Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grindavík 82-88 Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 25. apríl 2013 13:17 Grindavík tryggði sér oddaleik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þegar liðið bara sigur úr býtum gegn Stjörnunni, 88-82, í fjórða leik liðanna. Þau þurfa því að mætast aftur á sunnudaginn í fimmta leiknum og hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Aaron Broussard, var stórkostlegur fyrir Grindvíkinga en hann gerði 37 stig. Justin Shouse var með 26 stig fyrir Stjörnuna. Stjarnan byrjaði leikinn betur og gaf tóninn með fyrstu körfu leiksins þegar Fannar Freyr Helgason, leikmaður Stjörnunnar, skoraði þriggja stiga körfu. Þegar leið á fyrsta leikhlutann komst Grindavík meira í takt við leikinn og máttu þeir þakka Aaron Broussard fyrir frábæra frammistöðu. Staðan var því 24-19 fyrir Grindavík eftir fyrsta leikhlutann. Grindvíkingar voru frábærir í byrjun annars leikhluta og áfram hélt Aaron Broussard með magnaða frammistöðu en hann gerði tvo þrista í byrjun leikhlutans og hafði gert 18 stig þegar leikhlutinn var hálfnaður. Varnarleikur Grindavíkinga var frábær í fyrri hálfleiknum og barátta þeirra til fyrirmyndar. Grindvíkingar hirtu öll fráköst og liðið náði að verja níu skot í hálfleiknum. Það gekk allt upp sóknarlega hjá liðinu og fóru þeir með 14 stiga forskot í hálfleikinn 51-37. Stjarnan varð að endurskipuleggja sig alveg frá byrjun til að ekki ætti illa að fara. Stjörnumenn komu virkilega ákveðir til leiks í síðari hálfleiknum og náðu strax að saxa á forskot Grindvíkinga. Gestirnir voru samt ekki á því að hleypa þeim alveg inn í leikinn og héldu þeim ávallt nokkuð vel frá sér. Aaron Broussard hélt áfram með skotsýningu og fór á kostum en hann gerði síðustu tvo stig fjórðungsins þrem sekúndum fyrir lok hans. Staðan var 69-57 fyrir lokaleikhlutann og þá hafði Broussard gert 31 stig. Stjörnumenn voru ákveðnir í fjórða leikhlutanum og náðu fljótlega að minnka muninn niður í sex stig 69-63. Körfubolti hefur aftur á móti alltaf verið íþrótt áhlaupa og gestirnir gáfu bara aftur í. Grindvíkingar náðu að stilla sóknarleik sinn af og komast aftur 12 stigum yfir 81-69 þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Stjarnan náði að minnka muninn aftur niður í fimm stig þegar rúmlega mínúta var eftir af leiknum 82-77. Grindvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og tryggðu sér oddaleik eftir frábæran sigur 88-82. Ótrúlegt einvígi sem nær hámarki á sunnudaginn. Broussard: Spiluðum með hjartanu í kvöld„Þetta var sigur liðsheildarinnar,“ sagði Aaron Broussard, leikmaður Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Við höfðum alltaf trú á þessu verkefni og efuðumst aldrei um okkar getu. Það lögðu sig allri gríðarlega mikið fram í kvöld og við sýndum mikinn karakter í því hvernig við mættum til leiks.“ „Við lékum frábæran varnarleik í kvöld sem var alls ekki til staðar í leik tvö og þrjú og það lagði grunninn að þessum sigri.“ „Það hefur vantað ákveðin stöðuleika í okkar leik í þessu einvígið en þetta small allt saman í kvöld.“ „Við lærðum mikið af síðasta leik hér í Garðabæ og vissum nákvæmlega hvernig þeir myndu spila hér. Þeir komu okkur ekkert á óvart.“ „Ég var heitur í kvöld og þetta féll vel fyrir mig en liðsfélagar mínir hjálpuðu mér virkilega mikið.“ „Við ætlum okkur að vinna þetta einvígi á heimavelli í næsta leik,“ sagði Broussard að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Teitur: Þeir börðu okkur niður á jörðina og úr takt„Við bara mættum þeim ekki með sömu hörku,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Strákarnir voru sennilega yfirspenntur. Menn voru bara dofnir og biðu ávallt eftir því að maðurinn við hliðin á þeim myndi taka af skarið.“ „Varnarlega voru við virkilega daprir og menn voru ekki að hjálpast að. Broussard var bara einn og óvaldaður og enginn hjálparvörn á hann. Hann gat því gert það sem hann gerði í kvöld.“ „Þeir börðu okkur svona aðeins niður á jörðina og fyrir vikið erum við í raun úr takti allan leikinn.“ „Þetta verður rosalegur leikur á sunnudaginn og við ætlum okkur auðviðtað að vinna hann. Það tókst í síðasta leik og við getum alveg endurtekið leikinn.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Teit með því að ýta hér. "Oddaleikur er draumur allra körfuboltamanna"„Mér líður bara mjög vel eftir þennan sigur, menn voru klárir og allir á sömu blaðsíðu,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn. „Við ætluðum okkur bara að taka almennilega á því í kvöld og ekki gera hlutina bara næstum því eins og í síðasta leik.“ „Við spiluðum bara vel og þetta var svo sannarlega sigur liðsheildarinnar, allir að berjast fyrir hvorn annan.“ „Allir svona hlutlausir körfubolta aðdáendur eru sennilega gríðarlega ánægðir með það að við fáum fimmta leik í Grindavík. Við ætlum okkur að verja titilinn á heimavelli, það er alveg á hreinu.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Stjarnan-Grindavík 82-88 (19-24, 18-27, 20-18, 25-19)Stjarnan: Justin Shouse 26/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jarrid Frye 17/8 fráköst, Jovan Zdravevski 13, Marvin Valdimarsson 10/10 fráköst, Brian Mills 9/10 fráköst/3 varin skot, Fannar Freyr Helgason 5, Dagur Kár Jónsson 2, Daði Lár Jónsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Kjartan Atli Kjartansson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0.Grindavík: Aaron Broussard 37/12 fráköst, Samuel Zeglinski 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 13/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 8, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/9 fráköst, Davíð Ingi Bustion 6/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 2, Daníel G. Guðmundsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ryan Pettinella 0. Bein textalýsing úr Ásgarði:Leik lokið | 82-88: Það verður oddaleikur í Grindavík á sunnudaginn. Magnað sport.... 40. mín | 82-87: Þessi leikur mun klárast á vítalínunni. Samuel Zeglinski fer á línuna og skorar úr öðru skotinu. 40. mín | 79-83: Justin fer á línuna og setur niður tvo skot. 40. mín | 77-83: Þetta er tveggja sókna leikur. Stjarnan tekur leikhlé þegar 49 sekúndur eru eftir af leiknum. 39. mín | 77-82: Það er rosalega spenna hér. Justin Shouse að setja niður körfu. 38. mín | 75-82: Jovan að setja niður þrist. 37. mín | 69-81: Grindavík er ekkert að gefa eftir hér og leiða leikinn með tólf sitgum. Þetta verður erfitt fyrir heimamenn. 36. mín | 69-78: Sigurður Gunnar Þorsteinsson var að fá sýna fimmtu villu í leiknum og því er hann farinn útaf. 35. mín | 68-78: Justin Shouse með þrist. 34. mín | 63-78: Brian Mills var að fá sína fimmtu villu í leiknum þegar hann braut á Sigurður Þorsteinssyni í Grindavík. Hann setti niður bæði skotin. 34. mín | 63-76: Grindvíkingar með flottan kafla og hafa náð 13 stiga forskoti á ný. Það er svo sannarlega leikur áhlaupa. 33. mín | 63-72: Jóhann Helgi Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, setti niður körfu og fékk vítaskot að auki. Mikilvæg þrjú stig hjá Grindavík.32. mín | 63-69: Stjarnan er svo sannarlega að koma til baka hér. Grindavík verður að bregða á það ráð að taka leikhlé. Þakið er að rifna af húsinu.31. mín | 61-69: Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, fékk dæmda villu á sig þegar Jovan var í þrigga stiga skoti. Hann var gríðarlega ósáttur með dóminn og fékk tæknivillu. Jovan fór þá á línuna og tók þrjú vítaskot. Justin Shouse fór síðan strax í kjölfarið á línuna og tók tvo skot. Stjarnan fékk síðan boltann á ný. Virkilega mikilvæg sókn fyrir Stjörnuna. 3. leikhluta lokið | 57-69: Aaron Broussard skoraði síðustu stig fjórðungsins þrem sekúndum fyrir lok hans. 29. mín | 57-65: Marvin Valdirmarsson með tvo mikilvæg stig fyrir Stjörnuna sem hafa skorað sex stig í röð. Þeir eru svo sannarlega ennþá inn í þessum leik. 28. mín | 54-65: Justin Shouse að koma sterkur inn fyrir Stjörnuna. Þeir ætla alls ekki að gefast upp heimamenn. 27. mín | 50-65: Samuel Zeglinski setur niður enn einn þristinn fyrir Grindavík26. mín | 48-61: Aaron Broussard með sex stig í röð fyrir Grindavík. Hann er kominn með 29 stig. 24. mín | 46-55: Jarrid Frye fer á línu og setur niður annað skotið. Allt annað að sjá til heimamanna núna. Taugatitringurinn virðist vera farinn úr þeim. 23. mín | 43-54: Stjörnumenn að koma til baka og virðast ákveðnir. Brian Mills setur niður tvo vítaskot örugglega.21. mín | 37-54: Grindvíkingar byrja með þriggja stiga körfu frá Samuel Zeglinski. Hálfleikur | 37-51: Grindavík lék óaðfinnanlega í fyrri hálfleiknum og settu af stað þriggja stiga sýningu. Stjörnumenn eru greinilega ekki að höndla spennustigið í þessum leik. 18. mín | 31-45: Aaron Broussard var að setja aðra þriggja stiga körfu og komin með 23 stig. Það er ekki einu sinni komin hálfleikur. Þvílík sýning.17. mín | 31-42: Þessi varnarleikur sem Grindavík er að spila er magnaður og ætti að kenna í öllum íþróttahúsum landsins. 15. mín | 26-38: Það er bara þannig að Aaron Broussard er að fara gjörsamlega á kostum fyrir Grindvíkinga. Hann var að setja niður tvo þrista í röð og er komin með 18 stig.14. mín | 24-32: Frábær kafli hjá Grindvíkingum en þeir eru að spila virkilega flottan varnarleik.12. mín | 24-26: Stjarnan byrjar betur hér í öðrum leikhluta og hafa skorað tvær körfur í röð. 1. leikhluta lokið | 19-24: Grindavík leiðir leikinn eftir fyrsta leikhluta og mega þeir þakka Aaron Broussard fyrir frábæran leik en hann hefur gert átta stig.8. mín | 18-22: Grindvíkingar komnir yfir eftir körfu frá Aaron Broussard. Gestirnir að leika vel þessa stundina. 7. mín | 16-15: Grindvíkingar eru að koma til og sóknarleikur þeirra farinn að rúlla. Þorleifur Ólafsson er að spila vel fyrir gestina.5. mín | 14-11: Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, er að leika vel á upphafsmínútum leiksins og hefur gert fimm stig. 4. mín | 12-6: Stjarnan byrjar þennan leik virkilega vel og leiðir og nánast allt gengur upp hjá þeim sóknarlega. 2. mín | 3-4: Fannar Freyr Helgason, leikmaður Stjörnunnar, byrjar leikinn á því að setja niður þrist. Grindvíkingar svara með tveimur körfum.1. mín | 0-0: Jæja þá er þessi körfubolta leikur hafinn.Fyrir leik: Núna er bikarinn kominn í húsið og allt verður vitlaust á áhorfendapöllunum. Leikurinn fer að hefjast.Fyrir leik: Silfurskeiðin, stuðningssveit Stjörnunnar, hefur sungið allt eingívið "burt með kvótann". Hér er fast skotið á Grindvíkinga.Fyrir leik: Hér er allt að verða vitlaust og mikil læti í áhorfendum. Hægt er að sjá myndband af stemmningunni hér í Ásgarði með því að ýta hér.Fyrir leik: Ásgarður er að fyllast 45 mínútum fyrir leik og mikil stemmning að myndast. Það er greinilega mikið undir.Fyrir leik: Justin Shouse og Jovan Zdravevski, leikmenn Stjörnunnar, hafa báðir leikið 50 leiki í úrslitakeppni á Íslandi en aldrei orðið Íslandsmeistarar.Fyrir leik: Stjarnan hefur unnið alla sína heimaleiki í úrslitakeppninni á þessu ári en liðið vann Keflavík tvisvar hér í Ásgarði og það sama má segja um einvígið gegn Snæfell. Stjarnan vann síðan leik 2 auðveldlega gegn Grindavík. Líkurnar eru því með heimamönnum í kvöld.Fyrir leik: Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur tíu sinnum orðið Íslandsmeistari sem leikmaður en aldrei unnið þennan titil sem þjálfari. Teitur lék allan sinn feril með Njarðvík, fyrir utan eitt ár sem hann lék erlendis. Teitur lék ávallt í treyju númer 11 en ef Stjarnan verður Íslandsmeistari í kvöld verður þetta 11. Íslandsmeistaratitill Teits á ferlinum.Fyrir leik: Grindavík hefur verið í vandræðum varnarlega undanfarna tvo leiki og ekkert ráðið við Jarrid Frye og Justin Shouse hjá Stjörnunni. Þeir verða að stöðva þessa lykilleikmenn í kvöld til að eiga möguleika.Fyrir leik: Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið stórkostlegur í einvíginu og stjórnað sóknarleik liðsins eins og herforingi. Leikmaðurinn hefur aldrei orðið Íslandsmeistari hér á landi eftir nokkuð langa dvöl og mun líklega selja sig dýrt í kvöld.Fyrir leik: Einvígið hefur verið gríðarlega sveiflukennt en Grindavík vann fyrsta leikinn nokkuð örugglega, 108-84, en Stjarnan svaraði í næsta leik með því að niðurlægja Grindvíkinga, 93-56. Þriðji leikur liðanna fór síðan fram í Grindavík og var hann mest spennandi leikur liðanna í einvíginu en þar fór Stjarnan með sigur af hólmi 101-89. Það er því að duga eða drepast fyrir Grindavík í kvöld en með sigri tryggir liðið sér oddaleik í Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan getur aftur á móti tryggt sér dolluna með sigri í kvöld.Fyrir leik: Verið velkomin til leiks í Ásgarðinn þar sem framundan er leikur Stjörnunnar og Grindavíkur í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en Stjarnan leiðir einvígið 2-1. Heimamenn geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri hér í kvöld.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Grindavík tryggði sér oddaleik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þegar liðið bara sigur úr býtum gegn Stjörnunni, 88-82, í fjórða leik liðanna. Þau þurfa því að mætast aftur á sunnudaginn í fimmta leiknum og hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Aaron Broussard, var stórkostlegur fyrir Grindvíkinga en hann gerði 37 stig. Justin Shouse var með 26 stig fyrir Stjörnuna. Stjarnan byrjaði leikinn betur og gaf tóninn með fyrstu körfu leiksins þegar Fannar Freyr Helgason, leikmaður Stjörnunnar, skoraði þriggja stiga körfu. Þegar leið á fyrsta leikhlutann komst Grindavík meira í takt við leikinn og máttu þeir þakka Aaron Broussard fyrir frábæra frammistöðu. Staðan var því 24-19 fyrir Grindavík eftir fyrsta leikhlutann. Grindvíkingar voru frábærir í byrjun annars leikhluta og áfram hélt Aaron Broussard með magnaða frammistöðu en hann gerði tvo þrista í byrjun leikhlutans og hafði gert 18 stig þegar leikhlutinn var hálfnaður. Varnarleikur Grindavíkinga var frábær í fyrri hálfleiknum og barátta þeirra til fyrirmyndar. Grindvíkingar hirtu öll fráköst og liðið náði að verja níu skot í hálfleiknum. Það gekk allt upp sóknarlega hjá liðinu og fóru þeir með 14 stiga forskot í hálfleikinn 51-37. Stjarnan varð að endurskipuleggja sig alveg frá byrjun til að ekki ætti illa að fara. Stjörnumenn komu virkilega ákveðir til leiks í síðari hálfleiknum og náðu strax að saxa á forskot Grindvíkinga. Gestirnir voru samt ekki á því að hleypa þeim alveg inn í leikinn og héldu þeim ávallt nokkuð vel frá sér. Aaron Broussard hélt áfram með skotsýningu og fór á kostum en hann gerði síðustu tvo stig fjórðungsins þrem sekúndum fyrir lok hans. Staðan var 69-57 fyrir lokaleikhlutann og þá hafði Broussard gert 31 stig. Stjörnumenn voru ákveðnir í fjórða leikhlutanum og náðu fljótlega að minnka muninn niður í sex stig 69-63. Körfubolti hefur aftur á móti alltaf verið íþrótt áhlaupa og gestirnir gáfu bara aftur í. Grindvíkingar náðu að stilla sóknarleik sinn af og komast aftur 12 stigum yfir 81-69 þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Stjarnan náði að minnka muninn aftur niður í fimm stig þegar rúmlega mínúta var eftir af leiknum 82-77. Grindvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og tryggðu sér oddaleik eftir frábæran sigur 88-82. Ótrúlegt einvígi sem nær hámarki á sunnudaginn. Broussard: Spiluðum með hjartanu í kvöld„Þetta var sigur liðsheildarinnar,“ sagði Aaron Broussard, leikmaður Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Við höfðum alltaf trú á þessu verkefni og efuðumst aldrei um okkar getu. Það lögðu sig allri gríðarlega mikið fram í kvöld og við sýndum mikinn karakter í því hvernig við mættum til leiks.“ „Við lékum frábæran varnarleik í kvöld sem var alls ekki til staðar í leik tvö og þrjú og það lagði grunninn að þessum sigri.“ „Það hefur vantað ákveðin stöðuleika í okkar leik í þessu einvígið en þetta small allt saman í kvöld.“ „Við lærðum mikið af síðasta leik hér í Garðabæ og vissum nákvæmlega hvernig þeir myndu spila hér. Þeir komu okkur ekkert á óvart.“ „Ég var heitur í kvöld og þetta féll vel fyrir mig en liðsfélagar mínir hjálpuðu mér virkilega mikið.“ „Við ætlum okkur að vinna þetta einvígi á heimavelli í næsta leik,“ sagði Broussard að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Teitur: Þeir börðu okkur niður á jörðina og úr takt„Við bara mættum þeim ekki með sömu hörku,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Strákarnir voru sennilega yfirspenntur. Menn voru bara dofnir og biðu ávallt eftir því að maðurinn við hliðin á þeim myndi taka af skarið.“ „Varnarlega voru við virkilega daprir og menn voru ekki að hjálpast að. Broussard var bara einn og óvaldaður og enginn hjálparvörn á hann. Hann gat því gert það sem hann gerði í kvöld.“ „Þeir börðu okkur svona aðeins niður á jörðina og fyrir vikið erum við í raun úr takti allan leikinn.“ „Þetta verður rosalegur leikur á sunnudaginn og við ætlum okkur auðviðtað að vinna hann. Það tókst í síðasta leik og við getum alveg endurtekið leikinn.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Teit með því að ýta hér. "Oddaleikur er draumur allra körfuboltamanna"„Mér líður bara mjög vel eftir þennan sigur, menn voru klárir og allir á sömu blaðsíðu,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn. „Við ætluðum okkur bara að taka almennilega á því í kvöld og ekki gera hlutina bara næstum því eins og í síðasta leik.“ „Við spiluðum bara vel og þetta var svo sannarlega sigur liðsheildarinnar, allir að berjast fyrir hvorn annan.“ „Allir svona hlutlausir körfubolta aðdáendur eru sennilega gríðarlega ánægðir með það að við fáum fimmta leik í Grindavík. Við ætlum okkur að verja titilinn á heimavelli, það er alveg á hreinu.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Stjarnan-Grindavík 82-88 (19-24, 18-27, 20-18, 25-19)Stjarnan: Justin Shouse 26/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jarrid Frye 17/8 fráköst, Jovan Zdravevski 13, Marvin Valdimarsson 10/10 fráköst, Brian Mills 9/10 fráköst/3 varin skot, Fannar Freyr Helgason 5, Dagur Kár Jónsson 2, Daði Lár Jónsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Kjartan Atli Kjartansson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0.Grindavík: Aaron Broussard 37/12 fráköst, Samuel Zeglinski 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 13/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 8, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/9 fráköst, Davíð Ingi Bustion 6/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 2, Daníel G. Guðmundsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ryan Pettinella 0. Bein textalýsing úr Ásgarði:Leik lokið | 82-88: Það verður oddaleikur í Grindavík á sunnudaginn. Magnað sport.... 40. mín | 82-87: Þessi leikur mun klárast á vítalínunni. Samuel Zeglinski fer á línuna og skorar úr öðru skotinu. 40. mín | 79-83: Justin fer á línuna og setur niður tvo skot. 40. mín | 77-83: Þetta er tveggja sókna leikur. Stjarnan tekur leikhlé þegar 49 sekúndur eru eftir af leiknum. 39. mín | 77-82: Það er rosalega spenna hér. Justin Shouse að setja niður körfu. 38. mín | 75-82: Jovan að setja niður þrist. 37. mín | 69-81: Grindavík er ekkert að gefa eftir hér og leiða leikinn með tólf sitgum. Þetta verður erfitt fyrir heimamenn. 36. mín | 69-78: Sigurður Gunnar Þorsteinsson var að fá sýna fimmtu villu í leiknum og því er hann farinn útaf. 35. mín | 68-78: Justin Shouse með þrist. 34. mín | 63-78: Brian Mills var að fá sína fimmtu villu í leiknum þegar hann braut á Sigurður Þorsteinssyni í Grindavík. Hann setti niður bæði skotin. 34. mín | 63-76: Grindvíkingar með flottan kafla og hafa náð 13 stiga forskoti á ný. Það er svo sannarlega leikur áhlaupa. 33. mín | 63-72: Jóhann Helgi Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, setti niður körfu og fékk vítaskot að auki. Mikilvæg þrjú stig hjá Grindavík.32. mín | 63-69: Stjarnan er svo sannarlega að koma til baka hér. Grindavík verður að bregða á það ráð að taka leikhlé. Þakið er að rifna af húsinu.31. mín | 61-69: Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, fékk dæmda villu á sig þegar Jovan var í þrigga stiga skoti. Hann var gríðarlega ósáttur með dóminn og fékk tæknivillu. Jovan fór þá á línuna og tók þrjú vítaskot. Justin Shouse fór síðan strax í kjölfarið á línuna og tók tvo skot. Stjarnan fékk síðan boltann á ný. Virkilega mikilvæg sókn fyrir Stjörnuna. 3. leikhluta lokið | 57-69: Aaron Broussard skoraði síðustu stig fjórðungsins þrem sekúndum fyrir lok hans. 29. mín | 57-65: Marvin Valdirmarsson með tvo mikilvæg stig fyrir Stjörnuna sem hafa skorað sex stig í röð. Þeir eru svo sannarlega ennþá inn í þessum leik. 28. mín | 54-65: Justin Shouse að koma sterkur inn fyrir Stjörnuna. Þeir ætla alls ekki að gefast upp heimamenn. 27. mín | 50-65: Samuel Zeglinski setur niður enn einn þristinn fyrir Grindavík26. mín | 48-61: Aaron Broussard með sex stig í röð fyrir Grindavík. Hann er kominn með 29 stig. 24. mín | 46-55: Jarrid Frye fer á línu og setur niður annað skotið. Allt annað að sjá til heimamanna núna. Taugatitringurinn virðist vera farinn úr þeim. 23. mín | 43-54: Stjörnumenn að koma til baka og virðast ákveðnir. Brian Mills setur niður tvo vítaskot örugglega.21. mín | 37-54: Grindvíkingar byrja með þriggja stiga körfu frá Samuel Zeglinski. Hálfleikur | 37-51: Grindavík lék óaðfinnanlega í fyrri hálfleiknum og settu af stað þriggja stiga sýningu. Stjörnumenn eru greinilega ekki að höndla spennustigið í þessum leik. 18. mín | 31-45: Aaron Broussard var að setja aðra þriggja stiga körfu og komin með 23 stig. Það er ekki einu sinni komin hálfleikur. Þvílík sýning.17. mín | 31-42: Þessi varnarleikur sem Grindavík er að spila er magnaður og ætti að kenna í öllum íþróttahúsum landsins. 15. mín | 26-38: Það er bara þannig að Aaron Broussard er að fara gjörsamlega á kostum fyrir Grindvíkinga. Hann var að setja niður tvo þrista í röð og er komin með 18 stig.14. mín | 24-32: Frábær kafli hjá Grindvíkingum en þeir eru að spila virkilega flottan varnarleik.12. mín | 24-26: Stjarnan byrjar betur hér í öðrum leikhluta og hafa skorað tvær körfur í röð. 1. leikhluta lokið | 19-24: Grindavík leiðir leikinn eftir fyrsta leikhluta og mega þeir þakka Aaron Broussard fyrir frábæran leik en hann hefur gert átta stig.8. mín | 18-22: Grindvíkingar komnir yfir eftir körfu frá Aaron Broussard. Gestirnir að leika vel þessa stundina. 7. mín | 16-15: Grindvíkingar eru að koma til og sóknarleikur þeirra farinn að rúlla. Þorleifur Ólafsson er að spila vel fyrir gestina.5. mín | 14-11: Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, er að leika vel á upphafsmínútum leiksins og hefur gert fimm stig. 4. mín | 12-6: Stjarnan byrjar þennan leik virkilega vel og leiðir og nánast allt gengur upp hjá þeim sóknarlega. 2. mín | 3-4: Fannar Freyr Helgason, leikmaður Stjörnunnar, byrjar leikinn á því að setja niður þrist. Grindvíkingar svara með tveimur körfum.1. mín | 0-0: Jæja þá er þessi körfubolta leikur hafinn.Fyrir leik: Núna er bikarinn kominn í húsið og allt verður vitlaust á áhorfendapöllunum. Leikurinn fer að hefjast.Fyrir leik: Silfurskeiðin, stuðningssveit Stjörnunnar, hefur sungið allt eingívið "burt með kvótann". Hér er fast skotið á Grindvíkinga.Fyrir leik: Hér er allt að verða vitlaust og mikil læti í áhorfendum. Hægt er að sjá myndband af stemmningunni hér í Ásgarði með því að ýta hér.Fyrir leik: Ásgarður er að fyllast 45 mínútum fyrir leik og mikil stemmning að myndast. Það er greinilega mikið undir.Fyrir leik: Justin Shouse og Jovan Zdravevski, leikmenn Stjörnunnar, hafa báðir leikið 50 leiki í úrslitakeppni á Íslandi en aldrei orðið Íslandsmeistarar.Fyrir leik: Stjarnan hefur unnið alla sína heimaleiki í úrslitakeppninni á þessu ári en liðið vann Keflavík tvisvar hér í Ásgarði og það sama má segja um einvígið gegn Snæfell. Stjarnan vann síðan leik 2 auðveldlega gegn Grindavík. Líkurnar eru því með heimamönnum í kvöld.Fyrir leik: Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur tíu sinnum orðið Íslandsmeistari sem leikmaður en aldrei unnið þennan titil sem þjálfari. Teitur lék allan sinn feril með Njarðvík, fyrir utan eitt ár sem hann lék erlendis. Teitur lék ávallt í treyju númer 11 en ef Stjarnan verður Íslandsmeistari í kvöld verður þetta 11. Íslandsmeistaratitill Teits á ferlinum.Fyrir leik: Grindavík hefur verið í vandræðum varnarlega undanfarna tvo leiki og ekkert ráðið við Jarrid Frye og Justin Shouse hjá Stjörnunni. Þeir verða að stöðva þessa lykilleikmenn í kvöld til að eiga möguleika.Fyrir leik: Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið stórkostlegur í einvíginu og stjórnað sóknarleik liðsins eins og herforingi. Leikmaðurinn hefur aldrei orðið Íslandsmeistari hér á landi eftir nokkuð langa dvöl og mun líklega selja sig dýrt í kvöld.Fyrir leik: Einvígið hefur verið gríðarlega sveiflukennt en Grindavík vann fyrsta leikinn nokkuð örugglega, 108-84, en Stjarnan svaraði í næsta leik með því að niðurlægja Grindvíkinga, 93-56. Þriðji leikur liðanna fór síðan fram í Grindavík og var hann mest spennandi leikur liðanna í einvíginu en þar fór Stjarnan með sigur af hólmi 101-89. Það er því að duga eða drepast fyrir Grindavík í kvöld en með sigri tryggir liðið sér oddaleik í Grindavík um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan getur aftur á móti tryggt sér dolluna með sigri í kvöld.Fyrir leik: Verið velkomin til leiks í Ásgarðinn þar sem framundan er leikur Stjörnunnar og Grindavíkur í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en Stjarnan leiðir einvígið 2-1. Heimamenn geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri hér í kvöld.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel
Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira