Segir hugmyndina um breiðfylkingu jafnaðarmanna aldrei hafa átt betur við en nú 28. apríl 2013 13:24 Mynd úr safni. Það var ágætt hljóðið í Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, þegar Sprengisandur sló á þráðinn til hans í dag. Hann sagði ýmsar ástæður skýra þá lélegu kosningu sem flokkurinn hlaur í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær. „Það má ekki gleyma því að þjóðir sem ganga í gegnum efnahagshrun jafna sig aldrei á því á fjórum árum. Fólk gerir ekki mikinn greinarmun á því af hverju lakari lífskjör og erfitt umhverfi stafar og fólk finnur að það nær ekki endum saman. Það er erfið staða út af fyrir sig, en er ekki endilega vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. En auðvitað bitnar þetta á ríkisstjórn sem situr við þær aðstæður.“ Árni segir hugmyndina um breiðfylkingu jafnaðarmanna aldrei eiga betur við en nú. „Mér fannst Samfylkingin vera orðin of mikið eins og hefðbundinn valdaflokkur. Þegar við sjáum síðan að það myndast við hliðina á Samfylkingunni svigrúm fyrir alþjóðasinnaðan miðjuflokk eins og Bjarta Framtíð er það auðvitað ekki gott. Ef Samfylkingin væri trú breiðfylking jafnaðarmanna ætti ekki að myndast þetta svigrúm,“ segir Árni Páll og nefnir einnig sérstök framboð sem sprottið hafa upp um einstök afmörkuð mál. En hverja telur Árni Páll stöðu sína sem formanns vera eftir þessa lélegu kosningu? „Ég er nú í þeirri öfundsverðu stöðu meðal formanna flokka að hafa skýrt umboð flokksmanna...“ [„Þeir hafa það nú hinir líka er það ekki?“ spyr þáttastjórnandi] „Nei þeir hafa nefnilega umboð sinna landsfunda sem er eðlismunur. Þetta hefur háð til dæmis Bjarna Benediktssyni mjög. Ég hef skýrt umboð meira en sextíu prósent flokksmanna í Samfylkingunni. En þetta snýst ekki um mína persónu heldur hvort menn nái að skilja skilaboðin. Það verður að tengja betur við fólkið í landinu. Það er samfélagslega mikilvægt að hér fái þrifist stórir stjórnmálaflokkar, því þeir eru í eðli sínu betur í stakk búnir til þess að verja þjóðarhagsmuni.“ En er Árni Páll til í stjórnarmyndunarviðræður, standi þær til boða? „Ég á nú frekar von á því að ef til okkar yrði leitað varðandi stjórnarmyndun þá myndum við skoða það.“ Kosningar 2013 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Það var ágætt hljóðið í Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, þegar Sprengisandur sló á þráðinn til hans í dag. Hann sagði ýmsar ástæður skýra þá lélegu kosningu sem flokkurinn hlaur í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær. „Það má ekki gleyma því að þjóðir sem ganga í gegnum efnahagshrun jafna sig aldrei á því á fjórum árum. Fólk gerir ekki mikinn greinarmun á því af hverju lakari lífskjör og erfitt umhverfi stafar og fólk finnur að það nær ekki endum saman. Það er erfið staða út af fyrir sig, en er ekki endilega vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. En auðvitað bitnar þetta á ríkisstjórn sem situr við þær aðstæður.“ Árni segir hugmyndina um breiðfylkingu jafnaðarmanna aldrei eiga betur við en nú. „Mér fannst Samfylkingin vera orðin of mikið eins og hefðbundinn valdaflokkur. Þegar við sjáum síðan að það myndast við hliðina á Samfylkingunni svigrúm fyrir alþjóðasinnaðan miðjuflokk eins og Bjarta Framtíð er það auðvitað ekki gott. Ef Samfylkingin væri trú breiðfylking jafnaðarmanna ætti ekki að myndast þetta svigrúm,“ segir Árni Páll og nefnir einnig sérstök framboð sem sprottið hafa upp um einstök afmörkuð mál. En hverja telur Árni Páll stöðu sína sem formanns vera eftir þessa lélegu kosningu? „Ég er nú í þeirri öfundsverðu stöðu meðal formanna flokka að hafa skýrt umboð flokksmanna...“ [„Þeir hafa það nú hinir líka er það ekki?“ spyr þáttastjórnandi] „Nei þeir hafa nefnilega umboð sinna landsfunda sem er eðlismunur. Þetta hefur háð til dæmis Bjarna Benediktssyni mjög. Ég hef skýrt umboð meira en sextíu prósent flokksmanna í Samfylkingunni. En þetta snýst ekki um mína persónu heldur hvort menn nái að skilja skilaboðin. Það verður að tengja betur við fólkið í landinu. Það er samfélagslega mikilvægt að hér fái þrifist stórir stjórnmálaflokkar, því þeir eru í eðli sínu betur í stakk búnir til þess að verja þjóðarhagsmuni.“ En er Árni Páll til í stjórnarmyndunarviðræður, standi þær til boða? „Ég á nú frekar von á því að ef til okkar yrði leitað varðandi stjórnarmyndun þá myndum við skoða það.“
Kosningar 2013 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira