Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 68-75 Henry Birgir Gunnarsson í Toyota-höllinni skrifar 9. apríl 2013 14:46 Kristrún Sigurjónsdóttir var frábær í kvöld. Mynd/Anton Valur er kominn með 2-1 forskot gegn Keflavík í undanúrslitarimmu liðanna í Dominos-deild kvenna. Valur sótti sinn annan sigur í Keflavík í kvöld. Það var gríðarlega vel mætt á leikinn í gær og stúkan nánast full er leikurinn hófst. Þessi fína mæting heimamanna skilaði sér þó ekki til Keflavíkurstúlkna því þær voru eitthvað vitlaust stilltar í upphafi leiks. Slíkt hið sama verður ekki sagt um Valskonur sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu 9-18 eftir fyrsta leikhluta. Keflavík fór í pressuvörn á köflum í öðrum leikhluta og hún gafst vel lengstum. Liðið náði að minnka muninn í tvö stig, 24-26, en þá sagði Valur hingað og ekki. Gestirnir stigu aftur á bensínið og leiddu í hálfleik, 30-36. Keflavík byrjaði þriðja leikhlutann af krafti. Minnkaði muninn aftur í tvö stig en líkt og fyrr í leiknum tókst liðinu ekki að komast nær en það. Valur tók frábæran kipp og náði mest 14 stiga forskoti. Þegar aðeins einn leikhluti var eftir var munurinn tólf stig, 46-58. Keflavík lagði allt í sölurnar í lokaleikhlutanum en það dugði ekki til Valur átti alltaf svör og vann sanngjarnan sigur.Úrslit:Keflavík-Valur 68-75 (9-18, 21-18, 16-22, 22-17)Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/4 fráköst/5 stolnir, Jessica Ann Jenkins 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 10/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 8/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 24/9 fráköst, Jaleesa Butler 15/15 fráköst/8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 11, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 10/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 7/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0, María Björnsdóttir 0.Pálína: Hryllingur af okkar hálfu Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var hundfúl eftir tapið í kvöld en Keflavíkurliðið komst aldrei almennilega í gang. "Þetta var vægast sagt hryllingur af okkar hálfu. Mér finnst mjög skrítið að við mætum ekki tilbúnar til leiks. Við erum hræddar og eiginlega eins og kjánar inn á vellinum. Þetta er alveg skelfilegt því það var pakkfullt hús og ég hef ekki séð svona marga áhorfendur síðan 1997 eða álíka," sagði Pálína grautfúl. "Maður hefði haldið að þessi stuðningur myndi vinna með okkur en svo var alls ekki. Við spiluðum líka illa síðast á heimavelli. Valsliðið er mjög gott og við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir því." Rimman er þó ekki búin og Keflavík þarf að sækja sigur í Vodafonehöllina á ný til þess að halda lífi í rimmunni. "Nú er pressan komin á okkur og okkur líkar það. Það vantar hugarfarsbreytingu hjá okkur. Við þurfum spila saman og hafa meiri trú á okkur. Við höfum sýnt það í vetur að við kunnum vel að spila körfubolta enda erum við deildar- og bikarmeistarar."Kristrún: Okkur líður vel í Keflavík Kristrún Sigurjónsdóttir átti frábæran leik fyrir Valskonur í kvöld. Hún var með báða fætur á jörðinni þó svo Valsliðið væri búið að vinna tvo leiki í röð í Keflavík. "Þetta er alls ekki búið. Það þarf að vinna þrjá leiki," benti Kristrún réttilega á en hún skoraði 24 stig og var stigahæst á vellinum. "Okkur líður vel í Keflavík. Ég veit ekki alveg af hverju en það hefur einhvern veginn þróast þannig. Það er alltaf gaman að vinna toppliðið og maður kannski gírast betur fyrir slíka leiki. Það var frábært að vinna þennan leik." Valsliðið sýndi mikinn styrk í leiknum. Þegar Keflavík átti góð áhlaup tókst þeim alltaf að stoppa heimamenn og bæta aftur í forskotið. "Ég er virkilega ánægð með það. Vörnin er virkilega að halda hjá okkur. Við hættum ekkert. Við vitum að Keflavík getur alltaf komið til baka og pössum okkur. Við erum í þessu til að vinna."Textalýsing úr Toyota-höllinni.Leik lokið | 68-75: Sanngjarn sigur Valskvenna. Þær leiddu allan tímann.38. mín | 63-74: Kristrún með þrist um leið og skotklukkan rann út. Í spjaldið og ofan í. Sá ekki hvort hún kallaði það. Þessi þristur tryggir líklega sigurinn.37. mín | 61-69: Lokaáhlaup Keflavíkur. Birna Valgarðs fór með bænirnar sínar og skellti sér svo inn á völlinn. Þær þurfa að stíga vel upp undir lokin.34. mín | 58-64: Netið að stríða okkur en það sleppur vonandi.32. mín | 54-62: Keflavík að taka smá kipp.3. leikhluta lokið | 46-58: Erfið brekka fyrir Keflavík.26. mín | 38-52: Keflavík tekst ekki að koma Valskonum úr jafnvægi. Þeir svara öllum áhlaupum heimastúlkna af krafti. Mesti munurinn sem hefur verið á liðunum hingað til. Siggi Ingimundar tekur leikhlé.24. mín | 36-46: Átta stig í röð hjá Val.22. mín | 36-38: Keflavík byrjar af krafti núna. Þetta verður barátta til enda.Hálfleikur | 30-36: Ljómandi fínum fyrri hálfleik lokið. Mikið fjör og hart tekist á. Birna Valgarðs stigahæst hjá Keflavík með 10 stig en Kristrún Sigurjónsdóttir hefur skorað 13 fyrir Val. Þriggja stiga nýtingin hjá Keflavík ekki nógu góð en aðeins eitt þriggja stiga skot af níu hefur farið niður. Þetta verður hörku seinni hálfleikur.19. mín | 24-31: Valsstúlkur buðu Keflavík ekki upp á að komast yfir. Stigu á bensínið og halda forskotinu.17. mín | 24-26: Keflavík að sækja meira að körfunni þar sem Bryndís og Birna setja sín skot niður. Saxa heldur betur á forskotið.14. mín | 13-21: Valskonur stóðust áhlaupið og halda öruggu forskoti. Pálína féll mjög illa áðan. Unnusti hennar, Magnús Gunnarsson, fyrirliði karlaliðs Keflavíkur, allt annað en sáttur og lætur dómarann heyra það.11. mín | 13-18: Keflavík byrjar á flottri pressuvörn. Pálína skorar 4 stig í röð.1. leikhluti búinn | 9-18: Valsstúlkur mikið betri það sem af er. Kristrún Sigurjónsdóttir stigahæst með 6 stig hjá Val. Pálína Gunnlaugsdóttir búin að skora 3 stig fyrir Keflavík. Tveggja stiga nýting Keflavíkur er aðeins 27% í leikhlutanum.7. mín | 6-13: Valur enn með fín tök á leiknum.4. mín | 2-8: Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, er afar líflegur á línunni. Stelpurnar hans eru það líka og byrja af krafti. Siggi Ingimundar, þjálfari Keflavíkur, tekur leikhlé.2. mín | 0-4: Kristrún skorar fyrstu körfuna fyrir Val. Hallveig þar á eftir. Fyrstu skot Keflavíkur eru loftboltar.Fyrir leik: Verið að kynna liðin til leiks og flott stemning í stúkunni.Fyrir leik: Það er gríðarlega góð mæting á þennan leik. Svona um 70 prósent nýting á salnum fimm mínútur í leik. Grillið í gangi fyrir utan og flott stemning. Gefum kúdos á það.Fyrir leik: Jæja, vesen var það en hafðist fimm mínútum fyrir leik. Ekkert borð, enginn stóll og síðan ekkert rafmagn. Kannski engin úrslitakeppnisumgjörð en leikurinn verður vonandi betri.Fyrir leik: Boltavaktin er mætt í Toyota-höllina en það er enn verið að ganga frá netmálum og fleira slíku. Við komum inn með lýsinguna um leið og við getum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 54-64 | Valur leiðir einvígið 1-0 Valskonur sýndu flottan karakter í 10 stiga sigri á Keflavík í úrslitakeppni Dominos deild kvenna. Eftir erfiðleika í fyrri hálfleik var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og unnu þær að lokum öruggan sigur. 3. apríl 2013 15:24 Keflavík jafnaði metin Keflavík vann í dag átta stiga sigur á Val, 82-74, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deild kvenna. Þar með er staðan í rimmu liðanna jöfn, 1-1. 6. apríl 2013 18:29 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Valur er kominn með 2-1 forskot gegn Keflavík í undanúrslitarimmu liðanna í Dominos-deild kvenna. Valur sótti sinn annan sigur í Keflavík í kvöld. Það var gríðarlega vel mætt á leikinn í gær og stúkan nánast full er leikurinn hófst. Þessi fína mæting heimamanna skilaði sér þó ekki til Keflavíkurstúlkna því þær voru eitthvað vitlaust stilltar í upphafi leiks. Slíkt hið sama verður ekki sagt um Valskonur sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu 9-18 eftir fyrsta leikhluta. Keflavík fór í pressuvörn á köflum í öðrum leikhluta og hún gafst vel lengstum. Liðið náði að minnka muninn í tvö stig, 24-26, en þá sagði Valur hingað og ekki. Gestirnir stigu aftur á bensínið og leiddu í hálfleik, 30-36. Keflavík byrjaði þriðja leikhlutann af krafti. Minnkaði muninn aftur í tvö stig en líkt og fyrr í leiknum tókst liðinu ekki að komast nær en það. Valur tók frábæran kipp og náði mest 14 stiga forskoti. Þegar aðeins einn leikhluti var eftir var munurinn tólf stig, 46-58. Keflavík lagði allt í sölurnar í lokaleikhlutanum en það dugði ekki til Valur átti alltaf svör og vann sanngjarnan sigur.Úrslit:Keflavík-Valur 68-75 (9-18, 21-18, 16-22, 22-17)Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/4 fráköst/5 stolnir, Jessica Ann Jenkins 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 10/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 8/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 24/9 fráköst, Jaleesa Butler 15/15 fráköst/8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 11, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 10/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 7/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0, María Björnsdóttir 0.Pálína: Hryllingur af okkar hálfu Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var hundfúl eftir tapið í kvöld en Keflavíkurliðið komst aldrei almennilega í gang. "Þetta var vægast sagt hryllingur af okkar hálfu. Mér finnst mjög skrítið að við mætum ekki tilbúnar til leiks. Við erum hræddar og eiginlega eins og kjánar inn á vellinum. Þetta er alveg skelfilegt því það var pakkfullt hús og ég hef ekki séð svona marga áhorfendur síðan 1997 eða álíka," sagði Pálína grautfúl. "Maður hefði haldið að þessi stuðningur myndi vinna með okkur en svo var alls ekki. Við spiluðum líka illa síðast á heimavelli. Valsliðið er mjög gott og við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir því." Rimman er þó ekki búin og Keflavík þarf að sækja sigur í Vodafonehöllina á ný til þess að halda lífi í rimmunni. "Nú er pressan komin á okkur og okkur líkar það. Það vantar hugarfarsbreytingu hjá okkur. Við þurfum spila saman og hafa meiri trú á okkur. Við höfum sýnt það í vetur að við kunnum vel að spila körfubolta enda erum við deildar- og bikarmeistarar."Kristrún: Okkur líður vel í Keflavík Kristrún Sigurjónsdóttir átti frábæran leik fyrir Valskonur í kvöld. Hún var með báða fætur á jörðinni þó svo Valsliðið væri búið að vinna tvo leiki í röð í Keflavík. "Þetta er alls ekki búið. Það þarf að vinna þrjá leiki," benti Kristrún réttilega á en hún skoraði 24 stig og var stigahæst á vellinum. "Okkur líður vel í Keflavík. Ég veit ekki alveg af hverju en það hefur einhvern veginn þróast þannig. Það er alltaf gaman að vinna toppliðið og maður kannski gírast betur fyrir slíka leiki. Það var frábært að vinna þennan leik." Valsliðið sýndi mikinn styrk í leiknum. Þegar Keflavík átti góð áhlaup tókst þeim alltaf að stoppa heimamenn og bæta aftur í forskotið. "Ég er virkilega ánægð með það. Vörnin er virkilega að halda hjá okkur. Við hættum ekkert. Við vitum að Keflavík getur alltaf komið til baka og pössum okkur. Við erum í þessu til að vinna."Textalýsing úr Toyota-höllinni.Leik lokið | 68-75: Sanngjarn sigur Valskvenna. Þær leiddu allan tímann.38. mín | 63-74: Kristrún með þrist um leið og skotklukkan rann út. Í spjaldið og ofan í. Sá ekki hvort hún kallaði það. Þessi þristur tryggir líklega sigurinn.37. mín | 61-69: Lokaáhlaup Keflavíkur. Birna Valgarðs fór með bænirnar sínar og skellti sér svo inn á völlinn. Þær þurfa að stíga vel upp undir lokin.34. mín | 58-64: Netið að stríða okkur en það sleppur vonandi.32. mín | 54-62: Keflavík að taka smá kipp.3. leikhluta lokið | 46-58: Erfið brekka fyrir Keflavík.26. mín | 38-52: Keflavík tekst ekki að koma Valskonum úr jafnvægi. Þeir svara öllum áhlaupum heimastúlkna af krafti. Mesti munurinn sem hefur verið á liðunum hingað til. Siggi Ingimundar tekur leikhlé.24. mín | 36-46: Átta stig í röð hjá Val.22. mín | 36-38: Keflavík byrjar af krafti núna. Þetta verður barátta til enda.Hálfleikur | 30-36: Ljómandi fínum fyrri hálfleik lokið. Mikið fjör og hart tekist á. Birna Valgarðs stigahæst hjá Keflavík með 10 stig en Kristrún Sigurjónsdóttir hefur skorað 13 fyrir Val. Þriggja stiga nýtingin hjá Keflavík ekki nógu góð en aðeins eitt þriggja stiga skot af níu hefur farið niður. Þetta verður hörku seinni hálfleikur.19. mín | 24-31: Valsstúlkur buðu Keflavík ekki upp á að komast yfir. Stigu á bensínið og halda forskotinu.17. mín | 24-26: Keflavík að sækja meira að körfunni þar sem Bryndís og Birna setja sín skot niður. Saxa heldur betur á forskotið.14. mín | 13-21: Valskonur stóðust áhlaupið og halda öruggu forskoti. Pálína féll mjög illa áðan. Unnusti hennar, Magnús Gunnarsson, fyrirliði karlaliðs Keflavíkur, allt annað en sáttur og lætur dómarann heyra það.11. mín | 13-18: Keflavík byrjar á flottri pressuvörn. Pálína skorar 4 stig í röð.1. leikhluti búinn | 9-18: Valsstúlkur mikið betri það sem af er. Kristrún Sigurjónsdóttir stigahæst með 6 stig hjá Val. Pálína Gunnlaugsdóttir búin að skora 3 stig fyrir Keflavík. Tveggja stiga nýting Keflavíkur er aðeins 27% í leikhlutanum.7. mín | 6-13: Valur enn með fín tök á leiknum.4. mín | 2-8: Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, er afar líflegur á línunni. Stelpurnar hans eru það líka og byrja af krafti. Siggi Ingimundar, þjálfari Keflavíkur, tekur leikhlé.2. mín | 0-4: Kristrún skorar fyrstu körfuna fyrir Val. Hallveig þar á eftir. Fyrstu skot Keflavíkur eru loftboltar.Fyrir leik: Verið að kynna liðin til leiks og flott stemning í stúkunni.Fyrir leik: Það er gríðarlega góð mæting á þennan leik. Svona um 70 prósent nýting á salnum fimm mínútur í leik. Grillið í gangi fyrir utan og flott stemning. Gefum kúdos á það.Fyrir leik: Jæja, vesen var það en hafðist fimm mínútum fyrir leik. Ekkert borð, enginn stóll og síðan ekkert rafmagn. Kannski engin úrslitakeppnisumgjörð en leikurinn verður vonandi betri.Fyrir leik: Boltavaktin er mætt í Toyota-höllina en það er enn verið að ganga frá netmálum og fleira slíku. Við komum inn með lýsinguna um leið og við getum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 54-64 | Valur leiðir einvígið 1-0 Valskonur sýndu flottan karakter í 10 stiga sigri á Keflavík í úrslitakeppni Dominos deild kvenna. Eftir erfiðleika í fyrri hálfleik var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og unnu þær að lokum öruggan sigur. 3. apríl 2013 15:24 Keflavík jafnaði metin Keflavík vann í dag átta stiga sigur á Val, 82-74, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deild kvenna. Þar með er staðan í rimmu liðanna jöfn, 1-1. 6. apríl 2013 18:29 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 54-64 | Valur leiðir einvígið 1-0 Valskonur sýndu flottan karakter í 10 stiga sigri á Keflavík í úrslitakeppni Dominos deild kvenna. Eftir erfiðleika í fyrri hálfleik var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og unnu þær að lokum öruggan sigur. 3. apríl 2013 15:24
Keflavík jafnaði metin Keflavík vann í dag átta stiga sigur á Val, 82-74, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deild kvenna. Þar með er staðan í rimmu liðanna jöfn, 1-1. 6. apríl 2013 18:29