Einelti hefur dregist saman um þriðjung á fimm árum 22. mars 2012 06:00 Á árunum 2007 til 2011 hefur einelti dregist saman á landsvísu um þriðjung, nemendum fækkar sem leggja í einelti og nemendur telja kennara og aðra starfsmenn beita sér meira. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli. Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar, segir niðurstöður eineltisrannsókna sem gerðar eru á hverju ári sýna að skólarnir standi sig afar vel. „Þetta hefur ekki áunnist á einni nóttu en hægt og bítandi er þessi vinna að bera ávöxt. Ég lít þó aðeins á þetta sem áfangasigur því eitt barn sem lagt er í einelti er einu barni of mikið." Átta þúsund nemendur svöruðu könnuninni að þessu sinni en Olweusar-áætluninni er fylgt í 56 grunnskólum hér á landi, sem fer nærri því að vera einn af hverjum þremur grunnskólum hér á landi. Skólunum hefur fækkað lítillega en það er skólanna að greiða fyrir þjónustuna. Þorlákur segir að vitund samfélagsins um einelti hafi aukist og foreldrar geri jafnframt meiri kröfur. „Ef litið er tíu ár aftur í tímann gæti ég trúað að tíundi hver nemandi hafi þá orðið fyrir einelti. Núna eru þeir innan við fimm prósent hjá þeim skólum sem við höfum upplýsingar um. Ég get ekki sagt til um hvernig þetta er í öðrum skólum." Niðurstaða könnunarinnar sýnir að einelti í 5.-10. bekk mælist 4,8% að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni en eineltið var 7,6% á sama tíma haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík er nú 4,6% en var 6,9% árið 2007. Nemendur staðfesta í könnuninni að umsjónarkennarar geri meira til að koma í veg fyrir einelti og að kennarar og aðrir starfsmenn grípi meira inn í til að stöðva einelti. Þá séu aðrir nemendur líka meira á varðbergi og grípi frekar inn í eineltisatburði. 1,7% nemenda segjast leggja aðra nemendur í einelti og hefur gerendum fækkað um tæplega helming frá árinu 2007. - shá Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Á árunum 2007 til 2011 hefur einelti dregist saman á landsvísu um þriðjung, nemendum fækkar sem leggja í einelti og nemendur telja kennara og aðra starfsmenn beita sér meira. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli. Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar, segir niðurstöður eineltisrannsókna sem gerðar eru á hverju ári sýna að skólarnir standi sig afar vel. „Þetta hefur ekki áunnist á einni nóttu en hægt og bítandi er þessi vinna að bera ávöxt. Ég lít þó aðeins á þetta sem áfangasigur því eitt barn sem lagt er í einelti er einu barni of mikið." Átta þúsund nemendur svöruðu könnuninni að þessu sinni en Olweusar-áætluninni er fylgt í 56 grunnskólum hér á landi, sem fer nærri því að vera einn af hverjum þremur grunnskólum hér á landi. Skólunum hefur fækkað lítillega en það er skólanna að greiða fyrir þjónustuna. Þorlákur segir að vitund samfélagsins um einelti hafi aukist og foreldrar geri jafnframt meiri kröfur. „Ef litið er tíu ár aftur í tímann gæti ég trúað að tíundi hver nemandi hafi þá orðið fyrir einelti. Núna eru þeir innan við fimm prósent hjá þeim skólum sem við höfum upplýsingar um. Ég get ekki sagt til um hvernig þetta er í öðrum skólum." Niðurstaða könnunarinnar sýnir að einelti í 5.-10. bekk mælist 4,8% að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni en eineltið var 7,6% á sama tíma haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík er nú 4,6% en var 6,9% árið 2007. Nemendur staðfesta í könnuninni að umsjónarkennarar geri meira til að koma í veg fyrir einelti og að kennarar og aðrir starfsmenn grípi meira inn í til að stöðva einelti. Þá séu aðrir nemendur líka meira á varðbergi og grípi frekar inn í eineltisatburði. 1,7% nemenda segjast leggja aðra nemendur í einelti og hefur gerendum fækkað um tæplega helming frá árinu 2007. - shá
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira