Gerir franska víkingamynd 26. september 2012 11:00 Tekur upp á íslandi Magali Magistry leikstýrir franskri stuttmynd sem tekin verður upp hér á landi í október. Íslenskir leikarar fara með öll hlutverkin.fréttablaðið/valli Framleiðslufyrirtækið Zik Zak kemur að gerð franskrar stuttmyndar sem taka á upp í október. Myndin er á íslensku og gerist að hluta til í íslenskum nútíma og að hluta til á víkingaöld og skartar einvörðungu íslenskum leikurum í aðalhlutverki. Franska leikstýran Magali Magistry leikstýrir myndinni og semur handrit hennar. Myndin verður meðal annars tekin upp á Krýsuvíkursvæðinu og í Reykjavík. Með aðalhlutverk myndarinnar fara Sveinn Ólafur Gunnarsson, Damon Younger og Margrét Bjarnadóttir og með önnur smærri hlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafur Egilsson og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson. Um söguþráð myndarinnar segir Magistry þetta: „Myndin segir frá víkingnum Magnúsi sem er á höttunum eftir illmenninu Bjarna sem hefur rænt barni og konu Magnúsar. Magnús og Bjarni berjast og í miðjum bardaganum heyrist lófaklapp og þá áttar áhorfandinn sig á því að verið er að setja söguna á svið og þá færist sagan til nútímans þar sem Magnús er óvirkur alkóhólisti og eiginkonan hefur skilið við hann og tekið saman við Bjarna." Magistry á íslenska vini og hefur heimsótt landið nokkrum sinnum. Hún kveðst einnig hafa mjög gaman af íslenskri kvikmyndagerð og segir þetta tvennt hafa orðið til þess að hún ákvað að semja kvikmyndahandrit sem gerist á Íslandi. „Ég og tökumaðurinn minn erum einu útlendingarnir sem komum að gerð myndarinnar, allir aðrir eru íslenskir sem er mjög skemmtilegt." Franski kvikmyndasjóðurinn hefur veitt stuttmyndinni fjármagn og hefur sjónvarpsstöðin Arte tryggt sér sýningarréttinn á myndinni sem verður sýnd bæði í Þýskalandi og Frakklandi. - sm Lífið Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Zik Zak kemur að gerð franskrar stuttmyndar sem taka á upp í október. Myndin er á íslensku og gerist að hluta til í íslenskum nútíma og að hluta til á víkingaöld og skartar einvörðungu íslenskum leikurum í aðalhlutverki. Franska leikstýran Magali Magistry leikstýrir myndinni og semur handrit hennar. Myndin verður meðal annars tekin upp á Krýsuvíkursvæðinu og í Reykjavík. Með aðalhlutverk myndarinnar fara Sveinn Ólafur Gunnarsson, Damon Younger og Margrét Bjarnadóttir og með önnur smærri hlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafur Egilsson og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson. Um söguþráð myndarinnar segir Magistry þetta: „Myndin segir frá víkingnum Magnúsi sem er á höttunum eftir illmenninu Bjarna sem hefur rænt barni og konu Magnúsar. Magnús og Bjarni berjast og í miðjum bardaganum heyrist lófaklapp og þá áttar áhorfandinn sig á því að verið er að setja söguna á svið og þá færist sagan til nútímans þar sem Magnús er óvirkur alkóhólisti og eiginkonan hefur skilið við hann og tekið saman við Bjarna." Magistry á íslenska vini og hefur heimsótt landið nokkrum sinnum. Hún kveðst einnig hafa mjög gaman af íslenskri kvikmyndagerð og segir þetta tvennt hafa orðið til þess að hún ákvað að semja kvikmyndahandrit sem gerist á Íslandi. „Ég og tökumaðurinn minn erum einu útlendingarnir sem komum að gerð myndarinnar, allir aðrir eru íslenskir sem er mjög skemmtilegt." Franski kvikmyndasjóðurinn hefur veitt stuttmyndinni fjármagn og hefur sjónvarpsstöðin Arte tryggt sér sýningarréttinn á myndinni sem verður sýnd bæði í Þýskalandi og Frakklandi. - sm
Lífið Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira