Framsókn hissa á fjárnámsfrétt 23. febrúar 2012 06:00 Framsóknarhúsið Framsóknarflokkurinn undrast ummæli framkvæmdastjóra JCDecaux.Fréttablaðið/valli Viðræður hafa staðið yfir milli Framsóknar í Reykjavík og forsvarsmanna fyrirtækisins JCDecaux, sem á og rekur strætóskýli borgarinnar, um uppgjör skuldamáls þeirra. Þess vegna segir lögmaður flokksfélagsins frétt Fréttablaðsins í gær af árangurslausu fjárnámi hjá flokknum koma „verulega á óvart". Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaðurinn Snorri Sturluson hefur sent fjölmiðlum. Þar segist hann jafnframt hissa á ummælum framkvæmdastjóra JCDecaux í Fréttablaðinu, í ljósi þess að unnið hafi verið að lausn málsins. Framkvæmdastjórinn Einar Hermannsson sagðist í Fréttablaðinu í gær ekki vera búinn að ákveða sig hvort hann mundi krefjast þess að Framsókn í Reykjavík yrði tekin til gjaldþrotaskipta, eins og hægt er að gera innan þriggja vikna frá árangurslausu fjárnámi. Deilan snýst um skuld vegna auglýsinga í strætóskýlum fyrir alþingiskosningarnar 2009. JCDecaux telur Framsókn skulda sér 3,6 milljónir en flokksfélagið telur að þáverandi kosningastjóri þess, Hallur Magnússon, hafi gert munnlegt samkomulag um mun lægri greiðslu. Héraðsdómur hefur dæmt JCDecaux í vil í málinu. Snorri segir að „meint skuld" verði greidd upp þegar samningar liggi fyrir eða Hæstiréttur hafi kveðið upp lokaorð í málinu. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að flokksfélagið í Reykjavík eigi sama og engar eignir, en komi til þess að greiða þurfi skuldina verði það mál leyst. - sh Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Viðræður hafa staðið yfir milli Framsóknar í Reykjavík og forsvarsmanna fyrirtækisins JCDecaux, sem á og rekur strætóskýli borgarinnar, um uppgjör skuldamáls þeirra. Þess vegna segir lögmaður flokksfélagsins frétt Fréttablaðsins í gær af árangurslausu fjárnámi hjá flokknum koma „verulega á óvart". Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaðurinn Snorri Sturluson hefur sent fjölmiðlum. Þar segist hann jafnframt hissa á ummælum framkvæmdastjóra JCDecaux í Fréttablaðinu, í ljósi þess að unnið hafi verið að lausn málsins. Framkvæmdastjórinn Einar Hermannsson sagðist í Fréttablaðinu í gær ekki vera búinn að ákveða sig hvort hann mundi krefjast þess að Framsókn í Reykjavík yrði tekin til gjaldþrotaskipta, eins og hægt er að gera innan þriggja vikna frá árangurslausu fjárnámi. Deilan snýst um skuld vegna auglýsinga í strætóskýlum fyrir alþingiskosningarnar 2009. JCDecaux telur Framsókn skulda sér 3,6 milljónir en flokksfélagið telur að þáverandi kosningastjóri þess, Hallur Magnússon, hafi gert munnlegt samkomulag um mun lægri greiðslu. Héraðsdómur hefur dæmt JCDecaux í vil í málinu. Snorri segir að „meint skuld" verði greidd upp þegar samningar liggi fyrir eða Hæstiréttur hafi kveðið upp lokaorð í málinu. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að flokksfélagið í Reykjavík eigi sama og engar eignir, en komi til þess að greiða þurfi skuldina verði það mál leyst. - sh
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira