Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Stjarnan 79-93 Henry Birgir Gunnarsson í Fjárhúsinu skrifar 8. apríl 2013 15:08 Stjarnan er komin með 2-1 forskot í rimmunni gegn Snæfelli í undanúrslitum Dominos-deildar karla. Stjörnumenn sóttu nauðsynlegan sigur í Fjárhúsið í kvöld og geta klárað rimmuna á heimavelli sínum á föstudagskvöld. Heimamenn spiluðu án Jay Threatt í kvöld og munaði um minna. Leikmenn liðsins mættu þó staðráðnir í að selja sig dýrt. Þeir byrjuðu leikinn með miklum látum. Röðuðu niður þriggja stiga körfum og leiddu með fimm stigum, 27-22, eftir fyrsta leikhluta. Þá tók Stjarnan við sér og í raun tók algjörlega við stjórn leiksins. Leikmenn liðsins fóru algjörlega á kostum í öðrum leikhluta er þeir kafsigldu heimamenn. Það fór allt niður hjá þeim, innan teigs sem og utan. Það var alveg sama hvað heimamenn gerðu, það virkaði ekkert. Þeir reyndu að lemja á Stjörnumönnum en það styrkti þá bara. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn orðinn 16 stig, 41-57. Leikhlutinn fór 14-35 fyrir Stjörnuna og þeir í verulega huggulegum málum. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, hafði lítið við sína menn að segja í hálfleik því þeir komu fljótt út úr búningsklefa. Skýr og skorinorð ræða hjá honum. Hún dugði þó lítt því Snæfell minnkaði muninn um aðeins fjögur stig í leikhlutanum. Þeir gáfu sig alla í verkefnið en mótspyrnan var bara of mikil. 62-74 þegar einn leikhluti var eftir. Krafturinn fór fljótt úr heimamönnum í síðasta leikhlutanum því Stjörnumenn gáfu engin færi á sér og juku muninn í 17 stig. Ballið búið og Stjörnumenn sigldu þessu örugglega heim. Jarrid Frye var stórkostlegur í liði Stjörnunnar. Skoraði körfur í öllum regnbogans litum ásamt því að rífa niður fráköst. Jovan og Justin einnig magnaðir og sérstaklega þegar mest á reyndi. Mills skilaði sínu. Snæfell réð ekki við að spila án Threatt sem studdist við hækju í kvöld. Hann verður aldrei 100 prósent í næsta leik en án hans er ég hræddur um að ballið sé búið hjá Snæfelli í ár. Amaroso mjög góður sem og Sigurður Þorvaldsson. Jón Ólafur með spretti en aðrir slakir og þurfa að gera miklu betur í næsta leik ef Snæfell á ekki að fara í sumarfrí.Justin: Klárum þetta á heimavelli "Þetta var risastór sigur. Við vissum að Snæfell myndi mæta okkur af miklum krafti. Sama hvort Jay Threatt yrði með eða ekki. Án hans yrðu þeir líklega grimmari og það sást í fyrsta leikhluta," sagði Justin Shouse sem átti fínan leik fyrir Stjörnuna í kvöld. Stjörnumenn svöruðu þessum fyrsta leikhluta heimamanna með sýningu. Þeir unnu annan leikhluta 35-14 og lögðu þar grunninn að sigrinum. "Teitur sagði við okkur eftir fyrsta leikhlutann að ef við mættum þeim ekki af krafti þá myndum við tapa leiknum. Það var nákvæmlega það sem við gerðum." Það leyndi sér ekki hversu mikið heimamenn söknuðu Threatt. Á Snæfell möguleika gegn Stjörnunni án hans? "Hann er frábær leikmaður. Þegar maður eins og hann hverfur frá þurfa hinir að stíga upp. Þeir eru með menn sem geta það. Við munum undirbúa okkur fyrir leikinn eins og hann spili." Shouse lék með Snæfelli á sínum tíma. Þó svo honum þyki alltaf gaman að koma í Hólminn þá vill hann ekki koma aftur