrauni. „Það liggur ekki fyrir hvar Matthías Máni verður vistaður en við munum auðvitað tryggja öryggi hans innan fangelsisins," sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fangelsismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira