Mugison „beint úr ævintýrunum“ Guðni Ágústsson skrifar 3. janúar 2012 06:00 Hann kom, sá og sigraði, undramaður ársins. Oftast tekur það langan tíma að ná inn í hjarta þjóðar sinnar, en Mugison gerði það á einu augabragði. Hann vekur von og kærleika og eitthvað í fari hans hæfir stundinni og linar þá sundrungu sem hefur tröllriðið þjóðinni um nokkurn tíma. Í hrifningu sinni fara menn að ræða um hann sem forseta eða frelsara en málið snýst ekki um það. Mugison er vestfirskur galdramaður, kemur nánast alskapaður út úr berginu fyrir vestan, sonur byggðar sinnar, er rödd landsins sem talar til okkar. Allt í fari hans er látlaust, hann er listamaður af guðsnáð, syngur, spilar, semur og hrífur fólkið, allt í senn. Svo kallar hann fólkið í landinu til sín og gefur því frítt inn á tónleika og loksins fer hann í tónlistarhöllina Hörpu og annar hver maður í landinu hlustar og horfir á hann flytja list sína í sjónvarpinu. Sjálfur er hann hógvær og prúður en gamansamur, listin og söngurinn hittir beint í mark. Í útlitinu búa töfrar, hann er „gamaldags“, með alskegg, vel klæddur með bindi í ullarsparifötum með svartan afahatt á kollinum. Hann er svo hreinn og saklaus, fellur vel að sársaukanum eftir hrunið, ögrun við græðgina, hann gefur, þeir tóku og stálu, áttu orðið allt sem skipti máli, tónlistarmenn og söngvara líka. Nafnið út af fyrir sig, Mugison, er dularfullt, fer vel sem listamannsnafn og fellur ágætlega að íslensku. "Allt hægt í lífinu“Mugison er fiskimaður eða íslenskur bóndi en í leiðinni heimsborgari, víðförull og ratvís í frægðinni. Hefur komið við sögu bæjarfélags síns í miklu verki. „Aldrei fór ég suður“. Hann boðar okkur nýja en gamla tíma, gefðu þá verður þér gefið. Mundu að þú ert hlekkur í keðju byggðar svo og þjóðar. Þegar Mugison var spurður hvers konar yfirlýsing það væri að bjóða þjóðinni til ókeypis tónleika þá svarar hann á sinn draumkennda hátt. „Það er allt hægt í þessu lífi.“ Á bak við hann er svo einn magnaðasti karlakór landsins, Fjallabræður. Fjallabræður eiga sér marga aðdáendur af sömu ástæðu, í þeim býr frelsið, þeir syngja baráttusöngva. Þeir fylla dalinn af hlátri og það er eins og brimið lemji klettótta strönd eða fjöll hrynji þegar þeir rísa hæst. Það er á svona stundum að maður skynjar að eitthvað er að gerast sem gefur þjóðinni nýja von. Nokkrum kvöldum síðar er Harpa opnuð á ný og þá er þar kominn annar söngvari og talent Páll Óskar Hjálmtýsson náttúrubarn og einstakur maður sviðs og söngva sem boðar einnig gleðina og að hver stund verði að snúast um bjartsýni og trú. Er Harpa leiðin?Enn á þjóðin Ríkisútvarpið og þjóðin á Hörpu, þetta mikla tónlistarhús sem er skilgetið afkvæmi hinna stóru og óraunhæfu drauma eða vitleysu sem fór úr böndunum í aðdraganda hrunsins. Harpa er risin og kannski liggja í þessu húsi draumar um sameiningu og nýja bjartsýni. Í upphafi síðustu aldar fóru fyrir hugsjónum og endurreisn landsins skáld og stjórnmálamenn. Nú er eins og þessir „listamenn“ nái ekki eyrum þjóðarinnar. Við Íslendingar höfum hins vegar aldrei átt jafnmarga söngvara, konur og karla sem rísa hátt og frábæra kóra um allt land. Væri kannski gott fyrir okkur öll að einu sinni í mánuði verði Harpa opnuð þjóðinni með söng og stórtónleikum listamanna? Og að sjónvarpið jafnframt flytti slíka gleði inn á hvert heimili? Landið á ærinn auð og hér er gnægð tækifæra en það sem skortir á er að landsmenn hvar sem þeir standa taki arm í arm og horfi fram á veginn. Eða eins og Mugison sagði: „Það er allt hægt í þessu lífi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aldrei fór ég suður Guðni Ágústsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Hann kom, sá og sigraði, undramaður ársins. Oftast tekur það langan tíma að ná inn í hjarta þjóðar sinnar, en Mugison gerði það á einu augabragði. Hann vekur von og kærleika og eitthvað í fari hans hæfir stundinni og linar þá sundrungu sem hefur tröllriðið þjóðinni um nokkurn tíma. Í hrifningu sinni fara menn að ræða um hann sem forseta eða frelsara en málið snýst ekki um það. Mugison er vestfirskur galdramaður, kemur nánast alskapaður út úr berginu fyrir vestan, sonur byggðar sinnar, er rödd landsins sem talar til okkar. Allt í fari hans er látlaust, hann er listamaður af guðsnáð, syngur, spilar, semur og hrífur fólkið, allt í senn. Svo kallar hann fólkið í landinu til sín og gefur því frítt inn á tónleika og loksins fer hann í tónlistarhöllina Hörpu og annar hver maður í landinu hlustar og horfir á hann flytja list sína í sjónvarpinu. Sjálfur er hann hógvær og prúður en gamansamur, listin og söngurinn hittir beint í mark. Í útlitinu búa töfrar, hann er „gamaldags“, með alskegg, vel klæddur með bindi í ullarsparifötum með svartan afahatt á kollinum. Hann er svo hreinn og saklaus, fellur vel að sársaukanum eftir hrunið, ögrun við græðgina, hann gefur, þeir tóku og stálu, áttu orðið allt sem skipti máli, tónlistarmenn og söngvara líka. Nafnið út af fyrir sig, Mugison, er dularfullt, fer vel sem listamannsnafn og fellur ágætlega að íslensku. "Allt hægt í lífinu“Mugison er fiskimaður eða íslenskur bóndi en í leiðinni heimsborgari, víðförull og ratvís í frægðinni. Hefur komið við sögu bæjarfélags síns í miklu verki. „Aldrei fór ég suður“. Hann boðar okkur nýja en gamla tíma, gefðu þá verður þér gefið. Mundu að þú ert hlekkur í keðju byggðar svo og þjóðar. Þegar Mugison var spurður hvers konar yfirlýsing það væri að bjóða þjóðinni til ókeypis tónleika þá svarar hann á sinn draumkennda hátt. „Það er allt hægt í þessu lífi.“ Á bak við hann er svo einn magnaðasti karlakór landsins, Fjallabræður. Fjallabræður eiga sér marga aðdáendur af sömu ástæðu, í þeim býr frelsið, þeir syngja baráttusöngva. Þeir fylla dalinn af hlátri og það er eins og brimið lemji klettótta strönd eða fjöll hrynji þegar þeir rísa hæst. Það er á svona stundum að maður skynjar að eitthvað er að gerast sem gefur þjóðinni nýja von. Nokkrum kvöldum síðar er Harpa opnuð á ný og þá er þar kominn annar söngvari og talent Páll Óskar Hjálmtýsson náttúrubarn og einstakur maður sviðs og söngva sem boðar einnig gleðina og að hver stund verði að snúast um bjartsýni og trú. Er Harpa leiðin?Enn á þjóðin Ríkisútvarpið og þjóðin á Hörpu, þetta mikla tónlistarhús sem er skilgetið afkvæmi hinna stóru og óraunhæfu drauma eða vitleysu sem fór úr böndunum í aðdraganda hrunsins. Harpa er risin og kannski liggja í þessu húsi draumar um sameiningu og nýja bjartsýni. Í upphafi síðustu aldar fóru fyrir hugsjónum og endurreisn landsins skáld og stjórnmálamenn. Nú er eins og þessir „listamenn“ nái ekki eyrum þjóðarinnar. Við Íslendingar höfum hins vegar aldrei átt jafnmarga söngvara, konur og karla sem rísa hátt og frábæra kóra um allt land. Væri kannski gott fyrir okkur öll að einu sinni í mánuði verði Harpa opnuð þjóðinni með söng og stórtónleikum listamanna? Og að sjónvarpið jafnframt flytti slíka gleði inn á hvert heimili? Landið á ærinn auð og hér er gnægð tækifæra en það sem skortir á er að landsmenn hvar sem þeir standa taki arm í arm og horfi fram á veginn. Eða eins og Mugison sagði: „Það er allt hægt í þessu lífi“.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun