Meistararnir misstigu sig en Blikar sluppu með skrekkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2013 17:30 Mynd/Valli Stjarnan, Valur, Selfoss og Breiðablik fögnuðu öll sigrum þegar fyrsta umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta fór fram í kvöld. Íslandsmeistarar Þór/KA töpuðu hinsvegar tveimnur stigum á heimavelli í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Elín MettaJensen skoraði fernu fyrir Val, Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna og þær Berglind Bjarnadóttir (HK/Víkingi) og Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfossi) voru báðir með tvö mörk. Nýliðar HK/Víkings voru nálægt óvæntum sigri á Breiðabliki enda komst liðið í 3-1 í seinni hálfleik en Blikar tryggðu sér öll stigin með því að skora þrjú mörk á síðasta hálftímanum. Stjörnustúlkan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þegar hún afgreiddi boltann laglega í markið á 15. mínútu eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Írunni Aradóttur. Harpa bætti síðan við öðru marki tíu mínútum síðar eftir mikinn einleik og innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma leiksins.Katrín Ásbjörnsdóttir hjá Þór/KA kom sínu liði í 1-0 á 11. mínútu leiks Þór/KA og FH í Boganum en hún skoraði ekki fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þar sem að leikurinn fyrir norðan hófst seinna en leikurinn í Garðabænum. Mark Katrínar dugði þó ekki til því FH náði að tryggja sér jafntefli í lokin.Elín Metta Jensen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna á síðustu leiktíð skoraði tvö mörk á fyrstu 25 mínútunum á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Hún lagði síðan upp næstu tvö mörk fyrir félaga sína og skoraði síðan tvö mörk til viðbótar á lokakafla leiksins. Fjögur mörk og tvær stoðsendingar eru ekki slæm uppskera í fyrsta leiknum.Berglind Bjarnadóttir er búin að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum fyrir nýliða HK/Víkings sem eru að spila við nágranna sína í Breiðabliki. Það dugði ekki til því Blikar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og tryggðu sér 4-3 sigur. Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði bæði mörk Selfoss sem vann 2-0 sigur á nýliðum Þróttar á gervigrasinu í Laugardalnum. Upplýsingar um markaskorara eru meðal annars fengnar af vefsíðunni urslit.net.Úrslit leikjanna í Pepsi-deild kvenna í dag:Leikirnir klukkan 18: Stjarnan 3-0 ÍBV (2-0 í hálfleik)- leik lokið 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (15.), 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (25.), 3-0 Harpa Þorsteinsdóttir (90.+2)Þór/KA 1-1 FH (1-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (11.), 1-1 Teresa Marie Rynier (88.).Leikirnir klukkan 19.15:Þróttur 0-2 Selfoss (0-1 í hálfleik) - leik lokið 0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir, víti (33.), 0-2 Guðmunda Brynja Óladóttir (78.)HK/Víkingur 3-4 Breiðablik (1-1 í hálfleik) - leik lokið 1-0 Berglind Bjarnadóttir (28.), 1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-1 Berglind Bjarnadóttir (47.), 3-1 Hugrún María Friðriksdóttir (56.), 3-2 Gréta Mjöll Samúelsdóttir (62.), 3-3 Björk Gunnarsdóttir (81.), 3-4 Rakel Hönnudóttir (90.+1).Valur 7-0 Afturelding (3-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Elín Metta Jensen (3.), 2-0 Elín Metta Jensen (25.), 3-0 Rakel Logadóttir (42.), 4-0 Hildur Antonsdóttir (58.), 5-0 Katrín Gylfadóttir (70.), 6-0 Elín Metta Jensen (76.), 7-0 Elín Metta Jensen (84.)Titilvörn Norðankvenna hefst gegn FH í Boganum.Mynd/Auðunn NíelssonSelfyssingar sækja Þróttara heim í Laugardal.Mynd/Auðunn NíelssonBlikastelpur heimsækja granna sína og nýliða í HK/Víkingi.Embla er mættur aftur á völlinn.Mynd/Stefán Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Stjarnan, Valur, Selfoss og Breiðablik fögnuðu öll sigrum þegar fyrsta umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta fór fram í kvöld. Íslandsmeistarar Þór/KA töpuðu hinsvegar tveimnur stigum á heimavelli í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Elín MettaJensen skoraði fernu fyrir Val, Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna og þær Berglind Bjarnadóttir (HK/Víkingi) og Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfossi) voru báðir með tvö mörk. Nýliðar HK/Víkings voru nálægt óvæntum sigri á Breiðabliki enda komst liðið í 3-1 í seinni hálfleik en Blikar tryggðu sér öll stigin með því að skora þrjú mörk á síðasta hálftímanum. Stjörnustúlkan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þegar hún afgreiddi boltann laglega í markið á 15. mínútu eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Írunni Aradóttur. Harpa bætti síðan við öðru marki tíu mínútum síðar eftir mikinn einleik og innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma leiksins.Katrín Ásbjörnsdóttir hjá Þór/KA kom sínu liði í 1-0 á 11. mínútu leiks Þór/KA og FH í Boganum en hún skoraði ekki fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þar sem að leikurinn fyrir norðan hófst seinna en leikurinn í Garðabænum. Mark Katrínar dugði þó ekki til því FH náði að tryggja sér jafntefli í lokin.Elín Metta Jensen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna á síðustu leiktíð skoraði tvö mörk á fyrstu 25 mínútunum á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Hún lagði síðan upp næstu tvö mörk fyrir félaga sína og skoraði síðan tvö mörk til viðbótar á lokakafla leiksins. Fjögur mörk og tvær stoðsendingar eru ekki slæm uppskera í fyrsta leiknum.Berglind Bjarnadóttir er búin að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum fyrir nýliða HK/Víkings sem eru að spila við nágranna sína í Breiðabliki. Það dugði ekki til því Blikar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og tryggðu sér 4-3 sigur. Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði bæði mörk Selfoss sem vann 2-0 sigur á nýliðum Þróttar á gervigrasinu í Laugardalnum. Upplýsingar um markaskorara eru meðal annars fengnar af vefsíðunni urslit.net.Úrslit leikjanna í Pepsi-deild kvenna í dag:Leikirnir klukkan 18: Stjarnan 3-0 ÍBV (2-0 í hálfleik)- leik lokið 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (15.), 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (25.), 3-0 Harpa Þorsteinsdóttir (90.+2)Þór/KA 1-1 FH (1-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (11.), 1-1 Teresa Marie Rynier (88.).Leikirnir klukkan 19.15:Þróttur 0-2 Selfoss (0-1 í hálfleik) - leik lokið 0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir, víti (33.), 0-2 Guðmunda Brynja Óladóttir (78.)HK/Víkingur 3-4 Breiðablik (1-1 í hálfleik) - leik lokið 1-0 Berglind Bjarnadóttir (28.), 1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-1 Berglind Bjarnadóttir (47.), 3-1 Hugrún María Friðriksdóttir (56.), 3-2 Gréta Mjöll Samúelsdóttir (62.), 3-3 Björk Gunnarsdóttir (81.), 3-4 Rakel Hönnudóttir (90.+1).Valur 7-0 Afturelding (3-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Elín Metta Jensen (3.), 2-0 Elín Metta Jensen (25.), 3-0 Rakel Logadóttir (42.), 4-0 Hildur Antonsdóttir (58.), 5-0 Katrín Gylfadóttir (70.), 6-0 Elín Metta Jensen (76.), 7-0 Elín Metta Jensen (84.)Titilvörn Norðankvenna hefst gegn FH í Boganum.Mynd/Auðunn NíelssonSelfyssingar sækja Þróttara heim í Laugardal.Mynd/Auðunn NíelssonBlikastelpur heimsækja granna sína og nýliða í HK/Víkingi.Embla er mættur aftur á völlinn.Mynd/Stefán
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira