"Við breytum ekki vatni í vín" Eyþór Atli Einarsson skrifar 26. júlí 2013 21:40 Mynd/Ernir „Það er engin spurning að það eru mikil vonbrigði að detta út úr bikarnum.“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir tap sinna kvenna í Borgunarbikarnum í kvöld. „Ég vil engu að síður óska Þór/KA til hamingju. Mér fannst við engu að síður taka leikinn yfir í síðari hálfleik. Frá sextugustu mínútu fannst mér við vera að fara að taka þetta.“ sagði Láki, en þeirra helsti markaskorari Harpa Þorsteinsdóttir var í leikbanni í dag. Megan Lindsey nýr leikmaður Stjörnunnar kom inn í liðið í stað Hörpu. „Við söknuðum klárlega Hörpu, það er ekki hægt að neita því. Við vorum svona hálf framherjalausar og sköpuðum okkur ekki mikið af færum. Harpa er búin að skora og búa til mikið af mörkum. Við breytum ekki vatni í vín.“ „Hún(Megan) er ekki tilbúin í meira. Hefur ekki spilað lengi og mun hjálpa okkur þegar líður á mótið.“ Þorlákur var ekki sáttur með sína leikmenn sem spiluðu, eða spiluðu ekki, á Evrópumótinu og taldi að þeir sem eftir voru á Íslandi væru í betra standi en þeir sem út fóru. „Við erum frekar ryðgaðar eftir fríið. Við spiluðum einhverja æfingaleiki en við erum með fimm leikmenn í Svíþjóð og þrír af þeim sátu á rassgatinu allan tímann og hinir tveir voru ekki byrjunarliðsmenn þannig séð. Það er stór biti. fimm af ellefu.“ Ég segi ekki allar séu þær í verra standi en þetta er á ábyrgð leikmanna. Það að fara á úrslitakeppni EM og koma í verra formi heim er til háborinnar skammar. Það er engin spurning að þeir sem eru búnir að vera að æfa hérna á fullu eru í fínu standi.“ „Það tapa öll lið leikjum. Við þurfum að vera andskoti lélegar til þess að tapa leikjum og við sýndum það hérna í dag. Við förum í alla leiki til að vinna þá. Mér fannst Þór/KA eiga þetta skilið. Við bara fundum engar lausnir í dag.“ sagði Þorlákur vonsvikinn að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Skalli Söndru sá um Stjörnuna Sandra María Jessen skoraði eina mark Þórs/KA sem vann 1-0 útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2013 12:28 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
„Það er engin spurning að það eru mikil vonbrigði að detta út úr bikarnum.“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir tap sinna kvenna í Borgunarbikarnum í kvöld. „Ég vil engu að síður óska Þór/KA til hamingju. Mér fannst við engu að síður taka leikinn yfir í síðari hálfleik. Frá sextugustu mínútu fannst mér við vera að fara að taka þetta.“ sagði Láki, en þeirra helsti markaskorari Harpa Þorsteinsdóttir var í leikbanni í dag. Megan Lindsey nýr leikmaður Stjörnunnar kom inn í liðið í stað Hörpu. „Við söknuðum klárlega Hörpu, það er ekki hægt að neita því. Við vorum svona hálf framherjalausar og sköpuðum okkur ekki mikið af færum. Harpa er búin að skora og búa til mikið af mörkum. Við breytum ekki vatni í vín.“ „Hún(Megan) er ekki tilbúin í meira. Hefur ekki spilað lengi og mun hjálpa okkur þegar líður á mótið.“ Þorlákur var ekki sáttur með sína leikmenn sem spiluðu, eða spiluðu ekki, á Evrópumótinu og taldi að þeir sem eftir voru á Íslandi væru í betra standi en þeir sem út fóru. „Við erum frekar ryðgaðar eftir fríið. Við spiluðum einhverja æfingaleiki en við erum með fimm leikmenn í Svíþjóð og þrír af þeim sátu á rassgatinu allan tímann og hinir tveir voru ekki byrjunarliðsmenn þannig séð. Það er stór biti. fimm af ellefu.“ Ég segi ekki allar séu þær í verra standi en þetta er á ábyrgð leikmanna. Það að fara á úrslitakeppni EM og koma í verra formi heim er til háborinnar skammar. Það er engin spurning að þeir sem eru búnir að vera að æfa hérna á fullu eru í fínu standi.“ „Það tapa öll lið leikjum. Við þurfum að vera andskoti lélegar til þess að tapa leikjum og við sýndum það hérna í dag. Við förum í alla leiki til að vinna þá. Mér fannst Þór/KA eiga þetta skilið. Við bara fundum engar lausnir í dag.“ sagði Þorlákur vonsvikinn að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Skalli Söndru sá um Stjörnuna Sandra María Jessen skoraði eina mark Þórs/KA sem vann 1-0 útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2013 12:28 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Skalli Söndru sá um Stjörnuna Sandra María Jessen skoraði eina mark Þórs/KA sem vann 1-0 útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2013 12:28