Valkostur að vera öryrki? Ragnheiður Sverrisdóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Nokkrir einstaklingar hafa að undanförnu komið fram í fjölmiðlum í nafni Öryrkjabandalags Íslands og fullyrt að þeir hafi ekki valið að verða öryrkjar. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Hún vekur spurningar um hvort maður álíti hugsanlega að fólk velji að verða öryrkjar af því að það sé því á einhvern hátt til framdráttar. Maður staldrar við og veltir fyrir sér eigin viðhorfum til öryrkja og örorku. Það er margt sem við veljum ekki í lífinu eins og t.d. hvaða sjúkdóma við fáum eða hvort við verðum öryrkjar. Við höfum mismunandi afstöðu til sjúkdóma og ég hef heyrt geðfatlað fólk segja: „Bara að ég hefði frekar fengið krabbamein. Þá hefði ég fengið meiri stuðning, meiri samúð og mér væri ekki kennt um að hafa „valið" það að verða geðfötluð." Þetta er skýrt dæmi um hversu ólík viðhorf eru til sjúkdóma og þá ekki síst til geðsjúkdóma borið saman við líkamlega. Slys gera ekki boð á undan sér og þar eiga orð John Lennons sannarlega við: „Life is what happens to you while you're busy making other plans." – „Lífið er það sem á sér stað meðan þú skipuleggur annað." – En það gerist ýmislegt óvænt sem enginn mundi velja en verður samt sem áður að búa við til æviloka. Með auglýsingum ÖBÍ eru öryrkjar ekki að kalla eftir vorkunnsemi heldur þvert á móti skilningi og að mannréttindi þeirra séu virt og að lífsskilyrði þeirra verði bætt. Margir öryrkja leggja mikið af mörkum til samfélags okkar og flestir hafa verið á vinnumarkaði og greitt skatta og gera enn því bætur eru skattskyldar. Enginn sem ekki er til þess neyddur vill vera „áskrifandi" að örorkubótum því þær eru langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins og leiða fólk oft inn í fátæktargildru. En það er mikilvægt að gæta þess að manngildi okkar felst ekki í því hvort við vinnum launavinnu eða ekki. Samfélag okkar er mótað af því viðhorfi að sérhver einstaklingur sé mikilvægur og skuli njóta mannréttinda. Barátta ÖBÍ gengur út á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Nokkrir einstaklingar hafa að undanförnu komið fram í fjölmiðlum í nafni Öryrkjabandalags Íslands og fullyrt að þeir hafi ekki valið að verða öryrkjar. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Hún vekur spurningar um hvort maður álíti hugsanlega að fólk velji að verða öryrkjar af því að það sé því á einhvern hátt til framdráttar. Maður staldrar við og veltir fyrir sér eigin viðhorfum til öryrkja og örorku. Það er margt sem við veljum ekki í lífinu eins og t.d. hvaða sjúkdóma við fáum eða hvort við verðum öryrkjar. Við höfum mismunandi afstöðu til sjúkdóma og ég hef heyrt geðfatlað fólk segja: „Bara að ég hefði frekar fengið krabbamein. Þá hefði ég fengið meiri stuðning, meiri samúð og mér væri ekki kennt um að hafa „valið" það að verða geðfötluð." Þetta er skýrt dæmi um hversu ólík viðhorf eru til sjúkdóma og þá ekki síst til geðsjúkdóma borið saman við líkamlega. Slys gera ekki boð á undan sér og þar eiga orð John Lennons sannarlega við: „Life is what happens to you while you're busy making other plans." – „Lífið er það sem á sér stað meðan þú skipuleggur annað." – En það gerist ýmislegt óvænt sem enginn mundi velja en verður samt sem áður að búa við til æviloka. Með auglýsingum ÖBÍ eru öryrkjar ekki að kalla eftir vorkunnsemi heldur þvert á móti skilningi og að mannréttindi þeirra séu virt og að lífsskilyrði þeirra verði bætt. Margir öryrkja leggja mikið af mörkum til samfélags okkar og flestir hafa verið á vinnumarkaði og greitt skatta og gera enn því bætur eru skattskyldar. Enginn sem ekki er til þess neyddur vill vera „áskrifandi" að örorkubótum því þær eru langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins og leiða fólk oft inn í fátæktargildru. En það er mikilvægt að gæta þess að manngildi okkar felst ekki í því hvort við vinnum launavinnu eða ekki. Samfélag okkar er mótað af því viðhorfi að sérhver einstaklingur sé mikilvægur og skuli njóta mannréttinda. Barátta ÖBÍ gengur út á það.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar