Íslensku lopasokkarnir í útrás til Kanada 26. október 2012 09:00 Íslenska ullin vinsæl Birgitta Ásgrímsdóttir segir Varma hafa sent sokkana glóðvolga úr vélunum til Kanada. Fréttablaðið/Anton „Kanadabúar eru ekki hræddir við ullina þó að hún stingi smá," segir Birgitta Ásgrímsdóttir, sölu-og markaðsstjóri hjá prjónafyrirtækinu Varma sem nýverið hóf útrás á íslensku ullarsokkunum til Kanada. Það var skóframleiðandinn Ecco sem heillaðist af klassísku gráyrjóttu ullarsokkunum sem flestir Íslendingar ættu að kannast vel við. Aðstandendur skóframleiðandans fræga rákust á sokkana í lítilli vefverslun sem 86 ára gamall Vestur-Íslendingur rekur þar ytra og höfðu í kjölfarið samband við Varma. Pöntunin hljóðar upp á þúsund ullarsokkapör. Hún barst fyrir tveimur vikum og sokkarnir eiga að vera komnir í allar Ecco-búðir í Kanada fyrir mánaðamót. „Þetta er mjög stórt fyrir okkur. Við seljum um tíu þúsund pör af þessari tegund á ári svo þetta er ágætis viðbót við það." Allt hefur verið á fullu síðustu vikur í verksmiðju Varma á Akureyri þar sem fimmtán starfsmenn standa vaktina. „Það hefur verið mikill hamagangur hérna vegna þessa. Við höfum sent sokkana út glóðvolga úr vélunum um leið og þeir eru tilbúnir." Birgitta segir að íslensku lopasokkunum verði stillt upp með útvistarskólínu Ecco. Hún telur að þetta sé hugsanlegt upphaf að auknum vinsældum íslensku ullarinnar á heimsvísu. „Við erum að dýfa litlu tánni í stóran markað og þetta er spennandi tækifæri fyrir okkur. Í augnablikinu er aukin eftirspurn eftir efnum á borð við íslensku ullina, sem er unnin í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og er ekki fjöldaframleidd." - áp Lífið Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Kanadabúar eru ekki hræddir við ullina þó að hún stingi smá," segir Birgitta Ásgrímsdóttir, sölu-og markaðsstjóri hjá prjónafyrirtækinu Varma sem nýverið hóf útrás á íslensku ullarsokkunum til Kanada. Það var skóframleiðandinn Ecco sem heillaðist af klassísku gráyrjóttu ullarsokkunum sem flestir Íslendingar ættu að kannast vel við. Aðstandendur skóframleiðandans fræga rákust á sokkana í lítilli vefverslun sem 86 ára gamall Vestur-Íslendingur rekur þar ytra og höfðu í kjölfarið samband við Varma. Pöntunin hljóðar upp á þúsund ullarsokkapör. Hún barst fyrir tveimur vikum og sokkarnir eiga að vera komnir í allar Ecco-búðir í Kanada fyrir mánaðamót. „Þetta er mjög stórt fyrir okkur. Við seljum um tíu þúsund pör af þessari tegund á ári svo þetta er ágætis viðbót við það." Allt hefur verið á fullu síðustu vikur í verksmiðju Varma á Akureyri þar sem fimmtán starfsmenn standa vaktina. „Það hefur verið mikill hamagangur hérna vegna þessa. Við höfum sent sokkana út glóðvolga úr vélunum um leið og þeir eru tilbúnir." Birgitta segir að íslensku lopasokkunum verði stillt upp með útvistarskólínu Ecco. Hún telur að þetta sé hugsanlegt upphaf að auknum vinsældum íslensku ullarinnar á heimsvísu. „Við erum að dýfa litlu tánni í stóran markað og þetta er spennandi tækifæri fyrir okkur. Í augnablikinu er aukin eftirspurn eftir efnum á borð við íslensku ullina, sem er unnin í sátt og samlyndi við umhverfi sitt og er ekki fjöldaframleidd." - áp
Lífið Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira