Endurgreiðslur vegna erlendra kvikmynda fjórtánfölduðust Erla Hlynsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 18:45 Endurgreiðslur íslenska ríkisins vegna erlendrar kvikmyndagerðar fjórtánfölduðust á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er aukinn fjöldi erlendra stórmynda sem gerðar eru hér á landi. Ríkissjóður endurgreiðir 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda eftir að verkefnum er lokið, á grundvelli laga frá 1999. Alls var endurgreitt vegna nítján verkefna á síðasta ári, þar af fjögurra erlendra. Ber þar helst að nefna kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, Promotheus eftir Ridley Scott og þættina Game of Thrones. Vakin er athygli á því að sum verkefna sem kvikmynduð voru á síðasta ári eru enn ekki komin til útborgunar þar sem fjárhagsuppgjöri hefur ekki verið skilað, og koma þau til útborgunar á þessu ári. Endurgreiðslur vegna framleiðslu kvikmynda hafa aukist mjög á síðustu árum og heildarupphæðin sem ríkið greiddi á síðasta ári var nánast tvöfalt hærri en sú frá árinu áður, eða 593 milljónir króna. Þegar endurgreiðslur vegna innlendrar kvikmyndagerðar eru skoðaðar kemur í ljós að upphæðin er litlu hærri en árið áður, 295 milljónir árið 2011 en 331 milljón í fyrra.Þau nítján verkefni sem fengu endurgreiðslu frá íslenska ríkinu á síðasta ári.Það varð hins vegar algjör sprenging þegar kemur að endurgreiðslum vegna erlendrar kvikmyndagerðar. Upphæðin var nítján milljónir 2011 en var 262 milljónir í fyrra, sem er fjórtánföldun. Þegar heildarendurgreiðslur fyrir síðasta ár eru skoðaðar sést síðan að 44 prósent þeirra eru vegna erlendrar kvikmyndagerðar sem er mikill munur frá sex prósenum árið áður. „Það tókst svona vel til, eins og í fyrra að fá öll þessi erlendu verkefni. Það eru þrír þættir sem skila því. Það er starfsfólkið hérna sem er alið upp í kvikmyndageiranum á Íslandi, það er landslagið okkar og náttúran, og svo að sjálfsögðu þetta 20 prósenta endurgreiðsluákvæði sem koma til útborgunar eftir að búið er að fjárfesta og eyða þessum peningum hér heima," segir Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Game of Thrones Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Endurgreiðslur íslenska ríkisins vegna erlendrar kvikmyndagerðar fjórtánfölduðust á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er aukinn fjöldi erlendra stórmynda sem gerðar eru hér á landi. Ríkissjóður endurgreiðir 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda eftir að verkefnum er lokið, á grundvelli laga frá 1999. Alls var endurgreitt vegna nítján verkefna á síðasta ári, þar af fjögurra erlendra. Ber þar helst að nefna kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, Promotheus eftir Ridley Scott og þættina Game of Thrones. Vakin er athygli á því að sum verkefna sem kvikmynduð voru á síðasta ári eru enn ekki komin til útborgunar þar sem fjárhagsuppgjöri hefur ekki verið skilað, og koma þau til útborgunar á þessu ári. Endurgreiðslur vegna framleiðslu kvikmynda hafa aukist mjög á síðustu árum og heildarupphæðin sem ríkið greiddi á síðasta ári var nánast tvöfalt hærri en sú frá árinu áður, eða 593 milljónir króna. Þegar endurgreiðslur vegna innlendrar kvikmyndagerðar eru skoðaðar kemur í ljós að upphæðin er litlu hærri en árið áður, 295 milljónir árið 2011 en 331 milljón í fyrra.Þau nítján verkefni sem fengu endurgreiðslu frá íslenska ríkinu á síðasta ári.Það varð hins vegar algjör sprenging þegar kemur að endurgreiðslum vegna erlendrar kvikmyndagerðar. Upphæðin var nítján milljónir 2011 en var 262 milljónir í fyrra, sem er fjórtánföldun. Þegar heildarendurgreiðslur fyrir síðasta ár eru skoðaðar sést síðan að 44 prósent þeirra eru vegna erlendrar kvikmyndagerðar sem er mikill munur frá sex prósenum árið áður. „Það tókst svona vel til, eins og í fyrra að fá öll þessi erlendu verkefni. Það eru þrír þættir sem skila því. Það er starfsfólkið hérna sem er alið upp í kvikmyndageiranum á Íslandi, það er landslagið okkar og náttúran, og svo að sjálfsögðu þetta 20 prósenta endurgreiðsluákvæði sem koma til útborgunar eftir að búið er að fjárfesta og eyða þessum peningum hér heima," segir Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda.
Game of Thrones Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira