Hannes: Þvílík hamingja þegar hann flautaði leikinn af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2013 22:10 Hannes Þór Halldórsson. Mynd/Daníel Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var kátur eftir 2-1 sigur á Albaníu á Laugardalsvellinum í kvöld en þessi þrjú stig skila íslenska liðinu upp í annað sætið í undankeppni HM í Brasilíu. "Mér líður fáránlega vel enda er þetta eins frábært og það getur orðið. Við erum ótrúlega ánægðir með þetta," sagði Hannes Þór Halldórsson eftir leik. Hann hafði fengið fjögur mörk á sig í tveimur leikjum í röð en það var mikil bæting á því í kvöld. "Við vorum hrikalega öflugir og þetta var einn besti leikurinn okkar í undankeppninni ef ekki sá besti. Mér fannst við vera með tökin á leiknum allan tímann og við hefðum getað sett fleiri mörk á þá. Við héldum þeim vel frá markinu okkar og vorum virkilega flottir," sagði Hannes. Íslenska liðið náði ekki að skora þriðja markið og því var spennan í leiknum allt til enda. "Menn héldum Albönum vel í skefjum en ég var aldrei rólegur því þetta er fljótt að gerast. Það getur ýmislegt gerst í svona bleytu en við vorum að halda þeim vel frá markinu. Þetta hafðist að lokum og það ver þvílík hamingja þegar hann flautaði leikinn af," sagði Hannes. "Við fegnum að sjá stöðuna í riðlinum inn í klefa og þetta lítur vel út. Það er gaman að vera í öðru sæti og við erum í nokkuð góðum málum fyrir tvo síðustu leikina. Það er í okkar höndum að landa öðru sætinu. Það er því virkilega skemmtileg staða sem er komin upp," sagði Hannes en sá hann þessa stöðu fyrir þegar undankeppnin hófst? "Það getur brugðið til beggja vona í þessu. Við erum með sterkt lið og við vissum það. Þetta er það sem var lagt upp með þegar við fórum inn í keppnina. Við ætluðum að gera atlögu að efstu tveimur sætunum. Við erum búnir að gera þetta vel í keppninni og erum búnir að vinna fyrir þessarri stöðu. Nú er bara að halda áfram," sagði Hannes. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var kátur eftir 2-1 sigur á Albaníu á Laugardalsvellinum í kvöld en þessi þrjú stig skila íslenska liðinu upp í annað sætið í undankeppni HM í Brasilíu. "Mér líður fáránlega vel enda er þetta eins frábært og það getur orðið. Við erum ótrúlega ánægðir með þetta," sagði Hannes Þór Halldórsson eftir leik. Hann hafði fengið fjögur mörk á sig í tveimur leikjum í röð en það var mikil bæting á því í kvöld. "Við vorum hrikalega öflugir og þetta var einn besti leikurinn okkar í undankeppninni ef ekki sá besti. Mér fannst við vera með tökin á leiknum allan tímann og við hefðum getað sett fleiri mörk á þá. Við héldum þeim vel frá markinu okkar og vorum virkilega flottir," sagði Hannes. Íslenska liðið náði ekki að skora þriðja markið og því var spennan í leiknum allt til enda. "Menn héldum Albönum vel í skefjum en ég var aldrei rólegur því þetta er fljótt að gerast. Það getur ýmislegt gerst í svona bleytu en við vorum að halda þeim vel frá markinu. Þetta hafðist að lokum og það ver þvílík hamingja þegar hann flautaði leikinn af," sagði Hannes. "Við fegnum að sjá stöðuna í riðlinum inn í klefa og þetta lítur vel út. Það er gaman að vera í öðru sæti og við erum í nokkuð góðum málum fyrir tvo síðustu leikina. Það er í okkar höndum að landa öðru sætinu. Það er því virkilega skemmtileg staða sem er komin upp," sagði Hannes en sá hann þessa stöðu fyrir þegar undankeppnin hófst? "Það getur brugðið til beggja vona í þessu. Við erum með sterkt lið og við vissum það. Þetta er það sem var lagt upp með þegar við fórum inn í keppnina. Við ætluðum að gera atlögu að efstu tveimur sætunum. Við erum búnir að gera þetta vel í keppninni og erum búnir að vinna fyrir þessarri stöðu. Nú er bara að halda áfram," sagði Hannes.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira