Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Breiðablik 2-3 | Blikar áfram Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 28. júní 2013 16:04 Berglind Björg Þorvaldsdóttir reyndist sínum gömlu félögum í ÍBV erfið en hún átti stóran þátt í 3-2 sigri Breiðabliks í Eyjum í kvöld. Þar með er ljóst að Breiðablik er komið áfram í undanúrslit Borgunarbikars kvenna en hinir leikirnir í fjórðungsúrslitunum fara fram í kvöld. Þessi lið áttust einnig við í 8-liða úrslitum í bikarkeppninni í fyrra og líkt og þá sóttu Blikastelpur sigur og komu sér í undanúrslitin. Leikurinn í kvöld var í vægast sagt fjörugur þar sem mörkin komu í öllum regnbogans litum. Fyrsta markið leit dagsins ljós eftir 12 mínútur en þar var að verki Þórhildur Ólafsdóttir sem skoraði með skoti fyrir utan teig. Þá var komið að einu af mörkum sumarsins frá Grétu Mjöll Samúelsdóttur sem skoraði frá um það bil 40 metrum frá hliðarlínunni ótrúlegt mark en það er spurning hvort Bryndís Lára hefði getað gert betur í marki Eyjakvenna. Hvítklæddar Eyjakonur létu það ekki á sig fá og svöruðu stuttu seinna en þar var að verki Shaneka Gordon sem tók vel á móti boltanum og lagði hann framhjá Mist í markinu. Seinni hálfleikur var eign Blikastúlkna en Berglind Björg, fyrrum leikmaður ÍBV, skoraði bæði mörk Blika og tryggði gestunum sigur. Það fyrra úr vítateignum eftir frábæra móttöku og það seinna úr aukaspyrnu af um það bil 25 metrum, þar sem Bryndís hefði getað gert betur í markinu. Sigurinn fleytir Blikastelpum í undanúrslitin í Borgunarbikarnum en þar geta þær mætt Þór/KA, ásamt sigurvegurum úr leik Stjörnunnar og Vals og úr leik HK/Víkings og Fylkis. Eyjakonur sitja eftir með sárt ennið en geta þó farið að einbeita sér að deildinni þar sem þeim hefur gengið prýðilega.Berglind Björg: Ég get skorað úr þessum aukaspyrnum „Þetta var virkilega sætt, það er mjög erfitt að koma hérna á Hásteinsvöll og þá sérstaklega í grænu treyjunni þar sem ég hef alltaf spilað í þeirri hvítu,“ voru fyrstu orð Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur eftir 2-3 sigur Blika á ÍBV á Hásteinsvelli nú rétt í þessu. Berglind er fyrrum leikmaður ÍBV og hefur þetta því verið rosalega sætur sigur fyrir hana. „Hlynur sagði fyrir nokkrum leikjum síðan að ef að við myndum ekki fara að skora úr þessum aukaspyrnum þá myndi hann skipta um spyrnumenn, en ég sýndi honum í dag að ég get skorað úr þessum aukaspyrnum,“ hélt Berglind áfram en hún skoraði tvö mörk í þessum leik en annað þeirra var stórglæsilegt úr aukaspyrnu. Berglind spilaði fyrir ÍBV í fyrra þegar að Blikar unnu sigur eftir vítakeppni og æsispennandi leik. Berglind sagðist hafa verið hrædd um að leikurinn myndi enda í vítakeppni í lokin en hún sagðist ekki hafa verið stressuð. „Þetta gefur mikið sjálfstraust í klefann, við eigum Stjörnuna á mánudaginn og við ætlum að vinna þann leik,“ sagði Berglind að lokum en hún lítur björtum augum á framhaldið í deildinni.Hlynur Svan: Formið á liðunum kom í ljós í seinni hálfleik „Þetta var rosalega sætt, það er mjög erfitt að koma hingað til Vestmannaeyja og gera eitthvað á þessum erfiða útivelli á móti erfiðu liði,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson eftir 2-3 sigur sinna kvenna í Vestmannaeyjum í dag. „Þetta var rosalega fallegt mark, við vorum búin að tala um þetta fyrir leik að hún ætti að koma sér rétt inn fyrir miðju og nýta sér þennan vind með því að skjóta á markið,“ sagði Hlynur en Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoraði frábært mark í dag, langt fyrir utan frá hliðarlínunni. „Í seinni hálfleik þá kom í ljós formið á liðunum, þess vegna gátum við haldið uppi sama tempo-i og í fyrri hálfleik sem þær gerðu ekki,“ bætti Hlynur við en staðan í hálfleik var 2-1 fyrir heimastúlkum en það snerist svo sannarlega við í seinni hálfleik. „Það er rosalega sætt að vera komin áfram, þessi sigur telur ekkert nema að við verðum bikarmeistarar, því að aðeins eitt lið verður bikarmeistari,“ voru lokaorð Hlyns sem að var líflegur á hliðarlínunni að vanda. Íslenski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir reyndist sínum gömlu félögum í ÍBV erfið en hún átti stóran þátt í 3-2 sigri Breiðabliks í Eyjum í kvöld. Þar með er ljóst að Breiðablik er komið áfram í undanúrslit Borgunarbikars kvenna en hinir leikirnir í fjórðungsúrslitunum fara fram í kvöld. Þessi lið áttust einnig við í 8-liða úrslitum í bikarkeppninni í fyrra og líkt og þá sóttu Blikastelpur sigur og komu sér í undanúrslitin. Leikurinn í kvöld var í vægast sagt fjörugur þar sem mörkin komu í öllum regnbogans litum. Fyrsta markið leit dagsins ljós eftir 12 mínútur en þar var að verki Þórhildur Ólafsdóttir sem skoraði með skoti fyrir utan teig. Þá var komið að einu af mörkum sumarsins frá Grétu Mjöll Samúelsdóttur sem skoraði frá um það bil 40 metrum frá hliðarlínunni ótrúlegt mark en það er spurning hvort Bryndís Lára hefði getað gert betur í marki Eyjakvenna. Hvítklæddar Eyjakonur létu það ekki á sig fá og svöruðu stuttu seinna en þar var að verki Shaneka Gordon sem tók vel á móti boltanum og lagði hann framhjá Mist í markinu. Seinni hálfleikur var eign Blikastúlkna en Berglind Björg, fyrrum leikmaður ÍBV, skoraði bæði mörk Blika og tryggði gestunum sigur. Það fyrra úr vítateignum eftir frábæra móttöku og það seinna úr aukaspyrnu af um það bil 25 metrum, þar sem Bryndís hefði getað gert betur í markinu. Sigurinn fleytir Blikastelpum í undanúrslitin í Borgunarbikarnum en þar geta þær mætt Þór/KA, ásamt sigurvegurum úr leik Stjörnunnar og Vals og úr leik HK/Víkings og Fylkis. Eyjakonur sitja eftir með sárt ennið en geta þó farið að einbeita sér að deildinni þar sem þeim hefur gengið prýðilega.Berglind Björg: Ég get skorað úr þessum aukaspyrnum „Þetta var virkilega sætt, það er mjög erfitt að koma hérna á Hásteinsvöll og þá sérstaklega í grænu treyjunni þar sem ég hef alltaf spilað í þeirri hvítu,“ voru fyrstu orð Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur eftir 2-3 sigur Blika á ÍBV á Hásteinsvelli nú rétt í þessu. Berglind er fyrrum leikmaður ÍBV og hefur þetta því verið rosalega sætur sigur fyrir hana. „Hlynur sagði fyrir nokkrum leikjum síðan að ef að við myndum ekki fara að skora úr þessum aukaspyrnum þá myndi hann skipta um spyrnumenn, en ég sýndi honum í dag að ég get skorað úr þessum aukaspyrnum,“ hélt Berglind áfram en hún skoraði tvö mörk í þessum leik en annað þeirra var stórglæsilegt úr aukaspyrnu. Berglind spilaði fyrir ÍBV í fyrra þegar að Blikar unnu sigur eftir vítakeppni og æsispennandi leik. Berglind sagðist hafa verið hrædd um að leikurinn myndi enda í vítakeppni í lokin en hún sagðist ekki hafa verið stressuð. „Þetta gefur mikið sjálfstraust í klefann, við eigum Stjörnuna á mánudaginn og við ætlum að vinna þann leik,“ sagði Berglind að lokum en hún lítur björtum augum á framhaldið í deildinni.Hlynur Svan: Formið á liðunum kom í ljós í seinni hálfleik „Þetta var rosalega sætt, það er mjög erfitt að koma hingað til Vestmannaeyja og gera eitthvað á þessum erfiða útivelli á móti erfiðu liði,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson eftir 2-3 sigur sinna kvenna í Vestmannaeyjum í dag. „Þetta var rosalega fallegt mark, við vorum búin að tala um þetta fyrir leik að hún ætti að koma sér rétt inn fyrir miðju og nýta sér þennan vind með því að skjóta á markið,“ sagði Hlynur en Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoraði frábært mark í dag, langt fyrir utan frá hliðarlínunni. „Í seinni hálfleik þá kom í ljós formið á liðunum, þess vegna gátum við haldið uppi sama tempo-i og í fyrri hálfleik sem þær gerðu ekki,“ bætti Hlynur við en staðan í hálfleik var 2-1 fyrir heimastúlkum en það snerist svo sannarlega við í seinni hálfleik. „Það er rosalega sætt að vera komin áfram, þessi sigur telur ekkert nema að við verðum bikarmeistarar, því að aðeins eitt lið verður bikarmeistari,“ voru lokaorð Hlyns sem að var líflegur á hliðarlínunni að vanda.
Íslenski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira