Þýsku hraðbrautirnar öruggar Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2013 12:54 Enn einni atlögunni að ótakmörkuðum hraða á þýsku hraðbrautunum hefur verið hrundið eftir að frumvarp þingmanna Græningjaflokksins var vísað frá með mikilli andstöðu annarra flokka. Í frumvarpinu var lagt til að hraðinn yrði lækkaður í 120. Rökstuðningur Græningja byggðist eingöngu á því að svona væri þetta hjá öðrum þjóðum. Þann rökstuðning keyptu fáir og þeir hinir sömu bentu á þá staðreynd að hraðbrautirnar væru einstakleg öruggar og að einungis 11% af dauðaslysum í Þýskalandi verði þar þó svo að þriðjungur allrar umferðar fari þar fram. Það er því þrisvar sinnum hættulegra að aka um á öðrum vegum en á hraðbrautunum. Margir þingmenn brugðust hart við þessari tillögu Græningja og sögðu að slík breyting gengi aldrei eftir á þeirra vakt. Þeir sem hafa gaman að því að sjá Porsche bíl ekið uppí 340 km hraða á þýskri hraðbraut ættu að smella á myndskeiðið hér að ofan. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Enn einni atlögunni að ótakmörkuðum hraða á þýsku hraðbrautunum hefur verið hrundið eftir að frumvarp þingmanna Græningjaflokksins var vísað frá með mikilli andstöðu annarra flokka. Í frumvarpinu var lagt til að hraðinn yrði lækkaður í 120. Rökstuðningur Græningja byggðist eingöngu á því að svona væri þetta hjá öðrum þjóðum. Þann rökstuðning keyptu fáir og þeir hinir sömu bentu á þá staðreynd að hraðbrautirnar væru einstakleg öruggar og að einungis 11% af dauðaslysum í Þýskalandi verði þar þó svo að þriðjungur allrar umferðar fari þar fram. Það er því þrisvar sinnum hættulegra að aka um á öðrum vegum en á hraðbrautunum. Margir þingmenn brugðust hart við þessari tillögu Græningja og sögðu að slík breyting gengi aldrei eftir á þeirra vakt. Þeir sem hafa gaman að því að sjá Porsche bíl ekið uppí 340 km hraða á þýskri hraðbraut ættu að smella á myndskeiðið hér að ofan.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent