Fær aldrei frí á jólunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2012 08:00 Það er sterk hefð fyrir því í NBA-deildinni að spila á jóladag og það þykir mikill heiður fyrir lið og leikmenn að spila á þessum degi þrátt fyrir að það spilli mikið fyrir jólahaldi fjölskyldu leikmannanna. Á þessum degi fá nefnilega aðeins að spila skemmtilegustu og áhugaverðustu lið deildarinnar. Einn er sá leikmaður í NBA-deildinni sem er fastagestur í sjónvörpum Bandaríkjamanna á jóladag og það er Los Angeles Lakers-maðurinn Kobe Bryant. Vegna þessa hefur Kobe ekki fengið að eyða miklum tíma með fjölskyldu sinni á hápunkti jólanna en hann er að nú að spila á þessum degi fjórtánda árið í röð.Fimm leikir og einn í beinni hér Eins og undanfarin fjögur ár fara fram fimm leikir á jóladag og fyrir körfuboltaáhugamanninn þá eru þeir hver á fætur öðrum þannig að það er hægt að horfa á NBA-leik í beinni samfellt í meira en þrettán klukkustundir. Stöð 2 Sport mun sýna leik Oklahoma City Thunder og Miami Heat klukkan 22.30 en þarna mætast liðin sem komust alla leið í lokaúrslitin á síðustu leiktíð. Miami Heat liðið hafði þá betur. Kobe Bryant og félagar taka á móti liði New York Knicks í öðrum leik dagsins sem hefst klukkan átta að íslenskum tíma. Fyrsti leikur kvöldsins er á milli Brooklyn Nets og Boston Celtics. Eftir leik Oklahoma City Thunder og Miami Heat spila síðan Chicago Bulls-Houston Rockets og Los Angeles Clippers-Denver Nuggets. Kobe bætti leikjamet þeirra Dolph Schayes, Earl Monroe og Shaquille O'Neal í fyrra en allir spiluðu þeir á sínum tíma þrettán leiki 25. desember. Bryant hefur nú skorað 349 stig í 14 leikjum á jóladegi eða 24,9 stig að meðaltali í leik og þar dregur hann niður fyrsti leikurinn þegar hann fékk aðeins að spreyta sig í fimm mínútur.Oscar Robertson á metið Kobe er nú 28 stigum frá því að jafna stigamet Oscars Robertson sem skoraði 377 stig í 12 leikjum eða 31,4 að meðaltali. Robertson var einnig með 12,1 stoðsendingu að meðaltali í þessum tólf leikjum sínum á jóladegi. Michael Jordan náði aðeins að spila sex leiki á jóladegi en hann skoraði í þeim 170 stig eða 28,3 að meðaltali í leik. Jerry West var með 32,2 stig í leik á þessum degi og Wilt Chamberlain skoraði 31,7 stig að meðaltali. Hér til hliðar má sjá yfirlit yfir alla leiki Kobe á jóladegi og það er ljóst á þeirri upptalningu að kappinn hefur látið til sín taka á þessum degi enda bæði að skora, skjóta og spila mikið í öllum þessum fjórtán leikjum. NBA Mest lesið „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Það er sterk hefð fyrir því í NBA-deildinni að spila á jóladag og það þykir mikill heiður fyrir lið og leikmenn að spila á þessum degi þrátt fyrir að það spilli mikið fyrir jólahaldi fjölskyldu leikmannanna. Á þessum degi fá nefnilega aðeins að spila skemmtilegustu og áhugaverðustu lið deildarinnar. Einn er sá leikmaður í NBA-deildinni sem er fastagestur í sjónvörpum Bandaríkjamanna á jóladag og það er Los Angeles Lakers-maðurinn Kobe Bryant. Vegna þessa hefur Kobe ekki fengið að eyða miklum tíma með fjölskyldu sinni á hápunkti jólanna en hann er að nú að spila á þessum degi fjórtánda árið í röð.Fimm leikir og einn í beinni hér Eins og undanfarin fjögur ár fara fram fimm leikir á jóladag og fyrir körfuboltaáhugamanninn þá eru þeir hver á fætur öðrum þannig að það er hægt að horfa á NBA-leik í beinni samfellt í meira en þrettán klukkustundir. Stöð 2 Sport mun sýna leik Oklahoma City Thunder og Miami Heat klukkan 22.30 en þarna mætast liðin sem komust alla leið í lokaúrslitin á síðustu leiktíð. Miami Heat liðið hafði þá betur. Kobe Bryant og félagar taka á móti liði New York Knicks í öðrum leik dagsins sem hefst klukkan átta að íslenskum tíma. Fyrsti leikur kvöldsins er á milli Brooklyn Nets og Boston Celtics. Eftir leik Oklahoma City Thunder og Miami Heat spila síðan Chicago Bulls-Houston Rockets og Los Angeles Clippers-Denver Nuggets. Kobe bætti leikjamet þeirra Dolph Schayes, Earl Monroe og Shaquille O'Neal í fyrra en allir spiluðu þeir á sínum tíma þrettán leiki 25. desember. Bryant hefur nú skorað 349 stig í 14 leikjum á jóladegi eða 24,9 stig að meðaltali í leik og þar dregur hann niður fyrsti leikurinn þegar hann fékk aðeins að spreyta sig í fimm mínútur.Oscar Robertson á metið Kobe er nú 28 stigum frá því að jafna stigamet Oscars Robertson sem skoraði 377 stig í 12 leikjum eða 31,4 að meðaltali. Robertson var einnig með 12,1 stoðsendingu að meðaltali í þessum tólf leikjum sínum á jóladegi. Michael Jordan náði aðeins að spila sex leiki á jóladegi en hann skoraði í þeim 170 stig eða 28,3 að meðaltali í leik. Jerry West var með 32,2 stig í leik á þessum degi og Wilt Chamberlain skoraði 31,7 stig að meðaltali. Hér til hliðar má sjá yfirlit yfir alla leiki Kobe á jóladegi og það er ljóst á þeirri upptalningu að kappinn hefur látið til sín taka á þessum degi enda bæði að skora, skjóta og spila mikið í öllum þessum fjórtán leikjum.
NBA Mest lesið „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira