Umfjöllun: Grindavík Íslandsmeistari eftir æsilegan oddaleik Stefán Árni Pálsson í Röstinni skrifar 28. apríl 2013 18:15 Grindavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta eftir magnaðan sigur, 79-74, á Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um titilinn. Grindvíkingar voru sterkari lungann af leiknum en Stjörnumenn komu sterkir til baka í lokaleikhlutanum. Það reyndist ekki vera nóg og Grindvíkingar fögnuðu sem óðir í Röstinni í kvöld. Þetta var í fyrsta skipti sem Grindvíkingar tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Röstinni í Grindavík. Liðið náði því að verja titilinn frá því í fyrra sem er mikið afrek. Aaron Broussard var atkvæðamestur í liði Grindavíkur og gerði 25 stig en hann var einnig valinn mikilvægasti leikmaður einvígisins. Stjörnumenn byrjuðu leikinn meistaralega og komust í 9-0 eftir fjögra mínútna leik. Grindvíkingar voru yfirspenntir og ekkert gekk upp hjá þeim sóknarlega. Þegar leið á leikhlutann komust heimamenn meira í takt við leikinn og skrekkurinn greinilega farinn úr þeim. Þeir náðu síðar tökum á leiknum og leiddu hann 20-16 eftir fyrsta fjórðunginn. Grindvíkingar hófu annan leikhluta frábærlega og börðust fyrir hverjum einasta bolta eins og ljón. Eftir nokkur andartök í fjórðungnum var staðan orðin 29-16 fyrir heimamenn. Stjörnumenn voru þá alveg andlausir í sínum aðgerðum og ekkert gekk upp hjá þeim bláklæddu. Þegar leikhlutinn var um hálfnaður snéri Jarrid Frye, leikmaður Stjörnunnar, sig á ökkla sem leit alveg skelfilega illa út. Hann var tekinn af velli strax og tók ekki meira þátt í leiknum. Bestir leikmaður Stjörnunnar farinn af velli en það sem gerðist í kjölfarið var að leikur þeirra batnaði og þeir fóru að saxa á forskot Grindvíkinga. Staðan var 41-33 í hálfleik og Stjarnan þurfti að eiga sinn allra besta leik til að koma til baka í þeim síðari. Grindvíkingar voru magnaðir í byrjun síðari hálfleiksins og léku meistaralega vel. Stjörnumenn áttu erfitt með að komast í gegnum vörn þeirra og allar sóknaraðgerðir heimamanna gengu upp. Samuel Zeglinski og Aaron Broussard voru frábærir í leikhlutanum og allt fór í gegnum þá. Staðan eftir þrjá leikhluta var 62-52 og munurinn tíu stig. Stjörnumenn komu dýrvitlausir til leiks í upphafi þriðja leikhlutans og var Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, frábær og fór fyrir sínum mönnum. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af fjórða leikhlutanum var staðan allt í einu orðin 65-65. Spennan var gríðarleg það sem eftir lifði leiks og allt á suðurpunkti í Röstinni í Grindavík. Grindvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og unnu leikinn eftir mikinn spennuleik. Þetta er því annað árið í röð sem Grindavík verður Íslandsmeistari.Hér má sjá fagnaðarlætin sem brutust út þegar ljóst var að Grindavík væri orðið Íslandsmeistari.Hér að ofan má einnig sjá þegar Grindvíkingar lyftu Íslandsmeistaratitlinum. Sigurður: Ekki hægt að tapa með þennan stuðning„Þetta er bara ótrúlegt,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, eftir leikinn. „Við vorum komnir með þennan leik en hleyptum þeim allt of mikið inn í hann undir lokinn. Þetta varð bara allt of spennandi." „Þeir ná að jafna en við héldum þeim aðeins frá okkur og við erum Íslandsmeistarar, þannig er þetta bara." „Stjarnan er með hörkulið sem lét okkur heldur betur hafa fyrir þessu, en sem betur fer hafðist þetta. Það er ótrúlegt að spila fyrir framan þessa áhorfendur og maður á erfitt með að tapa með svona stuðning á bakinu.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér. Ólafur: Draumur að rætast„Þetta er búið að vera draumur minn síðan ég var pínulítill,“ sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Ég er búinn að alast upp við það að horfa á gömul myndbönd af goðsögnum í Grindavík og hef alltaf ætlar mér sjálfur að ná þessum árangri, þetta er bara ólýsanleg tilfinning". „Ég náði ekki að taka almennilega þátt í þessu í fyrra eftir að ég meiddist. Sat bara á bekknum í gifsi. Þetta er svo gaman að það er ekki hægt að lýsa þessu". „Það var lítill munur á þessum liðum í einvíginu og hefði alveg getað dottið þeirra megin. Við vorum bara sterkari andlega undir lokin og það skilaði þessum titli.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Sverrir Þór: Ógeðslega ánægður, en líka þreyttur„Ég er rosalega ánægður með þennan sigur og mikill léttir að vinna þennan leik,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Menn urðu að vera niðri á jörðinni eftir síðasta leik og missa sig ekki í fagnaðarlátum. Einvígið var langt frá því að vera búið og mikið verk óunnið.“ „Ég er ógeðslega ánægður, en líka þreyttur. Við höfðum voðalega lítið framyfir þá í kvöld, þetta hefði alveg getað dottið báðum megin, við vorum bara sterkari undir lokin.“ „Við vorum með leikinn í hendi okkar undir lokin, en þeir neituðu að gefast upp og náðu allt í einu að jafna leikinn. Við vorum síðan bara örlítið sterkari undir lokin.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverri með því að ýta hér. Jóhann Árni: Í algjöru spennusjokki„Ég veit ekki alveg hvernig mér líður, er bara í svona spennusjokki,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, eftir sigurinn. „Þetta er bara yndisleg tilfinning. Ég held að þetta hafi verið frekar ljótur körfuboltaleikur sérstaklega undir lokin.“ „Þeir byrja leikinn svakalega vel og við svörum í sömu mynd. Stjarnan kemst síðan aftur yfir í fjórða leikhlutanum og við svörum strax. Þetta var síðan bara heppni undir lokin hjá okkur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Bein textalýsing úr Röstinni:Viðtal: Sverrir Þór Sverrisson á Stöð 2 Sport „Við vorum með þetta lengst af. Svo komast þeir inn í leikinn. Það var skemmtun að klára leikinn svona.“ „Ég verð samt að fá að segja að Ómar Örn Sævarsson á stóran þátt í þessu. Hann er frábær leikmaður og gríðarlega mikilvægur í okkar hóp. Hann var dæmdur í bann og fékk því ekki að spila.“ „Ég vil koma því á framfæri að hann á stóran þátt í þessu.“ „Þetta er snilld. Silfurskeið Stjörnunnar er frábær og öflug. Ég held að okkar sveit sé gullskeiðin.“Viðtal: Teitur Örlygsson á Stöð 2 Sport „Ég er rosalega stoltur af strákunum en þetta var gríðarlega erfitt. Ég veit ekki hvað réði úrslitum. Þetta var bara hrikalega svekkjandi.“ „Menn lögðu sig fram. Ég fer ekki fram á meira. Þegar menn berjast og gefa allt sitt þá er ég stoltur.“ „Við vildum gera gleði úr þessu fyrir alla Garðbæinga og okkur sjálfa. Það tókst ekki í dag. Svona er lífið. Menn vita þó að þeir lögðu sig fram og ég fer ekki fram á meira.“Viðtal: Aaron Broussard á Stöð 2 Sport „Það var ekki erfitt að taka lokavítið. Ég tók minn tíma og vissi bara að ég þurfti að setja eitt niður og það tókst, sem betur fer.“ „Stjarnan komst á góðan sprett, enda með frábært lið sem hættir aldrei. Þeir þurftu að stíga upp og gerðu það vel.“ „Við reyndum að halda rónni, ná okkar skotum og þá gekk þetta. Ég er stoltur og við eigum þetta skilið eftir frábæra samvinnu á tímabilinu.“Viðtal: Þorleifur Ólafsson á Stöð 2 Sport „Þetta var tæpt en sem betur fer náðum við að klára þetta. Ég er ótrúlega þreyttur og verð örugglega þreyttur í mánuð.“ „Við náðum að verja titilinn sem við unnum í fyrra og það var virklega erfitt. Ég vissi strax þá að það yrði erfitt að vinna hann aftur. Það er því líklega sætara að vinna þetta í ár, enda þurftum við að ganga í gegnum ýmislegt erfitt á þessu tímabili.“Leik lokið | 79-74: Justin Shouse tekur þriggja stiga skot og það misferst. Grindavík er komið á línuna og Aaron Broussard tryggir þeim Íslandsmeistaratitilinn.40. mín | 77-74: Aaron Broussard fær tvö vítaskot og misnotar annað þeirra. Það eru um tíu sekúndur eftir af leiknum og Stjarnan getur jafnað leikinn með einu lokaskoti. Það er svo mikil spenna hér að það er með ólíkindum.40. mín | 76-74: Brotið aftur á Shouse og fær hann tvö vítaskot. Ótrúlegt. Það munar bara tveimur stigum og 32 sek eftir.40. mín | 76-72: Justin Shouse setur niður tvö vítaskot. Grindvíkingar missa strax boltann. Þetta er ekki búið.40. mín | 76-70: Ótrúlega vel gert hjá Aaron Broussard en hann setur niður svo mikilvæga körfu. Þetta verður erfitt héðan af fyrir Stjörnuna. Bikarinn blasir við Grindavík.39. mín | 72-70: Jóhann Árni Ólafsson skorar hér tvö stig með fínu stökkskoti. Ótrúlega mikilvæg karfa fyrir Grindavík. 38. mín | 70-70: Sæmundur Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur komið virkilega sterkur inn hér í fjórða leikhlutanum. Hann setur niður tvö vítaskot að jafnar leikinn.36. mín | 70-68: Sigurður Þorsteinsson skorar körfu og fær vítaskot að auki sem Siggi setur niður. Virkilega mikilvægt.35. mín | 67-68: Marvin Valdimarsson setur niður enn einn þristinn. Þeir eru komnir yfir. Grindavík fer í sókn og missir boltann. 34. mín | 65-65: Marvin Valdirmarsson er að fara á kostum fyrir Stjörnuna og setur niður þrist. Stjarnan vinnur boltann aftur í næstu sókn og Justin Shouse setur niður sniðskot. Góðir hálsar staðan er allt í einu orðin jöfn.33. mín | 65-60: Grindvíkingar svara með enn einum þristinum og munurinn aftur kominn í fimm stig.32. mín | 62-60: Brian Mills skorar núna þriggja stiga körfu og munurinn er bara tvö stig. Það er kominn gríðarlega spenna í leikinn núna. Allt að verða vitlaust. Stjarnan vinnur boltann aftur og Marvin skorar tvö stig.31. mín | 62-55: Jovan Zdravevski setur hér niður þriggja stiga körfu og það munar bara sjö stigum.3. leikhluta lokið| 59-49: Það munar tíu stigum á liðunum og ennþá nægur tími eftir fyrir gestina til að koma til baka. Lykilleikmenn þeirra verða að stíga upp núna og sýna hvað í þeim býr.28. mín | 59-49: Þetta er samt sem áður enginn munur og nóg eftir af leiknum.27. mín | 59-47: Grindvíkingar hafa verið magnaðir í síðari hálfleiknum og spilað virkilega vel.Vegna bilunar í ritstjórnarkerfi Vísis datt lýsingin á fyrri hálfleik leiksinsúr greininni. Hér fyrir neðan er umfjöllun um fyrri hálfleikinn og við höldum áfram að lýsa nú í síðari hálfleik.2. leikhluti: Grindavík hóf annan leikhluta frábærlega og börðust fyrir hverjum einasta bolta eins og ljón. Ef nokkur andartök í fjórðungnum var staðan orðin 29-16 fyrir heimamenn. Stjörnumenn voru þá alveg andlausir í sínum aðgerðum og ekkert gekk upp hjá þeim bláklæddu. Þegar leikhlutinn var um hálfnaður snéri Jarrid Frye, leikmaður Stjörnunnar, sig á ökkla sem leit alveg skelfilega illa út. Hann var tekinn af velli strax og tók ekki meira þátt í leiknum. Besti leikmaður Stjörnunnar farinn af velli en það sem gerðist í kjölfarið var að leikur þeirra batnaði og þeir fóru að saxa á forskot Grindvíkinga. Staðan var 41-33 í hálfleik og Stjarnan þarf að eiga sinn allra besta leik til að koma til baka í þeim síðari og þá sérstaklega án Jarrid Frye.1. leikhluti: Stjörnumenn byrjuðu leikinn meistaralega og komust í 9-0 eftir fjögra mínútna leik. Grindvíkingar voru yfirspenntir og ekkert gekk upp hjá þeim sóknarlega. Þegar leið á leikhlutann komust heimamenn meira í takt við leikinn og skrekkurinn greinilega farinn úr þeim. Þeir náði síðar tökum á leiknum og leiddu hann 20-16 eftir fyrsta fjórðunginn. Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Grindavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta eftir magnaðan sigur, 79-74, á Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um titilinn. Grindvíkingar voru sterkari lungann af leiknum en Stjörnumenn komu sterkir til baka í lokaleikhlutanum. Það reyndist ekki vera nóg og Grindvíkingar fögnuðu sem óðir í Röstinni í kvöld. Þetta var í fyrsta skipti sem Grindvíkingar tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Röstinni í Grindavík. Liðið náði því að verja titilinn frá því í fyrra sem er mikið afrek. Aaron Broussard var atkvæðamestur í liði Grindavíkur og gerði 25 stig en hann var einnig valinn mikilvægasti leikmaður einvígisins. Stjörnumenn byrjuðu leikinn meistaralega og komust í 9-0 eftir fjögra mínútna leik. Grindvíkingar voru yfirspenntir og ekkert gekk upp hjá þeim sóknarlega. Þegar leið á leikhlutann komust heimamenn meira í takt við leikinn og skrekkurinn greinilega farinn úr þeim. Þeir náðu síðar tökum á leiknum og leiddu hann 20-16 eftir fyrsta fjórðunginn. Grindvíkingar hófu annan leikhluta frábærlega og börðust fyrir hverjum einasta bolta eins og ljón. Eftir nokkur andartök í fjórðungnum var staðan orðin 29-16 fyrir heimamenn. Stjörnumenn voru þá alveg andlausir í sínum aðgerðum og ekkert gekk upp hjá þeim bláklæddu. Þegar leikhlutinn var um hálfnaður snéri Jarrid Frye, leikmaður Stjörnunnar, sig á ökkla sem leit alveg skelfilega illa út. Hann var tekinn af velli strax og tók ekki meira þátt í leiknum. Bestir leikmaður Stjörnunnar farinn af velli en það sem gerðist í kjölfarið var að leikur þeirra batnaði og þeir fóru að saxa á forskot Grindvíkinga. Staðan var 41-33 í hálfleik og Stjarnan þurfti að eiga sinn allra besta leik til að koma til baka í þeim síðari. Grindvíkingar voru magnaðir í byrjun síðari hálfleiksins og léku meistaralega vel. Stjörnumenn áttu erfitt með að komast í gegnum vörn þeirra og allar sóknaraðgerðir heimamanna gengu upp. Samuel Zeglinski og Aaron Broussard voru frábærir í leikhlutanum og allt fór í gegnum þá. Staðan eftir þrjá leikhluta var 62-52 og munurinn tíu stig. Stjörnumenn komu dýrvitlausir til leiks í upphafi þriðja leikhlutans og var Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, frábær og fór fyrir sínum mönnum. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af fjórða leikhlutanum var staðan allt í einu orðin 65-65. Spennan var gríðarleg það sem eftir lifði leiks og allt á suðurpunkti í Röstinni í Grindavík. Grindvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og unnu leikinn eftir mikinn spennuleik. Þetta er því annað árið í röð sem Grindavík verður Íslandsmeistari.Hér má sjá fagnaðarlætin sem brutust út þegar ljóst var að Grindavík væri orðið Íslandsmeistari.Hér að ofan má einnig sjá þegar Grindvíkingar lyftu Íslandsmeistaratitlinum. Sigurður: Ekki hægt að tapa með þennan stuðning„Þetta er bara ótrúlegt,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, eftir leikinn. „Við vorum komnir með þennan leik en hleyptum þeim allt of mikið inn í hann undir lokinn. Þetta varð bara allt of spennandi." „Þeir ná að jafna en við héldum þeim aðeins frá okkur og við erum Íslandsmeistarar, þannig er þetta bara." „Stjarnan er með hörkulið sem lét okkur heldur betur hafa fyrir þessu, en sem betur fer hafðist þetta. Það er ótrúlegt að spila fyrir framan þessa áhorfendur og maður á erfitt með að tapa með svona stuðning á bakinu.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sigurð með því að ýta hér. Ólafur: Draumur að rætast„Þetta er búið að vera draumur minn síðan ég var pínulítill,“ sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Ég er búinn að alast upp við það að horfa á gömul myndbönd af goðsögnum í Grindavík og hef alltaf ætlar mér sjálfur að ná þessum árangri, þetta er bara ólýsanleg tilfinning". „Ég náði ekki að taka almennilega þátt í þessu í fyrra eftir að ég meiddist. Sat bara á bekknum í gifsi. Þetta er svo gaman að það er ekki hægt að lýsa þessu". „Það var lítill munur á þessum liðum í einvíginu og hefði alveg getað dottið þeirra megin. Við vorum bara sterkari andlega undir lokin og það skilaði þessum titli.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Sverrir Þór: Ógeðslega ánægður, en líka þreyttur„Ég er rosalega ánægður með þennan sigur og mikill léttir að vinna þennan leik,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Menn urðu að vera niðri á jörðinni eftir síðasta leik og missa sig ekki í fagnaðarlátum. Einvígið var langt frá því að vera búið og mikið verk óunnið.“ „Ég er ógeðslega ánægður, en líka þreyttur. Við höfðum voðalega lítið framyfir þá í kvöld, þetta hefði alveg getað dottið báðum megin, við vorum bara sterkari undir lokin.“ „Við vorum með leikinn í hendi okkar undir lokin, en þeir neituðu að gefast upp og náðu allt í einu að jafna leikinn. Við vorum síðan bara örlítið sterkari undir lokin.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverri með því að ýta hér. Jóhann Árni: Í algjöru spennusjokki„Ég veit ekki alveg hvernig mér líður, er bara í svona spennusjokki,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, eftir sigurinn. „Þetta er bara yndisleg tilfinning. Ég held að þetta hafi verið frekar ljótur körfuboltaleikur sérstaklega undir lokin.“ „Þeir byrja leikinn svakalega vel og við svörum í sömu mynd. Stjarnan kemst síðan aftur yfir í fjórða leikhlutanum og við svörum strax. Þetta var síðan bara heppni undir lokin hjá okkur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Bein textalýsing úr Röstinni:Viðtal: Sverrir Þór Sverrisson á Stöð 2 Sport „Við vorum með þetta lengst af. Svo komast þeir inn í leikinn. Það var skemmtun að klára leikinn svona.“ „Ég verð samt að fá að segja að Ómar Örn Sævarsson á stóran þátt í þessu. Hann er frábær leikmaður og gríðarlega mikilvægur í okkar hóp. Hann var dæmdur í bann og fékk því ekki að spila.“ „Ég vil koma því á framfæri að hann á stóran þátt í þessu.“ „Þetta er snilld. Silfurskeið Stjörnunnar er frábær og öflug. Ég held að okkar sveit sé gullskeiðin.“Viðtal: Teitur Örlygsson á Stöð 2 Sport „Ég er rosalega stoltur af strákunum en þetta var gríðarlega erfitt. Ég veit ekki hvað réði úrslitum. Þetta var bara hrikalega svekkjandi.“ „Menn lögðu sig fram. Ég fer ekki fram á meira. Þegar menn berjast og gefa allt sitt þá er ég stoltur.“ „Við vildum gera gleði úr þessu fyrir alla Garðbæinga og okkur sjálfa. Það tókst ekki í dag. Svona er lífið. Menn vita þó að þeir lögðu sig fram og ég fer ekki fram á meira.“Viðtal: Aaron Broussard á Stöð 2 Sport „Það var ekki erfitt að taka lokavítið. Ég tók minn tíma og vissi bara að ég þurfti að setja eitt niður og það tókst, sem betur fer.“ „Stjarnan komst á góðan sprett, enda með frábært lið sem hættir aldrei. Þeir þurftu að stíga upp og gerðu það vel.“ „Við reyndum að halda rónni, ná okkar skotum og þá gekk þetta. Ég er stoltur og við eigum þetta skilið eftir frábæra samvinnu á tímabilinu.“Viðtal: Þorleifur Ólafsson á Stöð 2 Sport „Þetta var tæpt en sem betur fer náðum við að klára þetta. Ég er ótrúlega þreyttur og verð örugglega þreyttur í mánuð.“ „Við náðum að verja titilinn sem við unnum í fyrra og það var virklega erfitt. Ég vissi strax þá að það yrði erfitt að vinna hann aftur. Það er því líklega sætara að vinna þetta í ár, enda þurftum við að ganga í gegnum ýmislegt erfitt á þessu tímabili.“Leik lokið | 79-74: Justin Shouse tekur þriggja stiga skot og það misferst. Grindavík er komið á línuna og Aaron Broussard tryggir þeim Íslandsmeistaratitilinn.40. mín | 77-74: Aaron Broussard fær tvö vítaskot og misnotar annað þeirra. Það eru um tíu sekúndur eftir af leiknum og Stjarnan getur jafnað leikinn með einu lokaskoti. Það er svo mikil spenna hér að það er með ólíkindum.40. mín | 76-74: Brotið aftur á Shouse og fær hann tvö vítaskot. Ótrúlegt. Það munar bara tveimur stigum og 32 sek eftir.40. mín | 76-72: Justin Shouse setur niður tvö vítaskot. Grindvíkingar missa strax boltann. Þetta er ekki búið.40. mín | 76-70: Ótrúlega vel gert hjá Aaron Broussard en hann setur niður svo mikilvæga körfu. Þetta verður erfitt héðan af fyrir Stjörnuna. Bikarinn blasir við Grindavík.39. mín | 72-70: Jóhann Árni Ólafsson skorar hér tvö stig með fínu stökkskoti. Ótrúlega mikilvæg karfa fyrir Grindavík. 38. mín | 70-70: Sæmundur Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur komið virkilega sterkur inn hér í fjórða leikhlutanum. Hann setur niður tvö vítaskot að jafnar leikinn.36. mín | 70-68: Sigurður Þorsteinsson skorar körfu og fær vítaskot að auki sem Siggi setur niður. Virkilega mikilvægt.35. mín | 67-68: Marvin Valdimarsson setur niður enn einn þristinn. Þeir eru komnir yfir. Grindavík fer í sókn og missir boltann. 34. mín | 65-65: Marvin Valdirmarsson er að fara á kostum fyrir Stjörnuna og setur niður þrist. Stjarnan vinnur boltann aftur í næstu sókn og Justin Shouse setur niður sniðskot. Góðir hálsar staðan er allt í einu orðin jöfn.33. mín | 65-60: Grindvíkingar svara með enn einum þristinum og munurinn aftur kominn í fimm stig.32. mín | 62-60: Brian Mills skorar núna þriggja stiga körfu og munurinn er bara tvö stig. Það er kominn gríðarlega spenna í leikinn núna. Allt að verða vitlaust. Stjarnan vinnur boltann aftur og Marvin skorar tvö stig.31. mín | 62-55: Jovan Zdravevski setur hér niður þriggja stiga körfu og það munar bara sjö stigum.3. leikhluta lokið| 59-49: Það munar tíu stigum á liðunum og ennþá nægur tími eftir fyrir gestina til að koma til baka. Lykilleikmenn þeirra verða að stíga upp núna og sýna hvað í þeim býr.28. mín | 59-49: Þetta er samt sem áður enginn munur og nóg eftir af leiknum.27. mín | 59-47: Grindvíkingar hafa verið magnaðir í síðari hálfleiknum og spilað virkilega vel.Vegna bilunar í ritstjórnarkerfi Vísis datt lýsingin á fyrri hálfleik leiksinsúr greininni. Hér fyrir neðan er umfjöllun um fyrri hálfleikinn og við höldum áfram að lýsa nú í síðari hálfleik.2. leikhluti: Grindavík hóf annan leikhluta frábærlega og börðust fyrir hverjum einasta bolta eins og ljón. Ef nokkur andartök í fjórðungnum var staðan orðin 29-16 fyrir heimamenn. Stjörnumenn voru þá alveg andlausir í sínum aðgerðum og ekkert gekk upp hjá þeim bláklæddu. Þegar leikhlutinn var um hálfnaður snéri Jarrid Frye, leikmaður Stjörnunnar, sig á ökkla sem leit alveg skelfilega illa út. Hann var tekinn af velli strax og tók ekki meira þátt í leiknum. Besti leikmaður Stjörnunnar farinn af velli en það sem gerðist í kjölfarið var að leikur þeirra batnaði og þeir fóru að saxa á forskot Grindvíkinga. Staðan var 41-33 í hálfleik og Stjarnan þarf að eiga sinn allra besta leik til að koma til baka í þeim síðari og þá sérstaklega án Jarrid Frye.1. leikhluti: Stjörnumenn byrjuðu leikinn meistaralega og komust í 9-0 eftir fjögra mínútna leik. Grindvíkingar voru yfirspenntir og ekkert gekk upp hjá þeim sóknarlega. Þegar leið á leikhlutann komust heimamenn meira í takt við leikinn og skrekkurinn greinilega farinn úr þeim. Þeir náði síðar tökum á leiknum og leiddu hann 20-16 eftir fyrsta fjórðunginn.
Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira