Harmur kirkjunnar 5. mars 2012 07:00 Það er auðvelt að afgreiða kirkjuna sem afdankaða og úrelta stofnun. Það á við um fleiri stofnanir í samfélaginu. En líklega er það of auðvelt. Kirkjan hefur hlutverki að gegna þótt skoðanir geti verið skiptar um hvert það hlutverk sé eða hvernig því sé sinnt. Víða um heim er kirkjan öflugur málsvari mannhelgi, frelsis og róttækni, og lætur sig órétt og kúgun varða. Vandi kirkjunnar hér á landi er ekki síst sá að hún hefur alla tíð samsamað sig valdinu og varðstöðunni um það. Á Íslandi hafa valdastéttirnar og kirkjan átt samleið um aldaraðir. Það vill stundum gleymast hversu stutt er síðan fyrsta konan var vígð til prests hér landi. Auður Eir Vilhjálmsdóttir hlaut vígslu árið 1974 og ruddi leiðina fyrir þann fjölda kvenna sem nú gegnir prestsembætti. Valdastöðurnar í þjóðkirkjunni endurspegla hins vegar ekki þessa staðreynd. Í þeim skilningi er kirkjan á sama stað og Alþingi var í upphafi níunda áratugarins. Til skamms tíma gat ekkert rofið samstöðu valdastéttarinnar og kirkjunnar. Nú hafa hins vegar vaknað vonir um nýja tíma. Konurnar sem árum saman knúðu dyra hafa fengið áheyrn, vonum seinna, hjá æðstu embættismönnum kirkjunnar. Bjartsýnismanneskja gæti leyft sér að vona að hlustun verði framvegis jafn mikilvæg og boðun hjá þjónum kirkjunnar. Kannski er samstaðan með valdinu víkjandi eftir allt saman? Því miður bendir ekki margt til þess. Á síðasta ári átti kirkjunnar fólk kost á því að kjósa séra Sigrúnu Óskarsdóttur til vígslubiskups í Skálholti. Konu og femínista, sem er framsækinn sóknarprestur í Reykjavík, málsvari réttinda samkynhneigðra innan kirkjunnar og merkisberi alls þess sem prýtt getur kirkju sem vill gegna samfélagslegu hlutverki sínu af alvöru og víðsýni. En kirkjunnar fólk skynjaði ekki sinn vitjunartíma. Biskupskjör stendur fyrir dyrum. Séra Sigríður Guðmarsdóttir er í framboði. Kona, femínisti og framsækinn prestur. Hvað gerir kirkjunnar fólk? Kýs það áframhaldandi varðstöðu með valdinu eða nýja tíma í aldagamalli stofnun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að afgreiða kirkjuna sem afdankaða og úrelta stofnun. Það á við um fleiri stofnanir í samfélaginu. En líklega er það of auðvelt. Kirkjan hefur hlutverki að gegna þótt skoðanir geti verið skiptar um hvert það hlutverk sé eða hvernig því sé sinnt. Víða um heim er kirkjan öflugur málsvari mannhelgi, frelsis og róttækni, og lætur sig órétt og kúgun varða. Vandi kirkjunnar hér á landi er ekki síst sá að hún hefur alla tíð samsamað sig valdinu og varðstöðunni um það. Á Íslandi hafa valdastéttirnar og kirkjan átt samleið um aldaraðir. Það vill stundum gleymast hversu stutt er síðan fyrsta konan var vígð til prests hér landi. Auður Eir Vilhjálmsdóttir hlaut vígslu árið 1974 og ruddi leiðina fyrir þann fjölda kvenna sem nú gegnir prestsembætti. Valdastöðurnar í þjóðkirkjunni endurspegla hins vegar ekki þessa staðreynd. Í þeim skilningi er kirkjan á sama stað og Alþingi var í upphafi níunda áratugarins. Til skamms tíma gat ekkert rofið samstöðu valdastéttarinnar og kirkjunnar. Nú hafa hins vegar vaknað vonir um nýja tíma. Konurnar sem árum saman knúðu dyra hafa fengið áheyrn, vonum seinna, hjá æðstu embættismönnum kirkjunnar. Bjartsýnismanneskja gæti leyft sér að vona að hlustun verði framvegis jafn mikilvæg og boðun hjá þjónum kirkjunnar. Kannski er samstaðan með valdinu víkjandi eftir allt saman? Því miður bendir ekki margt til þess. Á síðasta ári átti kirkjunnar fólk kost á því að kjósa séra Sigrúnu Óskarsdóttur til vígslubiskups í Skálholti. Konu og femínista, sem er framsækinn sóknarprestur í Reykjavík, málsvari réttinda samkynhneigðra innan kirkjunnar og merkisberi alls þess sem prýtt getur kirkju sem vill gegna samfélagslegu hlutverki sínu af alvöru og víðsýni. En kirkjunnar fólk skynjaði ekki sinn vitjunartíma. Biskupskjör stendur fyrir dyrum. Séra Sigríður Guðmarsdóttir er í framboði. Kona, femínisti og framsækinn prestur. Hvað gerir kirkjunnar fólk? Kýs það áframhaldandi varðstöðu með valdinu eða nýja tíma í aldagamalli stofnun?
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar