Ábyrgð Ólafs Sveinbjörn Finnsson skrifar 26. júní 2012 09:30 Íslendingar eru svo heppnir að búa í einu af þróuðustu samfélögum heims. Ekkert samfélag er þó fullkomið eins og við komumst að haustið 2008. Í rannsóknarskýrslu Alþingis var skoðaður þáttur þeirra sem báru ábyrgð á íslenska efnahagsundrinu og afleiðingum þess. Samkvæmt henni voru það helst stjórnmála- og bankamenn. Einnig segir að breytt gildismat hjá þjóðinni hafi skapað hættulegt andrúmsloft og kemst skýrslan að þeirri niðurstöðu að Ólafur Ragnar, forseti Íslands, beri þar mikla ábyrgð. Ólafur Ragnar hefur alla tíð gert lítið úr þeirri gagnrýni sem kom fram í rannsóknarskýrslunni. Hann hefur farið tvær leiðir þegar hann hefur verið beðinn um að bregðast við gagnrýninni. 1) Hann hefur bent á einstakar staðreyndavillur í skýrslunni til að draga úr trúverðugleika hennar. Þannig forðast hann að svara sanngjörnum spurningum sem vakna við lestur skýrslunnar. Um leið glatar hann því tækifæri að vinna með þjóðinni að nauðsynlegu uppgjöri og verður enn ein hindrunin í því ferli. 2) Ólafur hefur haldið því fram að hegðun sín og framkoma, t.a.m. við ræðu- og fundahöld, hafi ekki verið óeðlileg og vísar þá í tíðaranda þessara ára. Staðreyndin er þó sú að forsetinn var margoft gagnrýndur á árunum 2000-2008 og segir m.a. í rannsóknarskýrslunni: „Fjöldi sagnfræðinga gagnrýndi forsetann harðlega fyrir alhæfingar, þjóðernishroka og úreltar gamaldags túlkanir á sögunni [...]. Forsetinn lét gagnrýnina sem vind um eyru þjóta og endurtók ræðu sína á næstu tveimur árum [þ.e. 2006-2008]." (8. bindi, bls. 174) Ólafur brást ekki við alvarlegum athugasemdum fræðimanna fyrir hrun og stefna hans í þeim efnum hefur bersýnilega ekki tekið neinum breytingum. Hann getur ekki einu sinni hugsað sér að taka undir neinn þeirra þriggja lærdóma sem rannsóknarskýrslan birtir í lok kaflans um hlut forseta. Hann hefur raunar lagt sig fram við að tala gegn þessum þremur skynsamlegu ábendingum. Í fyrsta lagi telur Ólafur ekki þörf á því að skýra frekar hlut forseta í stjórnarskránni. Í öðru lagi vill hann ekki setja reglur um hlutverk forseta í samskiptum hans við önnur ríki. Í þriðja lagi vill Ólafur ekki að forsetaembættinu verði settar siðareglur. Á síðustu árum höfum við stigið mörg stór skref í átt að betra samfélagi. Við höfum ekki alltaf verið sammála um hvaða leiðir séu bestar en höfum þó verið sammála um að breytinga sé þörf. Ólafur Ragnar hefur ekki fylgt þjóðinni í þessum efnum og sýnir enga viðleitni til umbóta. Rannsóknarskýrsla Alþingis er nauðsynlegt veganesti í því uppgjöri sem við vinnum að þessa stundina. Mikilvægasti þáttur þess er að þjóðin öðlist á ný traust á sjálfri sér og þeim sem þjóna samfélaginu. Til þess að það geti átt sér stað er nauðsynlegt að þeir axli ábyrgð sem bera hana. Á laugardag gefst okkur tækifæri til þess að hafa frumkvæði að því að forsetaembættið taki þátt í uppgjörinu með okkur. Með því að kjósa nýjan forseta, fulltrúa nýrrar kynslóðar, sýnum við í verki að við viljum gera upp fortíðina á öllum vígstöðvum og þannig stuðla að betra samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru svo heppnir að búa í einu af þróuðustu samfélögum heims. Ekkert samfélag er þó fullkomið eins og við komumst að haustið 2008. Í rannsóknarskýrslu Alþingis var skoðaður þáttur þeirra sem báru ábyrgð á íslenska efnahagsundrinu og afleiðingum þess. Samkvæmt henni voru það helst stjórnmála- og bankamenn. Einnig segir að breytt gildismat hjá þjóðinni hafi skapað hættulegt andrúmsloft og kemst skýrslan að þeirri niðurstöðu að Ólafur Ragnar, forseti Íslands, beri þar mikla ábyrgð. Ólafur Ragnar hefur alla tíð gert lítið úr þeirri gagnrýni sem kom fram í rannsóknarskýrslunni. Hann hefur farið tvær leiðir þegar hann hefur verið beðinn um að bregðast við gagnrýninni. 1) Hann hefur bent á einstakar staðreyndavillur í skýrslunni til að draga úr trúverðugleika hennar. Þannig forðast hann að svara sanngjörnum spurningum sem vakna við lestur skýrslunnar. Um leið glatar hann því tækifæri að vinna með þjóðinni að nauðsynlegu uppgjöri og verður enn ein hindrunin í því ferli. 2) Ólafur hefur haldið því fram að hegðun sín og framkoma, t.a.m. við ræðu- og fundahöld, hafi ekki verið óeðlileg og vísar þá í tíðaranda þessara ára. Staðreyndin er þó sú að forsetinn var margoft gagnrýndur á árunum 2000-2008 og segir m.a. í rannsóknarskýrslunni: „Fjöldi sagnfræðinga gagnrýndi forsetann harðlega fyrir alhæfingar, þjóðernishroka og úreltar gamaldags túlkanir á sögunni [...]. Forsetinn lét gagnrýnina sem vind um eyru þjóta og endurtók ræðu sína á næstu tveimur árum [þ.e. 2006-2008]." (8. bindi, bls. 174) Ólafur brást ekki við alvarlegum athugasemdum fræðimanna fyrir hrun og stefna hans í þeim efnum hefur bersýnilega ekki tekið neinum breytingum. Hann getur ekki einu sinni hugsað sér að taka undir neinn þeirra þriggja lærdóma sem rannsóknarskýrslan birtir í lok kaflans um hlut forseta. Hann hefur raunar lagt sig fram við að tala gegn þessum þremur skynsamlegu ábendingum. Í fyrsta lagi telur Ólafur ekki þörf á því að skýra frekar hlut forseta í stjórnarskránni. Í öðru lagi vill hann ekki setja reglur um hlutverk forseta í samskiptum hans við önnur ríki. Í þriðja lagi vill Ólafur ekki að forsetaembættinu verði settar siðareglur. Á síðustu árum höfum við stigið mörg stór skref í átt að betra samfélagi. Við höfum ekki alltaf verið sammála um hvaða leiðir séu bestar en höfum þó verið sammála um að breytinga sé þörf. Ólafur Ragnar hefur ekki fylgt þjóðinni í þessum efnum og sýnir enga viðleitni til umbóta. Rannsóknarskýrsla Alþingis er nauðsynlegt veganesti í því uppgjöri sem við vinnum að þessa stundina. Mikilvægasti þáttur þess er að þjóðin öðlist á ný traust á sjálfri sér og þeim sem þjóna samfélaginu. Til þess að það geti átt sér stað er nauðsynlegt að þeir axli ábyrgð sem bera hana. Á laugardag gefst okkur tækifæri til þess að hafa frumkvæði að því að forsetaembættið taki þátt í uppgjörinu með okkur. Með því að kjósa nýjan forseta, fulltrúa nýrrar kynslóðar, sýnum við í verki að við viljum gera upp fortíðina á öllum vígstöðvum og þannig stuðla að betra samfélagi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun