Smábílaæði í Berlín Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2013 10:15 Ein vinsælasta afþreying ferðamanna í þýsku borginni Berlín er að leigja sér einskonar go-kart bíla sem löglegir eru á götum borgarinnar. Þessir smávöxnu bílar eru aðeins fyrir einn farþega, en þeir eru snarir í snúningum og komast á allt að 88 km hraða. Vélin í þeim er 14 hestöfl, sprengirýmið 170cc og bílarnir eru sjálfskiptir. Smábílarnir liggja ansi neðarlega á götunni og þykir mörgum þeir sjást illa og bjóða hættunni heim. Engin slys hafa þó þegar orðið á þessum bílum. Hætt er þó við því að þeir sjáist ansi illa úr bílum þar sem ökumenn sitja hátt, svo sem úr jepplingum og jeppum, hvað þá flutningabílum. Síðasta æðið hjá ferðamönnum í Berlín var að kaupa sér far í Trabant bílum um borgina og sjá hana með augum íbúa hennar á tímum kommúnismans. Nú þykir það ekki eins töff eins og að leigja sér einn af þessum litlu bílum sem eru reyndar ári smart.Algjör töffari Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent
Ein vinsælasta afþreying ferðamanna í þýsku borginni Berlín er að leigja sér einskonar go-kart bíla sem löglegir eru á götum borgarinnar. Þessir smávöxnu bílar eru aðeins fyrir einn farþega, en þeir eru snarir í snúningum og komast á allt að 88 km hraða. Vélin í þeim er 14 hestöfl, sprengirýmið 170cc og bílarnir eru sjálfskiptir. Smábílarnir liggja ansi neðarlega á götunni og þykir mörgum þeir sjást illa og bjóða hættunni heim. Engin slys hafa þó þegar orðið á þessum bílum. Hætt er þó við því að þeir sjáist ansi illa úr bílum þar sem ökumenn sitja hátt, svo sem úr jepplingum og jeppum, hvað þá flutningabílum. Síðasta æðið hjá ferðamönnum í Berlín var að kaupa sér far í Trabant bílum um borgina og sjá hana með augum íbúa hennar á tímum kommúnismans. Nú þykir það ekki eins töff eins og að leigja sér einn af þessum litlu bílum sem eru reyndar ári smart.Algjör töffari
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent