Fordómar fjúka ef þeim er sleppt Héðinn Unnsteinsson skrifar 11. júní 2012 06:00 Þriðjudaginn 5. júní skrifaði ung kona, Guðrún Runólfsdóttir, grein í þetta blað undir yfirskriftinni „látum fordómana fjúka". Mig langar að þakka Guðrúnu fyrir að halda umræðunni um fordóma og mismunun gagnvart þeim sem greinast með geðraskanir opinni. Sá sem þetta skrifar veit að það þarf áræði og kjark til þess að tjá sig um eigið geð. Umræðan um geðheilbrigðismál á Íslandi hefur, eins og umræða um marga aðra málaflokka, verið tvípóla. Við erum öll sammála um það að það búi allir við misgóða geðheilsu. Það var á þeim nótum að geðheilsuna ættum við sameiginlega, sem verkefnið Geðrækt var sett á laggirnar fyrir 12 árum síðan. Það að við gætum öll ræktað og eflt okkar geðheilsu, hversu mikið sem við ættum af henni. Afurðum verkefnisins s.s. geðorðunum 10 var beint til allra. Eitt af markmiðunum var að draga úr fordómum og sameina landsmenn um forskeytið „geð" hvað svo sem fylgdi í kjölfar þess. Það er nú svo að þrátt fyrir alla umræðuna um geðheilbrigðsmál síðustu áratugina þá er það upplifun mín, sem endurspeglast að hluta í rannsókn Jóns Gunnars Bernburgs og Sigrúnar Ólafsdóttur um fordóma gegn fólki með geðraskanir, að fordómar séu enn miklir þó mismununin sé ekki sýnileg. Fordómarnir liggja í djúpinu en oftast er allt kyrrt á yfirborðinu. Fordómar eru eins og innri forskrift sem lifir innan hverrar mannveru eins og kalkípappír sem áþreifanlegt birtingarform mismununar endurspeglast í gegnum. Birtast í orði og athöfn. Það að lifa óklofinni tilveru og tala opinskátt um geðheilbrigðismál og eigin reynslu krefst styrks. Um leið og ég þakka Guðrúnu aftur fyrir einlægni hennar og áeggjan um breytingar hvet ég hana til að halda áfram. Jafnframt vil ég hvetja þann u.þ.b. fjórðung landsmanna sem glímir við geðraskanir að gera slíkt hið sama. En gleyma því ekki að á sama tíma á sá fjórðungur geðheilsuna sameiginlega með öllum landsmönnum og um hana eigum við að sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Héðinn Unnsteinsson Tengdar fréttir Látum fordómana fjúka! Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. 5. júní 2012 06:00 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 5. júní skrifaði ung kona, Guðrún Runólfsdóttir, grein í þetta blað undir yfirskriftinni „látum fordómana fjúka". Mig langar að þakka Guðrúnu fyrir að halda umræðunni um fordóma og mismunun gagnvart þeim sem greinast með geðraskanir opinni. Sá sem þetta skrifar veit að það þarf áræði og kjark til þess að tjá sig um eigið geð. Umræðan um geðheilbrigðismál á Íslandi hefur, eins og umræða um marga aðra málaflokka, verið tvípóla. Við erum öll sammála um það að það búi allir við misgóða geðheilsu. Það var á þeim nótum að geðheilsuna ættum við sameiginlega, sem verkefnið Geðrækt var sett á laggirnar fyrir 12 árum síðan. Það að við gætum öll ræktað og eflt okkar geðheilsu, hversu mikið sem við ættum af henni. Afurðum verkefnisins s.s. geðorðunum 10 var beint til allra. Eitt af markmiðunum var að draga úr fordómum og sameina landsmenn um forskeytið „geð" hvað svo sem fylgdi í kjölfar þess. Það er nú svo að þrátt fyrir alla umræðuna um geðheilbrigðsmál síðustu áratugina þá er það upplifun mín, sem endurspeglast að hluta í rannsókn Jóns Gunnars Bernburgs og Sigrúnar Ólafsdóttur um fordóma gegn fólki með geðraskanir, að fordómar séu enn miklir þó mismununin sé ekki sýnileg. Fordómarnir liggja í djúpinu en oftast er allt kyrrt á yfirborðinu. Fordómar eru eins og innri forskrift sem lifir innan hverrar mannveru eins og kalkípappír sem áþreifanlegt birtingarform mismununar endurspeglast í gegnum. Birtast í orði og athöfn. Það að lifa óklofinni tilveru og tala opinskátt um geðheilbrigðismál og eigin reynslu krefst styrks. Um leið og ég þakka Guðrúnu aftur fyrir einlægni hennar og áeggjan um breytingar hvet ég hana til að halda áfram. Jafnframt vil ég hvetja þann u.þ.b. fjórðung landsmanna sem glímir við geðraskanir að gera slíkt hið sama. En gleyma því ekki að á sama tíma á sá fjórðungur geðheilsuna sameiginlega með öllum landsmönnum og um hana eigum við að sameinast.
Látum fordómana fjúka! Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. 5. júní 2012 06:00
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar