Gefa gömlu kjólunum framhaldslíf 7. desember 2012 07:00 Hildur Rósa og starfsfólk 9 lífa á Laugaveginum efna til kjólaskiptimarkaðar um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Okkur datt þetta í hug því við vitum að svo margir luma á gersemum í fataskápum sínum sem þeir nota ekki lengur,“ segir Hildur Rósa, verslunarstjóri í 9 lífum sem er í kjallaranum í Atmo, Laugavegi 91. Um helgina ætlar verslunin að efna til jólakjólamarkaðar og bjóða viðskiptavinum að koma með gamla kjóla og setja þá í sölu í búðinni. Þegar þeir seljast fær eigandinn svo helming af söluverðinu; ef kjólinn selst á 10 þúsund fær eigandinn 5 þúsund í sinn hlut. Skiptimarkaðurinn er því kjörinn til að koma gamla jólakjólnum í verð og kaupa sér nýjan. „Við getum kallað þetta eins konar umboðssölu. Þetta býr til gott flæði og allir græða. Sá sem selur kjólinn sinn getur keypt sér nýjan og sá sem kaupir fær jólakjól á góðu verði,“ segir Hildur Rósa. Hún býst við að fjölmargir nýti tækifærið og komi gömlu kjólunum sínum í verð en hún ítrekar að allir kjólar séu velkomnir. Skiptimarkaðir á borð við þennan eru þekkt fyrirbæri úti í heimi og auðvelda þeir viðskiptavinum að koma hlutum í verð í stað þess að láta þá hanga ónotaða inni í skáp eða geymslu. „Þetta einfaldar ferlið og er umhverfisvænt. Það að halda fatamarkað eða fara í Kolaportið getur verið mikið umstang sem maður stendur ekki í nema kannski einu sinni á ári.“ Hildur Rósa hvetur alla til að kíkja í fataskápa sína eftir kjólum um helgina. „Þetta er kjörið í jólatiltektinni. Við búumst einnig við að það verði gott kjólaúrval hjá okkur í búðinni í kjölfarið.“- áp Jólafréttir Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Okkur datt þetta í hug því við vitum að svo margir luma á gersemum í fataskápum sínum sem þeir nota ekki lengur,“ segir Hildur Rósa, verslunarstjóri í 9 lífum sem er í kjallaranum í Atmo, Laugavegi 91. Um helgina ætlar verslunin að efna til jólakjólamarkaðar og bjóða viðskiptavinum að koma með gamla kjóla og setja þá í sölu í búðinni. Þegar þeir seljast fær eigandinn svo helming af söluverðinu; ef kjólinn selst á 10 þúsund fær eigandinn 5 þúsund í sinn hlut. Skiptimarkaðurinn er því kjörinn til að koma gamla jólakjólnum í verð og kaupa sér nýjan. „Við getum kallað þetta eins konar umboðssölu. Þetta býr til gott flæði og allir græða. Sá sem selur kjólinn sinn getur keypt sér nýjan og sá sem kaupir fær jólakjól á góðu verði,“ segir Hildur Rósa. Hún býst við að fjölmargir nýti tækifærið og komi gömlu kjólunum sínum í verð en hún ítrekar að allir kjólar séu velkomnir. Skiptimarkaðir á borð við þennan eru þekkt fyrirbæri úti í heimi og auðvelda þeir viðskiptavinum að koma hlutum í verð í stað þess að láta þá hanga ónotaða inni í skáp eða geymslu. „Þetta einfaldar ferlið og er umhverfisvænt. Það að halda fatamarkað eða fara í Kolaportið getur verið mikið umstang sem maður stendur ekki í nema kannski einu sinni á ári.“ Hildur Rósa hvetur alla til að kíkja í fataskápa sína eftir kjólum um helgina. „Þetta er kjörið í jólatiltektinni. Við búumst einnig við að það verði gott kjólaúrval hjá okkur í búðinni í kjölfarið.“- áp
Jólafréttir Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira