Telur að eitrað hafi verið fyrir Jordan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2013 11:15 Jordan kastar mæðinni í fimma leiknum í Salt Lake City 1997. Nordicphotos/Getty Ein magnaðasta frammistaða körfuboltakappans Michael Jordan var vafalítið í 90-88 sigri Chicago Bulls á Utah Jazz í úrslitum NBA árið 1997. Jordan gekk ekki heill til skógar í leiknum. Honum var óglatt og glímdi við mikla vanlíðan. Þrátt fyrir það sallaði Jordan niður 38 stigum og er leikurinn reglulega rifjaður upp af körfuboltaunnendum til marks um ótrúlegt keppnisskap Jordan. Hefur leikurinn í daglegu tali verið kallaður „Flensuleikurinn". Sigurinn kom Chicago í 3-2 stöðu í einvíginu og svo fór að liðið tryggði sér meistaratitilinn í sjötta leiknum í Chicago. Þar var Jordan samur við sig, skoraði 39 stig og tryggði liðinu sinn annan meistaratitil á tveimur árum. Liðið bætti þeim þriðja í safnið ári síðar.Í nýlegu viðtali við Tim Grover, sem þjálfaði Jordan í langan tíma, telur hann afar líklegt að eitrað hafi verið fyrir kappanum. Þannig hafi liðið dvalið á hóteli í Salt Lake City þegar hungur hafi gert vart við sig kvöldið fyrir leik. Herbergisþjónusta stóð ekki til boða svo brugðið var á það ráð að panta pizzu. „Við höfðum verið þarna í nokkurn tíma þannig að það vissu allir hvar við dvöldum," segir Grover. Fimm menn hafi mætt með pizzuna og Grover segist hafa sagt að hann hefði slæma tilfinningu fyrir þessu.Scottie Pippen hjálpar Jordan af vellinum í leiknum í Salt Lake City.Nordicphotos/Getty„Af öllum leikmönnunum þá var MJ (Michael Jordan) sá eini sem borðaði. Enginn annar fékk sér bita. Klukkan tvö um nóttina fékk ég svo símtal og boð um að mæta til hans í herbergið. Þá lá hann í rúminu í fósturstellingunni," segir Grover. Hann sagði strax við Jordan að um matareitrun væri að ræða, ekki flensu. Áhugavert er að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á fimmtán árum. Í dag myndu kokkar liðsins elda mat að ósk leikmanna liðsins. Á þessum tíma þurfti hins vegar besti körfuboltamaður í heimi að panta sér pizzu á einhverjum óþekktum pizzustað í Salt Lake City til að fá að borða. Hins vegar þarf ekki að vera óeðlilegt að fimm menn hafi mætt með pizzuna enda allir vonast eftir að hitta einhverja af stórstjörnum Chicago Bulls. Nánar hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. NBA Tengdar fréttir Þau mætast í úrslitakeppni NBA Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni. 18. apríl 2013 09:24 Mest lesið „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Ein magnaðasta frammistaða körfuboltakappans Michael Jordan var vafalítið í 90-88 sigri Chicago Bulls á Utah Jazz í úrslitum NBA árið 1997. Jordan gekk ekki heill til skógar í leiknum. Honum var óglatt og glímdi við mikla vanlíðan. Þrátt fyrir það sallaði Jordan niður 38 stigum og er leikurinn reglulega rifjaður upp af körfuboltaunnendum til marks um ótrúlegt keppnisskap Jordan. Hefur leikurinn í daglegu tali verið kallaður „Flensuleikurinn". Sigurinn kom Chicago í 3-2 stöðu í einvíginu og svo fór að liðið tryggði sér meistaratitilinn í sjötta leiknum í Chicago. Þar var Jordan samur við sig, skoraði 39 stig og tryggði liðinu sinn annan meistaratitil á tveimur árum. Liðið bætti þeim þriðja í safnið ári síðar.Í nýlegu viðtali við Tim Grover, sem þjálfaði Jordan í langan tíma, telur hann afar líklegt að eitrað hafi verið fyrir kappanum. Þannig hafi liðið dvalið á hóteli í Salt Lake City þegar hungur hafi gert vart við sig kvöldið fyrir leik. Herbergisþjónusta stóð ekki til boða svo brugðið var á það ráð að panta pizzu. „Við höfðum verið þarna í nokkurn tíma þannig að það vissu allir hvar við dvöldum," segir Grover. Fimm menn hafi mætt með pizzuna og Grover segist hafa sagt að hann hefði slæma tilfinningu fyrir þessu.Scottie Pippen hjálpar Jordan af vellinum í leiknum í Salt Lake City.Nordicphotos/Getty„Af öllum leikmönnunum þá var MJ (Michael Jordan) sá eini sem borðaði. Enginn annar fékk sér bita. Klukkan tvö um nóttina fékk ég svo símtal og boð um að mæta til hans í herbergið. Þá lá hann í rúminu í fósturstellingunni," segir Grover. Hann sagði strax við Jordan að um matareitrun væri að ræða, ekki flensu. Áhugavert er að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á fimmtán árum. Í dag myndu kokkar liðsins elda mat að ósk leikmanna liðsins. Á þessum tíma þurfti hins vegar besti körfuboltamaður í heimi að panta sér pizzu á einhverjum óþekktum pizzustað í Salt Lake City til að fá að borða. Hins vegar þarf ekki að vera óeðlilegt að fimm menn hafi mætt með pizzuna enda allir vonast eftir að hitta einhverja af stórstjörnum Chicago Bulls. Nánar hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
NBA Tengdar fréttir Þau mætast í úrslitakeppni NBA Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni. 18. apríl 2013 09:24 Mest lesið „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Þau mætast í úrslitakeppni NBA Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni. 18. apríl 2013 09:24