þangað í vetur til þess að spila körfubolta. "Það er alltaf mjög gaman að koma hingað. Ég stefni þó ekki á að mæta hér aftur í körfuboltabúningnum. Við ætlum að klára þetta á heimavelli. Þar erum við sterkir."Ingi Þór: Erum að mæta dýrasta liði Íslandssögunnar Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var hundfúll eftir leikinn. Bæði með dómgæsluna og sína menn. "Við gáfum allt í þetta en vorum samt sjálfum okkur verstir. Við erum að spila á móti dýrasta liði Íslandssögunnar. Þeir eru með gæðammenn í öllum stöðum og þar af fjóra frábæra erlenda leikmenn sem klikka vart skoti í fyrri hálfleik. "Við gerum rosalega mikð af varnarmistökum og skiljum þá eftir ítrekað. Við gerðum okkur erfitt fyrir en þeir voru líka að negla niður fáranlega erfiðum skotum," sagði Ingi Þór en hann var mjög ósáttur við hversu mikið hans lið gefur alltaf eftir í öðrum leikhluta. Þó svo Snæfell hafi saknað Jay Threatt sagði Ingi að það væri engin afsökun. "Aðrir leikmenn eru ekki að stíga nægjanlega upp. Sóknarleikurinn okkar var stirður og þeir fengu allt of mikið af hraðaupphlaupum," sagði Ingi en á hans lið möguleika í Ásgarði? "Við erum að fara í Garðabæinn til þess að jafna. Jay Threatt verður líka með í þeim leik. Það verður svo fimmti leikur einhvern tímann síðar," sagði Ingi sem var líka ósáttur við dómgæsluna. "Mér fannst þeir vera slakir en þeir voru ekki slakari en við."Teitur: Menn verða að halda reisn "Annar leikhlutinn hjá okkur í dag var meiriháttar. Frábær boltahreyfing og liðsvinna. Þar náum við upp muninum og vinnum leikinn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. "Við bjuggumst við þeim mjög grimmum í upphafi en við svöruðum því. Svo fannst mér sjálfstraustið smám saman hrynja af þeim. Mér fannst við ekki nógu góðir í seinni hálfleik en við gerðum nóg til þess að vinna. Út á það gengur dæmið." Stjarnan er nú búin að ná í útisigurinn sem vantaði og getur klárað dæmið fyrir framan sitt fólk á föstudag. "Okkur hefur gengið mjög vel í Ásgarði og við höfum fengið frábæran stuðning þar. Ég vona að það verði engin breyting á því á föstudaginn," sagði Teitur en á Snæfell möguleika án Threatt? "Já, já. Ef við gefum færi á okkur þá vinna þeir okkur. Við verðum því að hugsa um okkur." Ingi Þór kallaði Stjörnuna dýrasta lið Íslandssögunnar eftir leikinn. Hvað fannst Teiti um þau ummæli? "Ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að segja um þetta. Mér finnst þetta næstum því vera eins og hann sé að kasta inn hvíta handklæðinu. Menn verða að halda reisn."Snæfell-Stjarnan 79-93 (27-22, 14-35, 21-17, 17-19)Snæfell: Ryan Amaroso 21/9 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 20/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12, Hafþór Ingi Gunnarsson 10/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Stefán Karel Torfason 2, Ólafur Torfason 2.Stjarnan: Jarrid Frye 29/9 fráköst, Jovan Zdravevski 21/4 fráköst, Brian Mills 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 12/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 9, Fannar Freyr Helgason 4/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3.Bein textalýsing úr Fjárhúsinu.Leik lokið | 79-93: Sanngjarn sigur hjá gestunum.38. mín | 70-84: Þetta er að fjara út. Heimamenn virðast hafa játað sig sigraða. Stjarnan með flottan leik í kvöld en heimamenn söknuðu Threatt verulega mikið.35. mín | 69-83: "Hann hleypur niðri í horn og setur stigin þrjú." Svo segir í laginu um Sigga Þorvalds. Hann var einmitt að gera það. Sveinn Arnar með fimm villur. Ekki góður dagur hjá honum. 5 villur og 5 misheppnuð þriggja stiga skot.34. mín | 64-81: Ingi tekur leikhlé. Breaking the Law spilað. Snæfell þarf að komast upp með glæp til þess að vinna þennan leik.34. mín | 64-81: Loftið smám saman að leka úr heimamönnum. Baráttumóðurinn ekki alveg sá sami. Trúin að hverfa. Meira að segja fór ein sending á blaðamann. Hann getur lítið hjálpað þó svo hann telji sig vera öflugan fyrir utan línuna.31. mín | 64-77: Pálmi minnkar muninn í tíu stig, 64-74. Fannar svarar með að seta eitt víti niður. 33% nýting á línunni hjá honum í kvöld. Talsverð harka í leiknum núna.3. leikhluti búinn | 62-74: Snæfell minnkaði muninn um 4 stig í þessum leikhluta. Það er engan veginn nóg. Jarrid Frye er að fara á kostum en hann er kominn með 27 stig fyrir Stjörnuna.27. mín | 52-65: Snæfell náði muninum niður í 11 stig áðan, 52-63, en þá sagði Stjarnan að þetta væri ágætt í bili. Betur má ef duga skal hjá heimamönnum. Áhorfendir sumir hverjir að verða pirraðir.25. mín | 50-62: Skurðgröfurnar á fullu í kvöld. Verið að dæma mokstur á bæði lið. Dómararnir harðir í kvöld. Nú var það Stjarnan og dómurinn kætti Inga enda fékk Snæfell tvo slíka dóma á sig í fyrri hálfleik.23. mín | 46-62: Nonni kominn með 3 villur og þarf að hvíla sig. Amaroso og Ólafur Torfa einnig með þrjár. Ekki góð tíðindi fyrir heimamenn. Marvin einn með 3 villur hinum megin.22. mín | 44-62: Nonni Mæju opnar seinni hálfleik á að setja þirst. Spurning hvort það kveiki í heimamönnum. Frye heldur áfram að spila vel. Skorar og treður svo með miklum látum og fær villu. Þetta var rosalegt.21. mín | 41-57: Ræða Inga Þórs var stutt og skorinorð því hans menn voru fljótir aftur út á völl. Hann var ekki alveg sáttur við dómgæsluna og hefur komið mótmælum á framfæri hér í hálfleiknum. Snæfell þarf að spila vel í þessum leikhluta, annars er þetta búið.Hálfleikur | 41-57: Sextán stiga munur í hálfleik. Algjörlega stórkostlegur annar leikhluti hjá gestunum sem hafa leikið sér að Snæfelli. Leikhlutinn fór 35-14 fyrir Stjörnuna. Amaroso hefur skorað 14 stig fyrir Snæfell og Siggi Þorvalds 12. Frye með 14 fyrir Stjörnuna, Jovan 13, Mills 12 og Justin 10. Heldur betur verk að vinna hjá heimamönnum í síðari hálfleik.19. mín | 37-55: Mills treður og óíþróttamannsleg villa dæmd á Nonna Mæju. Stjarnan klassa betri og er að kafsigla heimamenn.19. mín | 37-52: Það rignir þristum hjá Stjörnunni í þessum leikhluta. Sjóðheitir á meðal það hefur slokknað á heimamönnum. Amarosa reig Frye niður undir körfunni. Ekkert dæmt. Teitur, þjálfari Stjörnunnar, trúir ekki sínum eigin augum. Frye hristir bara hausinn. Snæfell að reyna að ná upp grimmdinni á ný. Jovan svarar með því að setja niður þrist.17. mín | 33-46: Ingi tekur leikhlé í stöðunni 33-43. Hættulegt ef heimamenn missa gestina lengra fram úr sér. Marvin setur niður þrist. Ingi tekur annað leikhlé. Ræðir aðeins við Sigmund dómara í leiðinni.16. mín | 33-41: Nú detta þristarnir hjá gestunum. Shouse og Jovan henda niður stórum körfum.14. mín | 29-35: Hólmarar farnir að leita meira inn í teig en þar eru gestirnir fastir fyrir. Stjörnumenn að spila betur í þessum leikhluta og smá hikst í sóknarleik heimamanna. Shouse dottinn í stuð og tíu Stjörnustig í röð.12. mín | 29-25: Fannar klúðrar tveim vítaskotum og aðeins Dagur í frákastinu. Mátti sín lítils. Stjarnan keyrir hratt upp og það hefur gengið vel hingað til. Amoroso sterkur í liði Snæfells. Fer allt niður hjá honum.Kominn með tólf stig. Frye með níu fyrir Stjörnuna.1. leikhluta lokið| 27-22: Hraði í fyrsta leikhltua. Snæfellingar að byrja vel án Threatt. Þeir ætla ekkert að gefa eftir hér í kvöld. Baráttuhugur í þeim. Silfurskeiðarmenn þurfa að hafa fyrir þessu. Snæfell með 5 þrista og 3 tveggja stiga körfur. Stjarnan að hitta vel inn í teig. Þetta verður slagur.8. mín | 17-17: Fleiri þriggja stiga skot en tveggja stiga hafa farið niður hjá Snæfelli. 5-1 þar. Lifa ekki á þristunum allan leikinn. Sjóðheitir eru þeir samt fyrir utan. Magnað. Þurfa auðveldari körfur engu að síður með.6. mín | 11-15: Sveinn Arnar kaldur í upphafi hjá heimamönnum. Reynir tvo þrista. Fyrst loftbolti og svo rétt náði hann á hringinn. Hraði og kraftur í upphafi leiks.4. mín | 8-11: Nonni Mæju með sinn fyrsta þrist í kvöld. Hann þarf að eiga stórleik í kvöld þar sem Threatt er fjarverandi. Fleiri þurfa að stíga upp. Stjörnumenn að hitta vel.2. mín | 3-4: Ballið er byrjað. Bæði stuðningsmannalið í góðum gír en hefði viljað sjá betri mætingu úr Garðabænum. Mills skorar fyrstu körfu leiksins. Frye næstu þar á eftir. Amoroso opnar á þrist fyrir Snæfell.Fyrir leik: Svo er hjólað í Mannakorn. Aðeins á landsbyggðinni. Gríðarlega fínt program hérna í Fjárhúsinu. Þorparinn varð fyrir valinu, spurning fyrir hvern sé verið að spila lagið?Fyrir leik: Verið að kynna menn til leiks. Stúkan troðfull. Vil fá meira fólk á gólfið. Þetta verður rosalegt. Welcome to the jungle spilaðundir kynningu heimamanna. Virðing á það.Fyrir leik: Trommusveitin hefur lokið sér af. Stutt program en gott. Algjör óþarfi að lengja það. Nú eru Hjálmar á fóninum og stúkan orðin ansi þétt setin.Fyrir leik: Trommusveit mikil hitar nú upp. Fimm menn á trommum. Hef heyrt skemmtilegri upphitunaratriði en frumlegt er það. Garðbæingar eru farnir að streyma í húsið. Verður áhugavert að sjá mætinguna frá þeim.Fyrir leik: Snæfell mun ekki spila með Jay Threatt í kvöld og er það mikið áfall fyrir heimamenn enda hefur Threatt verið frábær. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, vonast til þess að hann geti spilað næsta leik. "Þetta klárast ekki í kvöld," sagði Ingi ákveðinn við Vaktina áðan. Ólafur Torfason er einnig tæpur á ökkla og sá Inig sjálfur um að teipa hann fyrir leik. Gerði hann það fagmannlega.Fyrir leik: Hólmarar búast við fjölda manns á leikinn og hefur stólum verið raðað upp við völlinn svo allir komist fyrir. Vonandi verða allir stólar vel nýttir.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Snæfells og Stjörnunnar lýst. Smá netvesen eins og vera ber í upphafi en þetta er komið í lag. Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Stjarnan er komin með 2-1 forskot í rimmunni gegn Snæfelli í undanúrslitum Dominos-deildar karla. Stjörnumenn sóttu nauðsynlegan sigur í Fjárhúsið í kvöld og geta klárað rimmuna á heimavelli sínum á föstudagskvöld. Heimamenn spiluðu án Jay Threatt í kvöld og munaði um minna. Leikmenn liðsins mættu þó staðráðnir í að selja sig dýrt. Þeir byrjuðu leikinn með miklum látum. Röðuðu niður þriggja stiga körfum og leiddu með fimm stigum, 27-22, eftir fyrsta leikhluta. Þá tók Stjarnan við sér og í raun tók algjörlega við stjórn leiksins. Leikmenn liðsins fóru algjörlega á kostum í öðrum leikhluta er þeir kafsigldu heimamenn. Það fór allt niður hjá þeim, innan teigs sem og utan. Það var alveg sama hvað heimamenn gerðu, það virkaði ekkert. Þeir reyndu að lemja á Stjörnumönnum en það styrkti þá bara. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn orðinn 16 stig, 41-57. Leikhlutinn fór 14-35 fyrir Stjörnuna og þeir í verulega huggulegum málum. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, hafði lítið við sína menn að segja í hálfleik því þeir komu fljótt út úr búningsklefa. Skýr og skorinorð ræða hjá honum. Hún dugði þó lítt því Snæfell minnkaði muninn um aðeins fjögur stig í leikhlutanum. Þeir gáfu sig alla í verkefnið en mótspyrnan var bara of mikil. 62-74 þegar einn leikhluti var eftir. Krafturinn fór fljótt úr heimamönnum í síðasta leikhlutanum því Stjörnumenn gáfu engin færi á sér og juku muninn í 17 stig. Ballið búið og Stjörnumenn sigldu þessu örugglega heim. Jarrid Frye var stórkostlegur í liði Stjörnunnar. Skoraði körfur í öllum regnbogans litum ásamt því að rífa niður fráköst. Jovan og Justin einnig magnaðir og sérstaklega þegar mest á reyndi. Mills skilaði sínu. Snæfell réð ekki við að spila án Threatt sem studdist við hækju í kvöld. Hann verður aldrei 100 prósent í næsta leik en án hans er ég hræddur um að ballið sé búið hjá Snæfelli í ár. Amaroso mjög góður sem og Sigurður Þorvaldsson. Jón Ólafur með spretti en aðrir slakir og þurfa að gera miklu betur í næsta leik ef Snæfell á ekki að fara í sumarfrí.Justin: Klárum þetta á heimavelli "Þetta var risastór sigur. Við vissum að Snæfell myndi mæta okkur af miklum krafti. Sama hvort Jay Threatt yrði með eða ekki. Án hans yrðu þeir líklega grimmari og það sást í fyrsta leikhluta," sagði Justin Shouse sem átti fínan leik fyrir Stjörnuna í kvöld. Stjörnumenn svöruðu þessum fyrsta leikhluta heimamanna með sýningu. Þeir unnu annan leikhluta 35-14 og lögðu þar grunninn að sigrinum. "Teitur sagði við okkur eftir fyrsta leikhlutann að ef við mættum þeim ekki af krafti þá myndum við tapa leiknum. Það var nákvæmlega það sem við gerðum." Það leyndi sér ekki hversu mikið heimamenn söknuðu Threatt. Á Snæfell möguleika gegn Stjörnunni án hans? "Hann er frábær leikmaður. Þegar maður eins og hann hverfur frá þurfa hinir að stíga upp. Þeir eru með menn sem geta það. Við munum undirbúa okkur fyrir leikinn eins og hann spili." Shouse lék með Snæfelli á sínum tíma. Þó svo honum þyki alltaf gaman að koma í Hólminn þá vill hann ekki koma aftur þangað í vetur til þess að spila körfubolta. "Það er alltaf mjög gaman að koma hingað. Ég stefni þó ekki á að mæta hér aftur í körfuboltabúningnum. Við ætlum að klára þetta á heimavelli. Þar erum við sterkir."Ingi Þór: Erum að mæta dýrasta liði Íslandssögunnar Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var hundfúll eftir leikinn. Bæði með dómgæsluna og sína menn. "Við gáfum allt í þetta en vorum samt sjálfum okkur verstir. Við erum að spila á móti dýrasta liði Íslandssögunnar. Þeir eru með gæðammenn í öllum stöðum og þar af fjóra frábæra erlenda leikmenn sem klikka vart skoti í fyrri hálfleik. "Við gerum rosalega mikð af varnarmistökum og skiljum þá eftir ítrekað. Við gerðum okkur erfitt fyrir en þeir voru líka að negla niður fáranlega erfiðum skotum," sagði Ingi Þór en hann var mjög ósáttur við hversu mikið hans lið gefur alltaf eftir í öðrum leikhluta. Þó svo Snæfell hafi saknað Jay Threatt sagði Ingi að það væri engin afsökun. "Aðrir leikmenn eru ekki að stíga nægjanlega upp. Sóknarleikurinn okkar var stirður og þeir fengu allt of mikið af hraðaupphlaupum," sagði Ingi en á hans lið möguleika í Ásgarði? "Við erum að fara í Garðabæinn til þess að jafna. Jay Threatt verður líka með í þeim leik. Það verður svo fimmti leikur einhvern tímann síðar," sagði Ingi sem var líka ósáttur við dómgæsluna. "Mér fannst þeir vera slakir en þeir voru ekki slakari en við."Teitur: Menn verða að halda reisn "Annar leikhlutinn hjá okkur í dag var meiriháttar. Frábær boltahreyfing og liðsvinna. Þar náum við upp muninum og vinnum leikinn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. "Við bjuggumst við þeim mjög grimmum í upphafi en við svöruðum því. Svo fannst mér sjálfstraustið smám saman hrynja af þeim. Mér fannst við ekki nógu góðir í seinni hálfleik en við gerðum nóg til þess að vinna. Út á það gengur dæmið." Stjarnan er nú búin að ná í útisigurinn sem vantaði og getur klárað dæmið fyrir framan sitt fólk á föstudag. "Okkur hefur gengið mjög vel í Ásgarði og við höfum fengið frábæran stuðning þar. Ég vona að það verði engin breyting á því á föstudaginn," sagði Teitur en á Snæfell möguleika án Threatt? "Já, já. Ef við gefum færi á okkur þá vinna þeir okkur. Við verðum því að hugsa um okkur." Ingi Þór kallaði Stjörnuna dýrasta lið Íslandssögunnar eftir leikinn. Hvað fannst Teiti um þau ummæli? "Ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að segja um þetta. Mér finnst þetta næstum því vera eins og hann sé að kasta inn hvíta handklæðinu. Menn verða að halda reisn."Snæfell-Stjarnan 79-93 (27-22, 14-35, 21-17, 17-19)Snæfell: Ryan Amaroso 21/9 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 20/6 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12, Hafþór Ingi Gunnarsson 10/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Stefán Karel Torfason 2, Ólafur Torfason 2.Stjarnan: Jarrid Frye 29/9 fráköst, Jovan Zdravevski 21/4 fráköst, Brian Mills 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 12/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 9, Fannar Freyr Helgason 4/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3.Bein textalýsing úr Fjárhúsinu.Leik lokið | 79-93: Sanngjarn sigur hjá gestunum.38. mín | 70-84: Þetta er að fjara út. Heimamenn virðast hafa játað sig sigraða. Stjarnan með flottan leik í kvöld en heimamenn söknuðu Threatt verulega mikið.35. mín | 69-83: "Hann hleypur niðri í horn og setur stigin þrjú." Svo segir í laginu um Sigga Þorvalds. Hann var einmitt að gera það. Sveinn Arnar með fimm villur. Ekki góður dagur hjá honum. 5 villur og 5 misheppnuð þriggja stiga skot.34. mín | 64-81: Ingi tekur leikhlé. Breaking the Law spilað. Snæfell þarf að komast upp með glæp til þess að vinna þennan leik.34. mín | 64-81: Loftið smám saman að leka úr heimamönnum. Baráttumóðurinn ekki alveg sá sami. Trúin að hverfa. Meira að segja fór ein sending á blaðamann. Hann getur lítið hjálpað þó svo hann telji sig vera öflugan fyrir utan línuna.31. mín | 64-77: Pálmi minnkar muninn í tíu stig, 64-74. Fannar svarar með að seta eitt víti niður. 33% nýting á línunni hjá honum í kvöld. Talsverð harka í leiknum núna.3. leikhluti búinn | 62-74: Snæfell minnkaði muninn um 4 stig í þessum leikhluta. Það er engan veginn nóg. Jarrid Frye er að fara á kostum en hann er kominn með 27 stig fyrir Stjörnuna.27. mín | 52-65: Snæfell náði muninum niður í 11 stig áðan, 52-63, en þá sagði Stjarnan að þetta væri ágætt í bili. Betur má ef duga skal hjá heimamönnum. Áhorfendir sumir hverjir að verða pirraðir.25. mín | 50-62: Skurðgröfurnar á fullu í kvöld. Verið að dæma mokstur á bæði lið. Dómararnir harðir í kvöld. Nú var það Stjarnan og dómurinn kætti Inga enda fékk Snæfell tvo slíka dóma á sig í fyrri hálfleik.23. mín | 46-62: Nonni kominn með 3 villur og þarf að hvíla sig. Amaroso og Ólafur Torfa einnig með þrjár. Ekki góð tíðindi fyrir heimamenn. Marvin einn með 3 villur hinum megin.22. mín | 44-62: Nonni Mæju opnar seinni hálfleik á að setja þirst. Spurning hvort það kveiki í heimamönnum. Frye heldur áfram að spila vel. Skorar og treður svo með miklum látum og fær villu. Þetta var rosalegt.21. mín | 41-57: Ræða Inga Þórs var stutt og skorinorð því hans menn voru fljótir aftur út á völl. Hann var ekki alveg sáttur við dómgæsluna og hefur komið mótmælum á framfæri hér í hálfleiknum. Snæfell þarf að spila vel í þessum leikhluta, annars er þetta búið.Hálfleikur | 41-57: Sextán stiga munur í hálfleik. Algjörlega stórkostlegur annar leikhluti hjá gestunum sem hafa leikið sér að Snæfelli. Leikhlutinn fór 35-14 fyrir Stjörnuna. Amaroso hefur skorað 14 stig fyrir Snæfell og Siggi Þorvalds 12. Frye með 14 fyrir Stjörnuna, Jovan 13, Mills 12 og Justin 10. Heldur betur verk að vinna hjá heimamönnum í síðari hálfleik.19. mín | 37-55: Mills treður og óíþróttamannsleg villa dæmd á Nonna Mæju. Stjarnan klassa betri og er að kafsigla heimamenn.19. mín | 37-52: Það rignir þristum hjá Stjörnunni í þessum leikhluta. Sjóðheitir á meðal það hefur slokknað á heimamönnum. Amarosa reig Frye niður undir körfunni. Ekkert dæmt. Teitur, þjálfari Stjörnunnar, trúir ekki sínum eigin augum. Frye hristir bara hausinn. Snæfell að reyna að ná upp grimmdinni á ný. Jovan svarar með því að setja niður þrist.17. mín | 33-46: Ingi tekur leikhlé í stöðunni 33-43. Hættulegt ef heimamenn missa gestina lengra fram úr sér. Marvin setur niður þrist. Ingi tekur annað leikhlé. Ræðir aðeins við Sigmund dómara í leiðinni.16. mín | 33-41: Nú detta þristarnir hjá gestunum. Shouse og Jovan henda niður stórum körfum.14. mín | 29-35: Hólmarar farnir að leita meira inn í teig en þar eru gestirnir fastir fyrir. Stjörnumenn að spila betur í þessum leikhluta og smá hikst í sóknarleik heimamanna. Shouse dottinn í stuð og tíu Stjörnustig í röð.12. mín | 29-25: Fannar klúðrar tveim vítaskotum og aðeins Dagur í frákastinu. Mátti sín lítils. Stjarnan keyrir hratt upp og það hefur gengið vel hingað til. Amoroso sterkur í liði Snæfells. Fer allt niður hjá honum.Kominn með tólf stig. Frye með níu fyrir Stjörnuna.1. leikhluta lokið| 27-22: Hraði í fyrsta leikhltua. Snæfellingar að byrja vel án Threatt. Þeir ætla ekkert að gefa eftir hér í kvöld. Baráttuhugur í þeim. Silfurskeiðarmenn þurfa að hafa fyrir þessu. Snæfell með 5 þrista og 3 tveggja stiga körfur. Stjarnan að hitta vel inn í teig. Þetta verður slagur.8. mín | 17-17: Fleiri þriggja stiga skot en tveggja stiga hafa farið niður hjá Snæfelli. 5-1 þar. Lifa ekki á þristunum allan leikinn. Sjóðheitir eru þeir samt fyrir utan. Magnað. Þurfa auðveldari körfur engu að síður með.6. mín | 11-15: Sveinn Arnar kaldur í upphafi hjá heimamönnum. Reynir tvo þrista. Fyrst loftbolti og svo rétt náði hann á hringinn. Hraði og kraftur í upphafi leiks.4. mín | 8-11: Nonni Mæju með sinn fyrsta þrist í kvöld. Hann þarf að eiga stórleik í kvöld þar sem Threatt er fjarverandi. Fleiri þurfa að stíga upp. Stjörnumenn að hitta vel.2. mín | 3-4: Ballið er byrjað. Bæði stuðningsmannalið í góðum gír en hefði viljað sjá betri mætingu úr Garðabænum. Mills skorar fyrstu körfu leiksins. Frye næstu þar á eftir. Amoroso opnar á þrist fyrir Snæfell.Fyrir leik: Svo er hjólað í Mannakorn. Aðeins á landsbyggðinni. Gríðarlega fínt program hérna í Fjárhúsinu. Þorparinn varð fyrir valinu, spurning fyrir hvern sé verið að spila lagið?Fyrir leik: Verið að kynna menn til leiks. Stúkan troðfull. Vil fá meira fólk á gólfið. Þetta verður rosalegt. Welcome to the jungle spilaðundir kynningu heimamanna. Virðing á það.Fyrir leik: Trommusveitin hefur lokið sér af. Stutt program en gott. Algjör óþarfi að lengja það. Nú eru Hjálmar á fóninum og stúkan orðin ansi þétt setin.Fyrir leik: Trommusveit mikil hitar nú upp. Fimm menn á trommum. Hef heyrt skemmtilegri upphitunaratriði en frumlegt er það. Garðbæingar eru farnir að streyma í húsið. Verður áhugavert að sjá mætinguna frá þeim.Fyrir leik: Snæfell mun ekki spila með Jay Threatt í kvöld og er það mikið áfall fyrir heimamenn enda hefur Threatt verið frábær. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, vonast til þess að hann geti spilað næsta leik. "Þetta klárast ekki í kvöld," sagði Ingi ákveðinn við Vaktina áðan. Ólafur Torfason er einnig tæpur á ökkla og sá Inig sjálfur um að teipa hann fyrir leik. Gerði hann það fagmannlega.Fyrir leik: Hólmarar búast við fjölda manns á leikinn og hefur stólum verið raðað upp við völlinn svo allir komist fyrir. Vonandi verða allir stólar vel nýttir.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Snæfells og Stjörnunnar lýst. Smá netvesen eins og vera ber í upphafi en þetta er komið í lag.
Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira