Utan vallar: Góðir hlutir gerast hægt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2013 08:00 Stelpurnar okkar á æfingu á Laugardalsvelli. Mynd/Arnþór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands veltir þessa dagana fyrir sér næstu skrefum í leit sinni að nýjum landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari liðsins, tilkynnti fyrir tæpum tveimur vikum að hann myndi ekki halda starfi sínu áfram þótt honum stæði það til boða. Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, var efstur á óskalista KSÍ. Þorlákur hugsaði málið í nokkra daga en afþakkaði svo boðið. Ekki liggur ljóst fyrir hvort KSÍ hafi boðið öðrum þjálfara starfið. Nöfn Elísabetar Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad í Svíþjóð, og Freys Alexanderssonar, þjálfara Leiknis í 1. deild karla, hafa verið nefnd til sögunnar. Bæði hafa mikla reynslu af þjálfun kvennaliða og hafa þjálfað stóran hluta leikmanna landsliðsins. Þau voru hins vegar samtaka í svörum um helgina og sögðust ekkert hafa heyrt frá KSÍ.Fjórar vikur í mikilvæga leiki Nafn Heimis Hallgrímssonar, aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins, hefur einnig verið nefnt. Heimir hefur reynslu af þjálfun kvenna en fram undan er lokaspretturinn í undankeppni HM 2014 hjá körlunum. Á sama tíma þyrfti nýr landsliðsþjálfari að hafa hraðar hendur en töluvert verk þarf að vinna hjá kvennalandsliðinu á stuttum tíma, enda viss kynslóðaskipti að eiga sér stað. Fyrsti leikur í undankeppni HM 2015 í Kanada verður hér heima gegn Sviss 26. september og mánuði síðar verður spilað í Serbíu. Fjórar vikur eru ekki langur tími fyrir nýjan þjálfara að kynna sér leikmenn landsliðsins og stöðu mála og taka erfiðar og áhrifamiklar ákvarðanir sem gætu verið mótandi fyrir liðið næstu árin. Þá er óvíst að allir leikmenn gefi áfram kost á sér. KSÍ er vandi á höndum að velja þjálfara. Hann hefur hingað til verið í hlutastarfi, sem virkaði ágætlega í tilfelli Sigurðar Ragnar sem er einnig fræðslustjóri KSÍ. Er hægt að ráða mann í fullt starf landsliðsþjálfara? Eða þarf að semja um starfshlutfall við þjálfara sem að sama skapi þyrfti þá að ræða við vinnuveitanda sinn? Hætt er við að hamagangurinn sem færi í gang gæti á endanum komið niður á vinnu nýs þjálfara og í framhaldinu á liðinu.Flaggskipið í húfi Augljósa lausnin virðist vera að ráða þjálfara í tímabundið starf fyrir leikina tvo nú í haust. Mögulega gæti þjálfarateymi karlalandsliðsins tekið að sér að stýra liðinu í leikjunum og vafalítið væri hægt að sækja í smiðju fleiri. Að loknum leiknum í Serbíu 31. október líða fimm mánuðir fram að næsta leik í undankeppninni. Á svipuðum tíma lýkur tímabili flestra okkar landsliðskvenna hér heima, í Noregi og Svíþjóð, og þjálfara sömuleiðis. Þann tíma væri gott að nota til þess að vinna faglega að því að fá hæfan og metnaðarfullan þjálfara fyrir stelpurnar okkar, miklu frekar en að ráða nýjan þjálfara á hundahlaupum korteri fyrir undankeppni. Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands veltir þessa dagana fyrir sér næstu skrefum í leit sinni að nýjum landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari liðsins, tilkynnti fyrir tæpum tveimur vikum að hann myndi ekki halda starfi sínu áfram þótt honum stæði það til boða. Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, var efstur á óskalista KSÍ. Þorlákur hugsaði málið í nokkra daga en afþakkaði svo boðið. Ekki liggur ljóst fyrir hvort KSÍ hafi boðið öðrum þjálfara starfið. Nöfn Elísabetar Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad í Svíþjóð, og Freys Alexanderssonar, þjálfara Leiknis í 1. deild karla, hafa verið nefnd til sögunnar. Bæði hafa mikla reynslu af þjálfun kvennaliða og hafa þjálfað stóran hluta leikmanna landsliðsins. Þau voru hins vegar samtaka í svörum um helgina og sögðust ekkert hafa heyrt frá KSÍ.Fjórar vikur í mikilvæga leiki Nafn Heimis Hallgrímssonar, aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins, hefur einnig verið nefnt. Heimir hefur reynslu af þjálfun kvenna en fram undan er lokaspretturinn í undankeppni HM 2014 hjá körlunum. Á sama tíma þyrfti nýr landsliðsþjálfari að hafa hraðar hendur en töluvert verk þarf að vinna hjá kvennalandsliðinu á stuttum tíma, enda viss kynslóðaskipti að eiga sér stað. Fyrsti leikur í undankeppni HM 2015 í Kanada verður hér heima gegn Sviss 26. september og mánuði síðar verður spilað í Serbíu. Fjórar vikur eru ekki langur tími fyrir nýjan þjálfara að kynna sér leikmenn landsliðsins og stöðu mála og taka erfiðar og áhrifamiklar ákvarðanir sem gætu verið mótandi fyrir liðið næstu árin. Þá er óvíst að allir leikmenn gefi áfram kost á sér. KSÍ er vandi á höndum að velja þjálfara. Hann hefur hingað til verið í hlutastarfi, sem virkaði ágætlega í tilfelli Sigurðar Ragnar sem er einnig fræðslustjóri KSÍ. Er hægt að ráða mann í fullt starf landsliðsþjálfara? Eða þarf að semja um starfshlutfall við þjálfara sem að sama skapi þyrfti þá að ræða við vinnuveitanda sinn? Hætt er við að hamagangurinn sem færi í gang gæti á endanum komið niður á vinnu nýs þjálfara og í framhaldinu á liðinu.Flaggskipið í húfi Augljósa lausnin virðist vera að ráða þjálfara í tímabundið starf fyrir leikina tvo nú í haust. Mögulega gæti þjálfarateymi karlalandsliðsins tekið að sér að stýra liðinu í leikjunum og vafalítið væri hægt að sækja í smiðju fleiri. Að loknum leiknum í Serbíu 31. október líða fimm mánuðir fram að næsta leik í undankeppninni. Á svipuðum tíma lýkur tímabili flestra okkar landsliðskvenna hér heima, í Noregi og Svíþjóð, og þjálfara sömuleiðis. Þann tíma væri gott að nota til þess að vinna faglega að því að fá hæfan og metnaðarfullan þjálfara fyrir stelpurnar okkar, miklu frekar en að ráða nýjan þjálfara á hundahlaupum korteri fyrir undankeppni.
Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira