Þótti erfitt að drepa fyrsta fórnarlambið 21. apríl 2012 14:45 Anders Behring Breivik hélt áfram vitnisburði sínum í gær og lýsti fyrir viðstöddum morðunum í Útey með nákvæmum hætti. nordicphotos/afp Anders Behring Breivik lýsti í gær morðum sínum í Útey fyrir rétti í Ósló. Mikinn óhug setti að viðstöddum þegar hann lýsti því í smáatriðum hvernig hann myrti ungmenni sem grátbáðu hann að þyrma sér. Óhug setti að viðstöddum í réttarsal í Ósló í gær þegar Anders Behring Breivik lýsti því hvernig hann skaut 69 manns til bana í Útey síðastliðið sumar. Hann ætlaði sér að drepa alla þá 600 sem voru á eyjunni. „„Þið deyið í dag marxistar," æpti ég," lýsti Breivik fyrir réttinum í gær, á fimmta degi réttarhaldanna yfir honum. Ætlunin var að ljúka yfirheyrslum yfir honum í gær, en það tókst ekki og verður því haldið áfram eftir helgi. Hann gaf vitnisburð um alla atburðarrásina í Útey í gær. Breivik segist ekki muna eftir stórum hluta þess tíma sem hann eyddi í Útey þann 22. júlí. Hann gat þó lýst sumum morðanna í miklum smáatriðum. Hann sagði til dæmis frá því þegar hann fór inn í matstofu þar sem hann drap fjölda ungmenna. Sum þeirra voru sem lömuð og hreyfðu sig ekki jafnvel þótt Breivik þyrfti að gera hlé á skothríðinni til þess að hlaða byssur sínar. Sum þóttust vera látin, en hann sagðist hafa skotið þau líka. Hann sagðist hafa undrast viðbrögð þeirra sem stóðu stjarfir meðan hann athafnaði sig. Viðbrögðin hafi komið honum á óvart, þau hafi ekki verið eins og hann hafi séð í sjónvarpi. „Fólk grátbað mig um að þyrma lífi sínu. Ég skaut það bara í höfuðið." Hann hélt svo áfram för sinni um eyjuna og lokkaði unglinga úr felum með því að segja þeim að hann væri kominn til að gæta öryggis þeirra. Þá skaut hann eins og hann gat. Þá sagði Breivik frá því að hann hafi átt mjög erfitt með að skjóta fyrstu manneskjuna til bana. „Það voru hundrað raddir í höfðinu á mér sem sögðu „ekki gera það, ekki gera það"," sagði hann. Eftir að hann hafði skotið fyrsta skotinu varð auðveldara að halda áfram, að hans sögn. Fyrstu tvö fórnarlömb hans í Útey voru Monica Bøsei, sem sá um búðirnar í eyjunni, og lögreglumaðurinn Trond Berntsen, sem sinnti öryggisgæslu í eyjunni í frítíma sínum. Breivik hélt því jafnframt fram í gær að undir venjulegum kringumstæðum væri hann mjög indæl manneskja, og þætti vænt um fólk í kringum sig. Hann hefði frá árinu 2006 undirbúið sig undir morð og því reynt að loka á tilfinningar sínar. Hann sagði að ef hann hugsaði og reyndi að ná utan um það sem hann gerði myndi hann brotna niður andlega, og því gerði hann það ekki. Hann sagðist telja að norskir fjölmiðlar hefðu ekki fjallað með sanngjörnum hætti um norska Framfaraflokkinn og innflytjendastefnu hans fyrir þingkosningar 2009. Hann kenndi bæði norskum og evrópskum fjölmiðlum um voðaverk sín og sagði þá ritskoða öfgaþjóðernissinna eins og hann. [email protected] Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Anders Behring Breivik lýsti í gær morðum sínum í Útey fyrir rétti í Ósló. Mikinn óhug setti að viðstöddum þegar hann lýsti því í smáatriðum hvernig hann myrti ungmenni sem grátbáðu hann að þyrma sér. Óhug setti að viðstöddum í réttarsal í Ósló í gær þegar Anders Behring Breivik lýsti því hvernig hann skaut 69 manns til bana í Útey síðastliðið sumar. Hann ætlaði sér að drepa alla þá 600 sem voru á eyjunni. „„Þið deyið í dag marxistar," æpti ég," lýsti Breivik fyrir réttinum í gær, á fimmta degi réttarhaldanna yfir honum. Ætlunin var að ljúka yfirheyrslum yfir honum í gær, en það tókst ekki og verður því haldið áfram eftir helgi. Hann gaf vitnisburð um alla atburðarrásina í Útey í gær. Breivik segist ekki muna eftir stórum hluta þess tíma sem hann eyddi í Útey þann 22. júlí. Hann gat þó lýst sumum morðanna í miklum smáatriðum. Hann sagði til dæmis frá því þegar hann fór inn í matstofu þar sem hann drap fjölda ungmenna. Sum þeirra voru sem lömuð og hreyfðu sig ekki jafnvel þótt Breivik þyrfti að gera hlé á skothríðinni til þess að hlaða byssur sínar. Sum þóttust vera látin, en hann sagðist hafa skotið þau líka. Hann sagðist hafa undrast viðbrögð þeirra sem stóðu stjarfir meðan hann athafnaði sig. Viðbrögðin hafi komið honum á óvart, þau hafi ekki verið eins og hann hafi séð í sjónvarpi. „Fólk grátbað mig um að þyrma lífi sínu. Ég skaut það bara í höfuðið." Hann hélt svo áfram för sinni um eyjuna og lokkaði unglinga úr felum með því að segja þeim að hann væri kominn til að gæta öryggis þeirra. Þá skaut hann eins og hann gat. Þá sagði Breivik frá því að hann hafi átt mjög erfitt með að skjóta fyrstu manneskjuna til bana. „Það voru hundrað raddir í höfðinu á mér sem sögðu „ekki gera það, ekki gera það"," sagði hann. Eftir að hann hafði skotið fyrsta skotinu varð auðveldara að halda áfram, að hans sögn. Fyrstu tvö fórnarlömb hans í Útey voru Monica Bøsei, sem sá um búðirnar í eyjunni, og lögreglumaðurinn Trond Berntsen, sem sinnti öryggisgæslu í eyjunni í frítíma sínum. Breivik hélt því jafnframt fram í gær að undir venjulegum kringumstæðum væri hann mjög indæl manneskja, og þætti vænt um fólk í kringum sig. Hann hefði frá árinu 2006 undirbúið sig undir morð og því reynt að loka á tilfinningar sínar. Hann sagði að ef hann hugsaði og reyndi að ná utan um það sem hann gerði myndi hann brotna niður andlega, og því gerði hann það ekki. Hann sagðist telja að norskir fjölmiðlar hefðu ekki fjallað með sanngjörnum hætti um norska Framfaraflokkinn og innflytjendastefnu hans fyrir þingkosningar 2009. Hann kenndi bæði norskum og evrópskum fjölmiðlum um voðaverk sín og sagði þá ritskoða öfgaþjóðernissinna eins og hann. [email protected]
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira