Bístró-veitingastaðir njóta vaxandi vinsælda 1. mars 2012 20:00 Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumeistari, segir enga tilviljun ráða því að bístró veitingastaðir njóta vinsælda um þessar mundir. fréttablaðið/gva Bístró veitingastaðir hafa lengi notið vinsælda í stórborgum eins og London, New York og París og hafa vinsældirnar nú náð hingað til lands. Veitingastaðurinn Snaps var opnaður fyrir stuttu og innan skamms bætist Silfurtunglið í stækkandi hóp bístró veitingastaða. „Þetta er engin tilviljun heldur bundið tíðarandanum. Svokallaðir „fine dining" staðir eru á undanhaldi og landinn sækist nú frekar eftir ódýrari stöðum sem bjóða upp á létta rétti og meiri stemningu. Samfélagið stýrir þessu," útskýrir Steinn Óskar Sigurðsson, yfirmatreiðslumaður og rekstrarstjóri Silfurtunglsins, þegar hann er spurður út í þessa þróun. Fréttablaðið greindi nýverið frá opnun veitingastaðarins Snaps á Óðinstorgi þar sem áður var Brauðbær. Þar verður meðal annars boðið upp á snafsa, smurbrauð og klassískan bistrómat. Áður mátti finna bístró veitingastaðina Geysi og Nauthól og því augljóst að bístrómatur falli Íslendingum í skap. Veitinga- og skemmtistaðurinn Silfurtunglið var starfrækur frá 1955 til 1975 á efri hæð leikhússins Austurbæjar og hyggst Steinn Óskar endurvekja staðinn en á sinn sérstaka hátt. „Matseðillinn verðu fjölbreyttur og við munum blanda saman mörgum ólíkum stílum. Ég ætla meðal annars bjóða upp á gamla klassíska rétti af gömlum matseðli Silfurtunglsins í bland við góða kjöt- og fiskrétti í nýnorrænum stíl og skyndibita sem ég mun framreiða á minn persónulega hátt." Steinn Óskar leggur mikið upp úr því að halda í þá stemningu er ríkti á gamla Silfurtunglinu. „Það er mikil sál í húsinu og við höfum lagt mikla vinnu í að hafa uppi á gömlum matseðlum, myndum og öðru efni sem tengist staðnum og ætlum meðal annars að bjóða upp á kokteila sem bornir voru fram á gamla Silfurtunglinu," segir Steinn Óskar sem kveðst sækja innblástur til bístró veitingastaða í London, New York og Kaupmannahöfn þar sem slíkir veitingastaðir hafa lengi notið vinsælda. Silfurtunglið mun opna í Austurbæ í lok mars. [email protected] Matur Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Bístró veitingastaðir hafa lengi notið vinsælda í stórborgum eins og London, New York og París og hafa vinsældirnar nú náð hingað til lands. Veitingastaðurinn Snaps var opnaður fyrir stuttu og innan skamms bætist Silfurtunglið í stækkandi hóp bístró veitingastaða. „Þetta er engin tilviljun heldur bundið tíðarandanum. Svokallaðir „fine dining" staðir eru á undanhaldi og landinn sækist nú frekar eftir ódýrari stöðum sem bjóða upp á létta rétti og meiri stemningu. Samfélagið stýrir þessu," útskýrir Steinn Óskar Sigurðsson, yfirmatreiðslumaður og rekstrarstjóri Silfurtunglsins, þegar hann er spurður út í þessa þróun. Fréttablaðið greindi nýverið frá opnun veitingastaðarins Snaps á Óðinstorgi þar sem áður var Brauðbær. Þar verður meðal annars boðið upp á snafsa, smurbrauð og klassískan bistrómat. Áður mátti finna bístró veitingastaðina Geysi og Nauthól og því augljóst að bístrómatur falli Íslendingum í skap. Veitinga- og skemmtistaðurinn Silfurtunglið var starfrækur frá 1955 til 1975 á efri hæð leikhússins Austurbæjar og hyggst Steinn Óskar endurvekja staðinn en á sinn sérstaka hátt. „Matseðillinn verðu fjölbreyttur og við munum blanda saman mörgum ólíkum stílum. Ég ætla meðal annars bjóða upp á gamla klassíska rétti af gömlum matseðli Silfurtunglsins í bland við góða kjöt- og fiskrétti í nýnorrænum stíl og skyndibita sem ég mun framreiða á minn persónulega hátt." Steinn Óskar leggur mikið upp úr því að halda í þá stemningu er ríkti á gamla Silfurtunglinu. „Það er mikil sál í húsinu og við höfum lagt mikla vinnu í að hafa uppi á gömlum matseðlum, myndum og öðru efni sem tengist staðnum og ætlum meðal annars að bjóða upp á kokteila sem bornir voru fram á gamla Silfurtunglinu," segir Steinn Óskar sem kveðst sækja innblástur til bístró veitingastaða í London, New York og Kaupmannahöfn þar sem slíkir veitingastaðir hafa lengi notið vinsælda. Silfurtunglið mun opna í Austurbæ í lok mars. [email protected]
Matur Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira