Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Skallagrímur 103-86 Jón Júlíus Karlsson í Röstinni skrifar 22. mars 2013 18:30 Grindvíkingar eru komnir yfir í einvígi sínu gegn Skallagrími í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni Domino's deildarinnar. Grindvíkingar höfðu betur í Röstinni í kvöld, 103-86 í kaflaskiptum leik. Grindvíkingar byrjuðu leikinn á móti Skallagrími af miklum krafti. Jóhann Árni Ólafsson var sjóðheitur á fyrstu mínútum leiksins og skoraði grimmt. Gestirnir úr Borgarnesi þéttu raðirnar eftir því sem að leið á leikhlutann og náðu að vinna forystuna niður í fimm stig áður en leikhlutinn var úti. Staðan 23-18 eftir fyrsta leikhluta. Páll Axel Vilbergsson kveikti í gestunum með góðum þristi í upphafi annars leikhluta. Annar þristur fylgdi í kjölfarið frá Agli Egilssyni sem kom gestunum yfir í fyrsta skiptið í leiknum, 25-27. Sverir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var allt annað en sáttur og tók leikhlé. Það kveikti í heimamönnum sem tóku öll völd á vellinum. Heimamenn keyrðu upp hraðann í sóknarleiknum og náðu góðri forystu. Staðan 51-35 í hálfleik. Jóhann Árni var góður í fyrri hálfleik með 14 stig fyrir Grindvíkinga en Páll Axel var í sérflokki hjá Skallagrími með 17 stig. Grinvíkingar sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta og hreinlega hlupu yfir Borgnesinga. Grindvíkingar röðuðu niður þristum, sérstaklega frá Samuel Zeglinski, sem var óhæddur við að skjóta. Leikmönnum Skallagríms gekk illa að finna leiðir framhjá sterkri vörn heimamanna. Grindvíkingar náðu einnig að stöðva Pál Axel sem hafði verið funheitur fyrr í leiknum. Grindvíkingar nánast búnir að klára leikinn í þriðja leikhluta 78-56. Skallagrímur mætti af ótrúlegum krafti í lokaleikhlutann og slógu heimamenn algjörlega út af laginu. Carlos Medlock raðaði niður skotunum og allt í einu var munurinn á liðunum aðeins sjö stig, 85-78, þegar enn voru tæpar fjórar mínútur eftir af leiknum. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, tók þá leikhlé, setti sitt sterkasta lið á völlinn. Það gerði gæfumuninn og fór svo að lokum að heimamenn unnu öruggan sigur í ótrúlega kaflaskiptum leik. Lokatölur 103-86.Grindavík-Skallagrímur 103-86 (23-18, 28-17, 27-21, 25-30)Grindavík: Aaron Broussard 27/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 23/5 fráköst, Samuel Zeglinski 23/10 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 22/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 3/4 fráköst, Ryan Pettinella 1.Skallagrímur: Carlos Medlock 32, Páll Axel Vilbergsson 26/7 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 10/4 fráköst, Orri Jónsson 6, Davíð Ásgeirsson 5, Egill Egilsson 3, Birgir Þór Sverrisson 2, Trausti Eiríksson 2.Sverrir Þór: Verðum að gera miklu betur „Þetta var rosalega kaflaskiptur leikur hjá okkur og ég er alls ekkert sáttur með leikinn. Ég er mjög ánægður með sigurinn en það var hrikalegt einbeitingarleysi, trekk í trekk í leiknum. Við verðum að gera miklu betur ef við ætlum að klára þetta einvígi í Borgarnesi," segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. „Við vorum frábærir inn á milli en það þarf að halda einbeitingu allan leikinn. Þetta er fljótt að fara ef þú ert með eitthvað kæruleysi. Við erum að skora mikið en varnarlega vorum við slakir. Það verðum við að laga." Grindvíkingar voru með yfir 20 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann og héldu margir að það yrði formsatriði fyrir Grindavík að klára leikinn. Sverrir viðurkennir að kraftur Skallagríms í fjórða leikhluta hafi komið sér á óvart. „Já, ég verð að viðurkenna það. Flest lið hefðu líklega gefið upp vonina. Við þurfum að eiga virkilega góðan leik á mánudag ef við ætlum að klára einvígið." Pálmi: Okkur var refsað grimmilega fyrir einbeitingarskort „Það voru ágætis kaflar í þessu hjá okkur. Við vissum alveg að við ættum séns ef við myndum fylgja leikplaninu og spila góða vörn. Við stigum hins vegar ekki nógu vel út á köflum og kannski smá mistök og einbeitingarskortur sem okkur var refsað grimmilega fyrir," segir Pálmi Sævarsson, þjálfari Skallagríms. „Við ætlum okkur að vinna næsta leik og fá þriðja leik á skírdag. Það eru margir af mínum leikmönnum að stíga sín fyrstu skref í þessari úrslitakeppni en þetta eru allt strákar sem geta spilað. Þetta er mikil reynsla fyrir okkur en við eigum að getað spilað við þessi lið. Við erum alls ekki hræddir þó við séum litla liðið og allir spái okkur út úr mótinu." Bein textalýsing:40. min: Leiknum er lokið með sigri Grindavíkur, 103-86.38. min: Grindvíkingar gefa í á ný og ná 16 stiga forystu með ótrúlegri körfu frá Sigurði Gunnari úr vonlausri stöðu. 94-78.37. min: Fimm stig frá Grindavík í röð og þeir eru að ná aftur tök á leiknum. Grindvíkingar slökuðu alltof mikið á og hleyptu gestunum aftur inn í leikinn. Borgnesingar taka leikhlé. Staðan er 90-78.36. min: Medlock setur þrist og er að fara á kostum í augnablikinu. Allt í einu er staðan 85-78. Er þetta ennþá leikur?35. min: Sverrir Þór, þjálfari Grindavíkur, tekur lékhlé enda ekki sáttur með spilamennsku hjá sínum mönnum. Skallagrímur er að koma af miklum krafti inn í fjórða leikhluta. Staðan er 82-69. Sverrir setur byrjunarliðið inn á.34. min: Páll Axel setur einnig niður þrist. Staðan er allt í einu orðin 81-69 og heimamenn í stúkunni eru að ókyrrast. Stuðningsmenn Skallagríms hvetja liðið vel áfram.33. min: Medlock setur niður annan þrist. Staðan 81-66. Ennþá séns fyrir Skallagrím en vonin er veik.32. min: Carlos Medlock setur niður fimm stig í röð fyrir Skallagrím sem minnka muninn niður í 81-63.30. min: Þriðja leikhluta er lokið. Staðan er 78-56 fyrir heimamenn.29. min: Grindvíkingar leika á alls oddi. Borgnesingar eiga hreinlega ekki möguleika í Íslandsmeistaranna.28. min: Zeglinski setur niður annan þrist. Grindvíkingar eru að fara verulega þægilega í gegnum seinni hálfleik. Staðan er 73-48. Mesti munurinn á liðunum til þessa.27. min: Borgnesingar taka leikhlé.27. min: Zeglinski setur niður þrist fyrir Grindavík sem þar með ná 22ja stiga forystu. Staðan er 68-46 fyrir heimamenn sem eru með leikinn í hendi sér.26. min: Sigurður Gunnar skorar fjögur stig í röð fyrir Grindavík. Staðan er 61-46.24. min: Páll Axel er að eiga frábæran leik. Hann er búinn að vera allt í öllu hjá Skallagrím. Hann er að halda Skallagrími inni í leiknum og er kominn með 19 stig. Staðan er 57-46.22. min: Þriðji leikhluti er hafinn. Hörður Helgi Hreiðarsson opnar leikhlutann með þrist. Staðan er 51-38.20. min: Jóhann Árni er kominn með 14 stig fyrir Grindavík og Aaron Broussard er með 13 stig. Hjá Skallagrími er Páll Axel Vilbergsson með 17 stig og fer hann algjörlega fyrir gestunum. Carlos Medlock kemur næstur með sex stig.20. min: Grindvíkingar flugu í gang í seinni hluta annars leikhluta. Staðan er 51-35 fyrir heimamenn sem eru í vænlegri stöðu.15. min: Carlos Medlock virðist hafa lent illa á ökkla er hann skoraði góða körfu. Hann þarf aðstoð við að komast af velli til að jafna sig.15. min: Grindvíkingar eru aftur að ná tökunum á leiknum. Staðan er 34-27.14. min: Þorleifur Ólafsson skorar fjögur stig röð og kemur Grindvíkingum aftur yfir. 29-27.12. min: Egill Egilsson skorar þrist úr galopnu færi fyrir Skallagrím og kemur gestunum yfir í 25-27. Í fyrsta sinn sem Skallagrímur kemst yfir í leiknum. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur er brjálaður og tekur leikhlé.12. min: Páll Axel er sjóðheitur og setur niður annan þrist. Staðan 25-24 fyrir Grindvíkinga sem eru í vandræðum með gestina úr Borgarnesi.11. min: Páll Axel opnar annan leikhluta með þristi. Staðan 23-21.10. min: Borgnesingar eru að vinna sig inn í leikinn. Staðan er 23-18 eftir fyrsta leikhluta.9. min: Orri Jónsson setur niður góðan þrist fyrir Skallagrím. Staðan er 23-16.7. min: Sigurður Gunnar Þorsteinsson skartar glæsilegum sokkum frá knattspyrnudeild Grindavíkur. Hann lék í þessum sömu sokkum í úrslitakeppninni í fyrra þegar liðið varð Íslandsmeistari.6. min: Páll Axel er að hittna og hefur skorað sjö stig í röð. Hann veit hvar karfan er í Röstinni. Staðan er 19-13.5. min: Páll Axel Vilbergsson skorar sínu fyrstu stig í kvöld fyrir Skallagrím. Staðan er 19-10.5. min: Jóhann Árni setur niður annan þrist og breytir stöðunni í 17-6 fyrir heimamenn. Jóhann kominn með átta stig. Borgnesingar taka leikhlé enda ráða þeir illa við heimamenn.3. min: Samuel Zeglinski er bínn að skora þrist fyrir Grindvíkinga og Jóhann Árni setti niður annan í næstu sókn. Staðan er 12-4 fyrir heimamenn sem virðast í miklu stuði.2. min: Grindvíkingar byrja leikinn af miklum krafti. Staðan er 6-2.1. min: Leikurinn hófst loksins eftir örlitla töf. Skallagrímur vann uppkastið en Jóhann Árni Ólafsson skoraði fyrstu tvö stig leiksins fyrir Grindavík. 2-0.0. min: Það eru einhver vandræði með stigatöfluna. Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Skallagríms en fyrrverandi starfsmaður íþróttahússins í Grindavík, gefur mönnum á ritaraborðinu góð ráð hvernig á að laga töfluna.0. min: Verið velkomin/n í beina textalýsingu frá leik Grindavíkur og Skallagríms í fyrstu viðureign í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn. Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Grindvíkingar eru komnir yfir í einvígi sínu gegn Skallagrími í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni Domino's deildarinnar. Grindvíkingar höfðu betur í Röstinni í kvöld, 103-86 í kaflaskiptum leik. Grindvíkingar byrjuðu leikinn á móti Skallagrími af miklum krafti. Jóhann Árni Ólafsson var sjóðheitur á fyrstu mínútum leiksins og skoraði grimmt. Gestirnir úr Borgarnesi þéttu raðirnar eftir því sem að leið á leikhlutann og náðu að vinna forystuna niður í fimm stig áður en leikhlutinn var úti. Staðan 23-18 eftir fyrsta leikhluta. Páll Axel Vilbergsson kveikti í gestunum með góðum þristi í upphafi annars leikhluta. Annar þristur fylgdi í kjölfarið frá Agli Egilssyni sem kom gestunum yfir í fyrsta skiptið í leiknum, 25-27. Sverir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var allt annað en sáttur og tók leikhlé. Það kveikti í heimamönnum sem tóku öll völd á vellinum. Heimamenn keyrðu upp hraðann í sóknarleiknum og náðu góðri forystu. Staðan 51-35 í hálfleik. Jóhann Árni var góður í fyrri hálfleik með 14 stig fyrir Grindvíkinga en Páll Axel var í sérflokki hjá Skallagrími með 17 stig. Grinvíkingar sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta og hreinlega hlupu yfir Borgnesinga. Grindvíkingar röðuðu niður þristum, sérstaklega frá Samuel Zeglinski, sem var óhæddur við að skjóta. Leikmönnum Skallagríms gekk illa að finna leiðir framhjá sterkri vörn heimamanna. Grindvíkingar náðu einnig að stöðva Pál Axel sem hafði verið funheitur fyrr í leiknum. Grindvíkingar nánast búnir að klára leikinn í þriðja leikhluta 78-56. Skallagrímur mætti af ótrúlegum krafti í lokaleikhlutann og slógu heimamenn algjörlega út af laginu. Carlos Medlock raðaði niður skotunum og allt í einu var munurinn á liðunum aðeins sjö stig, 85-78, þegar enn voru tæpar fjórar mínútur eftir af leiknum. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, tók þá leikhlé, setti sitt sterkasta lið á völlinn. Það gerði gæfumuninn og fór svo að lokum að heimamenn unnu öruggan sigur í ótrúlega kaflaskiptum leik. Lokatölur 103-86.Grindavík-Skallagrímur 103-86 (23-18, 28-17, 27-21, 25-30)Grindavík: Aaron Broussard 27/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 23/5 fráköst, Samuel Zeglinski 23/10 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 22/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 3/4 fráköst, Ryan Pettinella 1.Skallagrímur: Carlos Medlock 32, Páll Axel Vilbergsson 26/7 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 10/4 fráköst, Orri Jónsson 6, Davíð Ásgeirsson 5, Egill Egilsson 3, Birgir Þór Sverrisson 2, Trausti Eiríksson 2.Sverrir Þór: Verðum að gera miklu betur „Þetta var rosalega kaflaskiptur leikur hjá okkur og ég er alls ekkert sáttur með leikinn. Ég er mjög ánægður með sigurinn en það var hrikalegt einbeitingarleysi, trekk í trekk í leiknum. Við verðum að gera miklu betur ef við ætlum að klára þetta einvígi í Borgarnesi," segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. „Við vorum frábærir inn á milli en það þarf að halda einbeitingu allan leikinn. Þetta er fljótt að fara ef þú ert með eitthvað kæruleysi. Við erum að skora mikið en varnarlega vorum við slakir. Það verðum við að laga." Grindvíkingar voru með yfir 20 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann og héldu margir að það yrði formsatriði fyrir Grindavík að klára leikinn. Sverrir viðurkennir að kraftur Skallagríms í fjórða leikhluta hafi komið sér á óvart. „Já, ég verð að viðurkenna það. Flest lið hefðu líklega gefið upp vonina. Við þurfum að eiga virkilega góðan leik á mánudag ef við ætlum að klára einvígið." Pálmi: Okkur var refsað grimmilega fyrir einbeitingarskort „Það voru ágætis kaflar í þessu hjá okkur. Við vissum alveg að við ættum séns ef við myndum fylgja leikplaninu og spila góða vörn. Við stigum hins vegar ekki nógu vel út á köflum og kannski smá mistök og einbeitingarskortur sem okkur var refsað grimmilega fyrir," segir Pálmi Sævarsson, þjálfari Skallagríms. „Við ætlum okkur að vinna næsta leik og fá þriðja leik á skírdag. Það eru margir af mínum leikmönnum að stíga sín fyrstu skref í þessari úrslitakeppni en þetta eru allt strákar sem geta spilað. Þetta er mikil reynsla fyrir okkur en við eigum að getað spilað við þessi lið. Við erum alls ekki hræddir þó við séum litla liðið og allir spái okkur út úr mótinu." Bein textalýsing:40. min: Leiknum er lokið með sigri Grindavíkur, 103-86.38. min: Grindvíkingar gefa í á ný og ná 16 stiga forystu með ótrúlegri körfu frá Sigurði Gunnari úr vonlausri stöðu. 94-78.37. min: Fimm stig frá Grindavík í röð og þeir eru að ná aftur tök á leiknum. Grindvíkingar slökuðu alltof mikið á og hleyptu gestunum aftur inn í leikinn. Borgnesingar taka leikhlé. Staðan er 90-78.36. min: Medlock setur þrist og er að fara á kostum í augnablikinu. Allt í einu er staðan 85-78. Er þetta ennþá leikur?35. min: Sverrir Þór, þjálfari Grindavíkur, tekur lékhlé enda ekki sáttur með spilamennsku hjá sínum mönnum. Skallagrímur er að koma af miklum krafti inn í fjórða leikhluta. Staðan er 82-69. Sverrir setur byrjunarliðið inn á.34. min: Páll Axel setur einnig niður þrist. Staðan er allt í einu orðin 81-69 og heimamenn í stúkunni eru að ókyrrast. Stuðningsmenn Skallagríms hvetja liðið vel áfram.33. min: Medlock setur niður annan þrist. Staðan 81-66. Ennþá séns fyrir Skallagrím en vonin er veik.32. min: Carlos Medlock setur niður fimm stig í röð fyrir Skallagrím sem minnka muninn niður í 81-63.30. min: Þriðja leikhluta er lokið. Staðan er 78-56 fyrir heimamenn.29. min: Grindvíkingar leika á alls oddi. Borgnesingar eiga hreinlega ekki möguleika í Íslandsmeistaranna.28. min: Zeglinski setur niður annan þrist. Grindvíkingar eru að fara verulega þægilega í gegnum seinni hálfleik. Staðan er 73-48. Mesti munurinn á liðunum til þessa.27. min: Borgnesingar taka leikhlé.27. min: Zeglinski setur niður þrist fyrir Grindavík sem þar með ná 22ja stiga forystu. Staðan er 68-46 fyrir heimamenn sem eru með leikinn í hendi sér.26. min: Sigurður Gunnar skorar fjögur stig í röð fyrir Grindavík. Staðan er 61-46.24. min: Páll Axel er að eiga frábæran leik. Hann er búinn að vera allt í öllu hjá Skallagrím. Hann er að halda Skallagrími inni í leiknum og er kominn með 19 stig. Staðan er 57-46.22. min: Þriðji leikhluti er hafinn. Hörður Helgi Hreiðarsson opnar leikhlutann með þrist. Staðan er 51-38.20. min: Jóhann Árni er kominn með 14 stig fyrir Grindavík og Aaron Broussard er með 13 stig. Hjá Skallagrími er Páll Axel Vilbergsson með 17 stig og fer hann algjörlega fyrir gestunum. Carlos Medlock kemur næstur með sex stig.20. min: Grindvíkingar flugu í gang í seinni hluta annars leikhluta. Staðan er 51-35 fyrir heimamenn sem eru í vænlegri stöðu.15. min: Carlos Medlock virðist hafa lent illa á ökkla er hann skoraði góða körfu. Hann þarf aðstoð við að komast af velli til að jafna sig.15. min: Grindvíkingar eru aftur að ná tökunum á leiknum. Staðan er 34-27.14. min: Þorleifur Ólafsson skorar fjögur stig röð og kemur Grindvíkingum aftur yfir. 29-27.12. min: Egill Egilsson skorar þrist úr galopnu færi fyrir Skallagrím og kemur gestunum yfir í 25-27. Í fyrsta sinn sem Skallagrímur kemst yfir í leiknum. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur er brjálaður og tekur leikhlé.12. min: Páll Axel er sjóðheitur og setur niður annan þrist. Staðan 25-24 fyrir Grindvíkinga sem eru í vandræðum með gestina úr Borgarnesi.11. min: Páll Axel opnar annan leikhluta með þristi. Staðan 23-21.10. min: Borgnesingar eru að vinna sig inn í leikinn. Staðan er 23-18 eftir fyrsta leikhluta.9. min: Orri Jónsson setur niður góðan þrist fyrir Skallagrím. Staðan er 23-16.7. min: Sigurður Gunnar Þorsteinsson skartar glæsilegum sokkum frá knattspyrnudeild Grindavíkur. Hann lék í þessum sömu sokkum í úrslitakeppninni í fyrra þegar liðið varð Íslandsmeistari.6. min: Páll Axel er að hittna og hefur skorað sjö stig í röð. Hann veit hvar karfan er í Röstinni. Staðan er 19-13.5. min: Páll Axel Vilbergsson skorar sínu fyrstu stig í kvöld fyrir Skallagrím. Staðan er 19-10.5. min: Jóhann Árni setur niður annan þrist og breytir stöðunni í 17-6 fyrir heimamenn. Jóhann kominn með átta stig. Borgnesingar taka leikhlé enda ráða þeir illa við heimamenn.3. min: Samuel Zeglinski er bínn að skora þrist fyrir Grindvíkinga og Jóhann Árni setti niður annan í næstu sókn. Staðan er 12-4 fyrir heimamenn sem virðast í miklu stuði.2. min: Grindvíkingar byrja leikinn af miklum krafti. Staðan er 6-2.1. min: Leikurinn hófst loksins eftir örlitla töf. Skallagrímur vann uppkastið en Jóhann Árni Ólafsson skoraði fyrstu tvö stig leiksins fyrir Grindavík. 2-0.0. min: Það eru einhver vandræði með stigatöfluna. Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Skallagríms en fyrrverandi starfsmaður íþróttahússins í Grindavík, gefur mönnum á ritaraborðinu góð ráð hvernig á að laga töfluna.0. min: Verið velkomin/n í beina textalýsingu frá leik Grindavíkur og Skallagríms í fyrstu viðureign í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn.
Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira