Opinbera afskriftir yfir 100 milljónum 26. apríl 2012 09:30 Fyrsti flutningsmaður Eygló segir málið ekki varða bankaleynd, enda sé um upplýsingar í skattskýrslum að ræða. Um sé að ræða kröfu á þá sem eru skattskyldir til þess að skila upplýsingum til Ríkisskattstjóra.fréttablaðið/gva Allar afskriftir yfir 100 milljónum króna verða gerðar opinberar, ef tillaga efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður að veruleika. Nefndin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til að frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og fleiri þar um verði samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu skulu allir framtalsskyldir aðilar tilgreina allar skuldaeftirgjafir sem þeir hafa fengið, óháð því hvort þær teljist til tekna eða ekki. Allar afskriftir að fjárhæð 100 milljónir eða meira verði síðan birtar í álagningaskrá og skattskrá, ásamt upplýsingum um frá hverjum þær stafa. Eygló segir tilgang frumvarpsins þann að gæta jafnræðis. Ljóst sé að afskrifa þurfi hluta skulda og mikilvægt sé að taka þann hluta sem ekki er hægt að borga út úr kerfinu. „Það er mikilvægt að jafnræðis og sanngirnis sé gætt við það. Að fjármálafyrirtæki geti staðið fyrir framan þjóðina og rökstutt hvernig staðið er að afskriftunum. Með þessu er verið að tryggja gagnsæi." Eygló segir ekki síður mikilvægt að tryggja jafnræði varðandi það hvaða upplýsingar eru gerðar opinberar. „Það hafa vaknað ýmsar spurningar um það af hverju upplýsingar um sum fyrirtæki koma fram í fjölmiðlum, en önnur ekki. Það er óeðlilegt að handvelja þær upplýsingar sem almenningur fær um afskriftir." Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir þetta. Óheppilegt sé að til þessa hafi opinberlega birst upplýsingar um sumar afskriftir, en aðrar ekki og mikilvægt sé að gæta jafnræðis í því. Verulegir almannahagsmunir standi til þess að upplýsingarnar verði birtar. „Leynd um verulegar afskriftir er til þess fallin að skapa tortryggni. Það er mikilvægur hluti endurreisnarstarfsins að eyða óþarfa tortryggni og skapa á ný traust á fjármálakerfið. Það verður best gert með opnum og gagnsæjum ferlum og skipulegri miðlun upplýsinga. Þess vegna er það niðurstaða nefndarinnar að mæla með því að frumvarp þingmannanna verði að lögum." [email protected] Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Allar afskriftir yfir 100 milljónum króna verða gerðar opinberar, ef tillaga efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður að veruleika. Nefndin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til að frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og fleiri þar um verði samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu skulu allir framtalsskyldir aðilar tilgreina allar skuldaeftirgjafir sem þeir hafa fengið, óháð því hvort þær teljist til tekna eða ekki. Allar afskriftir að fjárhæð 100 milljónir eða meira verði síðan birtar í álagningaskrá og skattskrá, ásamt upplýsingum um frá hverjum þær stafa. Eygló segir tilgang frumvarpsins þann að gæta jafnræðis. Ljóst sé að afskrifa þurfi hluta skulda og mikilvægt sé að taka þann hluta sem ekki er hægt að borga út úr kerfinu. „Það er mikilvægt að jafnræðis og sanngirnis sé gætt við það. Að fjármálafyrirtæki geti staðið fyrir framan þjóðina og rökstutt hvernig staðið er að afskriftunum. Með þessu er verið að tryggja gagnsæi." Eygló segir ekki síður mikilvægt að tryggja jafnræði varðandi það hvaða upplýsingar eru gerðar opinberar. „Það hafa vaknað ýmsar spurningar um það af hverju upplýsingar um sum fyrirtæki koma fram í fjölmiðlum, en önnur ekki. Það er óeðlilegt að handvelja þær upplýsingar sem almenningur fær um afskriftir." Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir þetta. Óheppilegt sé að til þessa hafi opinberlega birst upplýsingar um sumar afskriftir, en aðrar ekki og mikilvægt sé að gæta jafnræðis í því. Verulegir almannahagsmunir standi til þess að upplýsingarnar verði birtar. „Leynd um verulegar afskriftir er til þess fallin að skapa tortryggni. Það er mikilvægur hluti endurreisnarstarfsins að eyða óþarfa tortryggni og skapa á ný traust á fjármálakerfið. Það verður best gert með opnum og gagnsæjum ferlum og skipulegri miðlun upplýsinga. Þess vegna er það niðurstaða nefndarinnar að mæla með því að frumvarp þingmannanna verði að lögum." [email protected]
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira