Sigurður áminntur fyrir hótanir 22. maí 2013 19:31 Sigurður G. Guðjónsson. Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur verið áminntur af Lögmannafélagi Íslands fyrir að hafa brotið gróflega gegn siðareglum félagsins með framkomu sinni í garð lögmanna Lex lögmannsstofunnar. Um þetta upplýsti Sigurður sjálfur í dag en á bloggi sínu, sem hann birti síðdegis, skrifar hann að nú viti hann hvernig á að umgangast aðra lögmenn. „Ekki seinna vænna,“ bætti hann svo við.Vísir fjallaði ítarlega um málið í mars síðastliðnum en þá upplýsti Sigurður sjálfur á bloggi sínu að hann hefði verið kærður til siðanefndar Lögmannafélags Íslands af lögmannsstofunni fyrir hótanir. Málið snérist um skjólstæðing Sigurðar, Jakob Valgeir Flosason, sem þrotabú Glitnis hefur stefnt fyrir stjórnarsetu sína hjá skúffufyrirtækinu Stím. Það er LEX sem sér um málið fyrir þrotabúið. Í yfirlýsingunni frá Lex vegna málsins, sem fyrirtækið sendi frá sér í mars, kom meðal annars fram að Sigurður hefði gerst sekur um tilraun til að hindra lögmenn stofunnar í að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna og hafi með því gerst brotlegur við siðareglur lögmanna. Í blogginu sem Sigurður birti kom fram að Lex krafðist 300 milljóna króna í skaðabætur af skjólstæðingi sínum, Jakobi Valgeiri. Sigurður sagði að hann hefði krafist þess að fallið yrði frá lögsókn á hendur Jakobi Valgeiri, því var hinsvegar hafnað af lögmannsstofunni. Sigurður ítrekaði þá beiðni með öðrum pósti sem forsvarsmenn Lex skildu sem hótun. En bréfið var svohljóðandi, samkvæmt bloggi Sigurðar sjálfs: „Í þeim tölvupósti benti ég m.a. á mögulega ábyrgð lögmanna Lex vegna stjórnarsetu þeirra í fimm félögum sem tengdust Glitni banka hf. og Stími ehf. Lex lögmenn tóku þessu og öðru sem í tölvupóstinum kom fram sem hótun um atlögu að orðspori þeirra og hafa nú kært mig til siðanefndar Lögmannafélags Íslands." Greinin sem Sigurður braut er svohljóðandi: „Lögmaður má ekki hóta lögmanni gagnaðila kæru eða lögsókn í því skyni að fá hann til að aðhafast eitthvað eða láta eitthvað ógert í máli gagnaðila.“ Stím málið Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur verið áminntur af Lögmannafélagi Íslands fyrir að hafa brotið gróflega gegn siðareglum félagsins með framkomu sinni í garð lögmanna Lex lögmannsstofunnar. Um þetta upplýsti Sigurður sjálfur í dag en á bloggi sínu, sem hann birti síðdegis, skrifar hann að nú viti hann hvernig á að umgangast aðra lögmenn. „Ekki seinna vænna,“ bætti hann svo við.Vísir fjallaði ítarlega um málið í mars síðastliðnum en þá upplýsti Sigurður sjálfur á bloggi sínu að hann hefði verið kærður til siðanefndar Lögmannafélags Íslands af lögmannsstofunni fyrir hótanir. Málið snérist um skjólstæðing Sigurðar, Jakob Valgeir Flosason, sem þrotabú Glitnis hefur stefnt fyrir stjórnarsetu sína hjá skúffufyrirtækinu Stím. Það er LEX sem sér um málið fyrir þrotabúið. Í yfirlýsingunni frá Lex vegna málsins, sem fyrirtækið sendi frá sér í mars, kom meðal annars fram að Sigurður hefði gerst sekur um tilraun til að hindra lögmenn stofunnar í að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna og hafi með því gerst brotlegur við siðareglur lögmanna. Í blogginu sem Sigurður birti kom fram að Lex krafðist 300 milljóna króna í skaðabætur af skjólstæðingi sínum, Jakobi Valgeiri. Sigurður sagði að hann hefði krafist þess að fallið yrði frá lögsókn á hendur Jakobi Valgeiri, því var hinsvegar hafnað af lögmannsstofunni. Sigurður ítrekaði þá beiðni með öðrum pósti sem forsvarsmenn Lex skildu sem hótun. En bréfið var svohljóðandi, samkvæmt bloggi Sigurðar sjálfs: „Í þeim tölvupósti benti ég m.a. á mögulega ábyrgð lögmanna Lex vegna stjórnarsetu þeirra í fimm félögum sem tengdust Glitni banka hf. og Stími ehf. Lex lögmenn tóku þessu og öðru sem í tölvupóstinum kom fram sem hótun um atlögu að orðspori þeirra og hafa nú kært mig til siðanefndar Lögmannafélags Íslands." Greinin sem Sigurður braut er svohljóðandi: „Lögmaður má ekki hóta lögmanni gagnaðila kæru eða lögsókn í því skyni að fá hann til að aðhafast eitthvað eða láta eitthvað ógert í máli gagnaðila.“
Stím málið Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira