Ólíklegt að framburður vitna ráði einn niðurstöðunni fyrir Landsdómi 12. mars 2012 08:00 Fáir treysta sér til þess að velta vöngum yfir því hvernig framburður vitna fyrir Landsdómi í síðustu viku komi út fyrir Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra. Jafnvel eru aðrir þættir en framburðurinn taldir vega þyngra þegar kemur að dómi. Fréttablaðið/Anton Túlkun á því hvort málflutningur vitna fyrir Landsdómi í síðustu viku styðji ákærur á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vill skiptast í tvö horn eftir persónulegri afstöðu manna. Margir telja þó að málflutningur í byrjun síðustu viku, þegar embættismenn báru vitni, hafi fremur stutt málstað Geirs, meðan aðeins hafi hallað á hann síðar í vikunni. Vitnaleiðslur fyrir Landsdómi vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, eru langt komnar. Geir ber sjálfur af sér allar sakir, en torráðnara er að leggja mat á hvort vitnisburður annarra sé honum í hag, eða hvort þær styðji ákæruliðina fjóra. Þá má velta því fyrir sér hversu þungt málflutningur fyrir Landsdómi komi til með að vega þegar upp er staðið. Lögmenn sem leitað hefur verið til segja vitnaleiðslurnar væntanlega miða að því að skýra einstök atriði, en líklegast verði dómur á endanum byggður á skriflegum gögnum sem liggi fyrir í miklum mæli. Þá virðist sem afstaða manna til vægis málflutnings vitna í tengslum við ákæruatriði ráðist oft af pólitík og í þeim efnum skiptist fólk í tvö horn. Á eftir Geir báru vitni Davíð Oddsson, fyrrum formaður bankastjórnar Seðlabankans, Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur bankans og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. „Ég er ekki hér til að bera neina sök á fyrrverandi forsætisráðherra. Mér kemur það ekki til hugar og get ekki hugsað mér það,“ sagði Davíð fyrir Landsdómi. Almennt er talið að fyrstu vitnisburðirnir fyrir dómi hafi stutt þann málflutning að Geir hafi gert það sem hægt var í stöðunni og við landsstjórnina, en regluverk og aðstæður hér heima sem og erlendis gert að verkum að ekkert hafi verið hægt að gera til að bjarga bönkunum frá hruni. Þannig tók Björgin G. Sigurðsson undir með Geir að unnið hafi verið eins hratt og mögulegt var að því að flytja Icesave-reikningana í dótturfélög, en þar hafi helsti þröskuldurinn verið breska fjármálaeftirlitið sem sífellt hafi sett strangari skilyrði fyrir slíkri breytingu. Þá taldi hann, líkt og Geir, að samráðshópurinn um fjármálastöðugleika hafi gert allt sem honum hafi borið að gera. Þá kom fram í máli Arnórs að eftir á að hyggja hafi síðasti möguleikinn til að bjarga íslensku bönkunum runnið stórvöldum úr greipum árið 2005. „Lausafjárkreppa er eins og hjartaáföll en eiginfjárkreppa eins og krabbamein. Það sást þegar í ljós kom að þarna var dauðvona krabbameinssjúklingur að fá hjartaáfall,“ sagði hann um hrun bankanna haustið 2008. Björgvin var ekki kallaður tilAf þeim sem fyrst báru vitni á eftir Geir H. Haarde sjálfum má helst finna hluti sem kynnu að styðja ákæruatriði á hendur honum í orðum Davíðs Oddssonar. Þrátt fyrir að Davíð hafi áréttað að Geir hafi ekki átt möguleika á að koma í veg fyrir bankahrunið þá fannst honum Geir ekki taka nægilegt mark á orðum hans í aðdraganda hrunsins. Áhyggjur af stöðu bankanna hafi hann reglulega látið í ljós við bæði samstarfsmenn sína í Seðlabankanum og við Geir sjálfan reglulega allt frá miðju ári 2007. Upplýsingar hafi verið veittar á lokuðum fundum og þær hafi verið of viðkvæmar til að geta ratað í opinber gögn frá Seðlabankanum. Þá sagðist Davíð telja að Geir hefði ekkert getað gert til að liðka fyrir flutningi Icesave-reikninganna í erlend dótturfélög. Það hefði þess utan verið á verksviði Björgvins G. Sigurðssonar, ráðherra bankamála. Mögulega kann því að vera að skortur á því að Geir sæi til þess að viðvaranir seðlabankastjórans um bága stöðu bankakerfisins rötuðu inn á borð ráðherrafunda, eða jafnvel beint inn á borð Björgvins G. Sigurðssonar bankamálaráðherra varði við fjórða lið ákæranna á hendur Geir. Fyrir dómi bar hins vegar Björgvin sjálfur að hann teldi sig ekki á nokkurn hátt hafa verið leyndan upplýsingum í aðdraganda hrunsins. Fram hefur hins vegar komið að Björgvin var ekki kallaður til funda í Seðlabankanum helgina sem ríkið ákvað að taka yfir 75 prósenta hlut í Glitni í lok september 2009. Jón Þór Sturluson var fenginn til fundarins í hans stað. Fyrir Landsdómi sagði Björgvin við Andra Árnason, verjanda Geirs, að hann hefði gert athugasemd varðandi þetta við Geir og Ingibjörgu eftir þá helgi. Á miðvikudag bar svo Áslaug Árnadóttir, sem var ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu frá september 2007 fram á mitt ár 2008, að ekki hafi skort á pólitíska stefnumörkun í samráðshópnum um fjármálastöðugleika, en í honum átti hún sæti. Deginum áður talaði Davíð Oddsson á aðra leið fyrir dómnum. Áslaug taldi jafnframt að allar upplýsingar úr hópnum hefðu skilað sér til viðskiptaráðherrans. Lítið gert segja bankamennHvað varðar ákæru um að Geir hafi vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum til að draga úr stærð bankakerfisins, hvort þar undir falli að hafa ekki gætt þess að Fjármálaeftirlitið (FME) hefði burði til þess að veita bönkunum aðhald, kom fram, bæði í máli Jóns Sigurðssonar, fyrrum stjórnarformanns FME á miðvikudegi og Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrum forstjóra FME, á fimmtudeginum, að eftirlitið hafi verið allt of veikburða fyrir hrun. Á miðvikudag kom hins vegar fram í máli Ingimundar Friðrikssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, að ógerlegt hefði verið að flytja bankana úr landi eða minnka kerfið með eignasölu þegar komið var fram á árið 2008. Í máli Jóns Þórs Sturlusonar, fyrrum aðstoðarmanns Björgvins G. Sigurðssonar, á fimmtudag kom líka fram að eftir fund ráðherra með Davíð Oddssyni í febrúar 2008 hefði Jóni og Bolla Þór Bollasyni, ráðuneytisstjóra Geirs, verið falið að safna tillögum sem gætu verið viðbragð við válegum tíðindum á fjármálamarkaði. Jón Þór hafi lagt til að koma mætti í veg fyrir sveiflur með því að heimila bönkum að færa bókhald og uppgjör í erlendum gjaldmiðlum. Þá hafi í bankakreppu Svía árið 1992 yfirlýsing þeirra um inngöngu í Evrópusambandið ein og sér haft jákvæð áhrif á stöðu landsins. Fyrir liggur að hér á landi gripu stjórnvöld ekki til neinna slíkra ráða fyrir hrun. En hvort heimfæra má það aðgerðaleysi upp á ákæruatriði á hendur Geir Haarde er svo annað mál. Hvað varðar ákæru um að Geir hafi ekki beitt sér til að láta ríkisvaldið hafa uppi aðgerðir til að draga úr stærð bankakerfisins er ljóst að framburður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, og Þorsteins Más Baldvinssonar, fyrrum stjórnarformanns Glitnis, á fimmtudag styðja þann ákærulið. Báðir bera að stjórnvöld hafi engan þrýsting haft uppi um að bankarnir seldu eignir eða minnkuðu efnahagsreikninga sína. Þá kom raunar fram í máli Hreiðars að neyðarlögin hafi stuðlað að falli bankans, sem hann taldi að væri kominn fyrir vind, því að með mismunun þeirra á innlendum og erlendum kröfuhöfum hafi enginn viljað eiga viðskipti við Kaupþing. Má velta fyrir sér hvernig sú afleiðing rímar við það hvort Geir hafi gætt þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda væru markvissar og árangursríkar. Vitnisburður Tryggva Þórs Herbertssonar, fyrrum efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, á föstudag gengur þó í aðra átt en forsvarsmanna Kaupþings og Glitnis hvað varðar viðleitni stjórnvalda. Hann lýsti áætlunum um stórfelldar sameiningar banka og tilflutning á starfsemi sem uppi voru í ágúst 2008. Spurningin er þó hvort þær áætlanir hafi verið nógu snemma á ferðinni. Vitnaleiðslum á að ljúka á morgun, þriðjudag, en í dag eiga að bera vitni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, og Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans. Landsdómur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Túlkun á því hvort málflutningur vitna fyrir Landsdómi í síðustu viku styðji ákærur á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vill skiptast í tvö horn eftir persónulegri afstöðu manna. Margir telja þó að málflutningur í byrjun síðustu viku, þegar embættismenn báru vitni, hafi fremur stutt málstað Geirs, meðan aðeins hafi hallað á hann síðar í vikunni. Vitnaleiðslur fyrir Landsdómi vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, eru langt komnar. Geir ber sjálfur af sér allar sakir, en torráðnara er að leggja mat á hvort vitnisburður annarra sé honum í hag, eða hvort þær styðji ákæruliðina fjóra. Þá má velta því fyrir sér hversu þungt málflutningur fyrir Landsdómi komi til með að vega þegar upp er staðið. Lögmenn sem leitað hefur verið til segja vitnaleiðslurnar væntanlega miða að því að skýra einstök atriði, en líklegast verði dómur á endanum byggður á skriflegum gögnum sem liggi fyrir í miklum mæli. Þá virðist sem afstaða manna til vægis málflutnings vitna í tengslum við ákæruatriði ráðist oft af pólitík og í þeim efnum skiptist fólk í tvö horn. Á eftir Geir báru vitni Davíð Oddsson, fyrrum formaður bankastjórnar Seðlabankans, Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur bankans og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. „Ég er ekki hér til að bera neina sök á fyrrverandi forsætisráðherra. Mér kemur það ekki til hugar og get ekki hugsað mér það,“ sagði Davíð fyrir Landsdómi. Almennt er talið að fyrstu vitnisburðirnir fyrir dómi hafi stutt þann málflutning að Geir hafi gert það sem hægt var í stöðunni og við landsstjórnina, en regluverk og aðstæður hér heima sem og erlendis gert að verkum að ekkert hafi verið hægt að gera til að bjarga bönkunum frá hruni. Þannig tók Björgin G. Sigurðsson undir með Geir að unnið hafi verið eins hratt og mögulegt var að því að flytja Icesave-reikningana í dótturfélög, en þar hafi helsti þröskuldurinn verið breska fjármálaeftirlitið sem sífellt hafi sett strangari skilyrði fyrir slíkri breytingu. Þá taldi hann, líkt og Geir, að samráðshópurinn um fjármálastöðugleika hafi gert allt sem honum hafi borið að gera. Þá kom fram í máli Arnórs að eftir á að hyggja hafi síðasti möguleikinn til að bjarga íslensku bönkunum runnið stórvöldum úr greipum árið 2005. „Lausafjárkreppa er eins og hjartaáföll en eiginfjárkreppa eins og krabbamein. Það sást þegar í ljós kom að þarna var dauðvona krabbameinssjúklingur að fá hjartaáfall,“ sagði hann um hrun bankanna haustið 2008. Björgvin var ekki kallaður tilAf þeim sem fyrst báru vitni á eftir Geir H. Haarde sjálfum má helst finna hluti sem kynnu að styðja ákæruatriði á hendur honum í orðum Davíðs Oddssonar. Þrátt fyrir að Davíð hafi áréttað að Geir hafi ekki átt möguleika á að koma í veg fyrir bankahrunið þá fannst honum Geir ekki taka nægilegt mark á orðum hans í aðdraganda hrunsins. Áhyggjur af stöðu bankanna hafi hann reglulega látið í ljós við bæði samstarfsmenn sína í Seðlabankanum og við Geir sjálfan reglulega allt frá miðju ári 2007. Upplýsingar hafi verið veittar á lokuðum fundum og þær hafi verið of viðkvæmar til að geta ratað í opinber gögn frá Seðlabankanum. Þá sagðist Davíð telja að Geir hefði ekkert getað gert til að liðka fyrir flutningi Icesave-reikninganna í erlend dótturfélög. Það hefði þess utan verið á verksviði Björgvins G. Sigurðssonar, ráðherra bankamála. Mögulega kann því að vera að skortur á því að Geir sæi til þess að viðvaranir seðlabankastjórans um bága stöðu bankakerfisins rötuðu inn á borð ráðherrafunda, eða jafnvel beint inn á borð Björgvins G. Sigurðssonar bankamálaráðherra varði við fjórða lið ákæranna á hendur Geir. Fyrir dómi bar hins vegar Björgvin sjálfur að hann teldi sig ekki á nokkurn hátt hafa verið leyndan upplýsingum í aðdraganda hrunsins. Fram hefur hins vegar komið að Björgvin var ekki kallaður til funda í Seðlabankanum helgina sem ríkið ákvað að taka yfir 75 prósenta hlut í Glitni í lok september 2009. Jón Þór Sturluson var fenginn til fundarins í hans stað. Fyrir Landsdómi sagði Björgvin við Andra Árnason, verjanda Geirs, að hann hefði gert athugasemd varðandi þetta við Geir og Ingibjörgu eftir þá helgi. Á miðvikudag bar svo Áslaug Árnadóttir, sem var ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu frá september 2007 fram á mitt ár 2008, að ekki hafi skort á pólitíska stefnumörkun í samráðshópnum um fjármálastöðugleika, en í honum átti hún sæti. Deginum áður talaði Davíð Oddsson á aðra leið fyrir dómnum. Áslaug taldi jafnframt að allar upplýsingar úr hópnum hefðu skilað sér til viðskiptaráðherrans. Lítið gert segja bankamennHvað varðar ákæru um að Geir hafi vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum til að draga úr stærð bankakerfisins, hvort þar undir falli að hafa ekki gætt þess að Fjármálaeftirlitið (FME) hefði burði til þess að veita bönkunum aðhald, kom fram, bæði í máli Jóns Sigurðssonar, fyrrum stjórnarformanns FME á miðvikudegi og Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrum forstjóra FME, á fimmtudeginum, að eftirlitið hafi verið allt of veikburða fyrir hrun. Á miðvikudag kom hins vegar fram í máli Ingimundar Friðrikssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, að ógerlegt hefði verið að flytja bankana úr landi eða minnka kerfið með eignasölu þegar komið var fram á árið 2008. Í máli Jóns Þórs Sturlusonar, fyrrum aðstoðarmanns Björgvins G. Sigurðssonar, á fimmtudag kom líka fram að eftir fund ráðherra með Davíð Oddssyni í febrúar 2008 hefði Jóni og Bolla Þór Bollasyni, ráðuneytisstjóra Geirs, verið falið að safna tillögum sem gætu verið viðbragð við válegum tíðindum á fjármálamarkaði. Jón Þór hafi lagt til að koma mætti í veg fyrir sveiflur með því að heimila bönkum að færa bókhald og uppgjör í erlendum gjaldmiðlum. Þá hafi í bankakreppu Svía árið 1992 yfirlýsing þeirra um inngöngu í Evrópusambandið ein og sér haft jákvæð áhrif á stöðu landsins. Fyrir liggur að hér á landi gripu stjórnvöld ekki til neinna slíkra ráða fyrir hrun. En hvort heimfæra má það aðgerðaleysi upp á ákæruatriði á hendur Geir Haarde er svo annað mál. Hvað varðar ákæru um að Geir hafi ekki beitt sér til að láta ríkisvaldið hafa uppi aðgerðir til að draga úr stærð bankakerfisins er ljóst að framburður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, og Þorsteins Más Baldvinssonar, fyrrum stjórnarformanns Glitnis, á fimmtudag styðja þann ákærulið. Báðir bera að stjórnvöld hafi engan þrýsting haft uppi um að bankarnir seldu eignir eða minnkuðu efnahagsreikninga sína. Þá kom raunar fram í máli Hreiðars að neyðarlögin hafi stuðlað að falli bankans, sem hann taldi að væri kominn fyrir vind, því að með mismunun þeirra á innlendum og erlendum kröfuhöfum hafi enginn viljað eiga viðskipti við Kaupþing. Má velta fyrir sér hvernig sú afleiðing rímar við það hvort Geir hafi gætt þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda væru markvissar og árangursríkar. Vitnisburður Tryggva Þórs Herbertssonar, fyrrum efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, á föstudag gengur þó í aðra átt en forsvarsmanna Kaupþings og Glitnis hvað varðar viðleitni stjórnvalda. Hann lýsti áætlunum um stórfelldar sameiningar banka og tilflutning á starfsemi sem uppi voru í ágúst 2008. Spurningin er þó hvort þær áætlanir hafi verið nógu snemma á ferðinni. Vitnaleiðslum á að ljúka á morgun, þriðjudag, en í dag eiga að bera vitni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, og Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans.
Landsdómur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira