Auðveldur sigur hjá Keflavíkurkonum gegn nágrönnunum | Umfjöllun og viðtöl Árni Jóhannsson í Keflavík skrifar 13. október 2013 18:45 Pálína Gunnlaugsdóttir. Mynd/Daníel Keflavík átti ekki í miklum vandræðum með nágranna sína úr Grindavík í Domino´s-deild kvenna í kvöld. Lokatölur leiksins voru 84-67. Keflavíkurkonur hafa því unnið báða leiki sína á þessum tímabili en Grindavík unnið einn og tapað einum. Stigahæstar í liði Keflavíkur voru Sara Rún Hinriksdóttir og Porsche Landry með 22 stig hvor. Hjá Grindavík skoraði Keflavíkurmærin María Ben Erlingsdóttir 24 stig. Keflavíkur konur byrjuðu leikinn betur, vörnin var góð og framkvæmd sóknarleiksins til fyrirmyndar. Þegar um 6 mínútur lifðu eftir af fyrsta leikhluta var staða orðin 15-6 heimakonum í vil. Grindvíkingar náðu einstaka sinnum að svara fyrir sig í sóknarleiknum en oft á tíðum komust þær lítt áleiðis gegn góðri vörn Keflvíkinga. Þegar fyrsta leikhluta var lokið var forusta Keflavíkur komin í 15 stig, 34-19 og var María Erlingsdóttir búin að skora 10 af 19 stigum gestanna. Pálína Gunnlaugsdóttir hafði sig lítið frammi í sóknarleik Grindvíkinga og virtist það vera áherslan að stöðva hana. Annar leikhluti hófst rólega í sóknarleik beggja liða, til dæmis um það var Keflavík búið að skora þrjú stig og Grindavík tvö þegar tvær og hálf mínúta var liðin af hálfleiknum. Lítið stigaskor er hægt að útskýra með því að bæði lið spiluðu fínan varnarleik ásamt því að mikið var um mistök í sóknaraðgerðum liðana. Grindvíkingar gerðu áhlaup á forystu heimakvenna og náðu næst að komast níu stigum þegar 2:27 voru eftir af fyrri hálfleik en þá spýttu Keflvíkingar í lófana og leyfðu Grindvíkingum einungis að bæta við tveimur stigum á meðan þær bættu við sex og var staðan 50-36 þegar flautað var til hálfleiks. Stigahæstar í hálfleik voru þær Porsche Landry með 17 stig fyrir Keflvíkinga á meðan María Erlingsdóttir hafði skorað 18 stig fyrir gestina. Keflvíkingar hófu seinni hálfleikinn eins og þær enduðu þann fyrri og héldu Grindvíkingum 15 til 19 stigum fyrir aftan sig framan af þriðja leikhluta. Þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta var munurinn 18 stig, 66-48 fyrir Keflavík en þá lokuðu Grindvíkingar teignum sínum og fundu mjög oft glufur í varnarleik heimakvenna. Þær luku leikhlutanum á 11-1 spretti og hækkuðu spennustigið fyrir síðasta leikhlutann. Staðan fyrir fjórða leikhluta var 67-59 fyrir Keflavík. Keflvíkingar náðu ekki að skora körfu utan af velli síðustu þrjár mínúturnar í þriðja leikhluta en opnuðu stigaskorið í þeim fjórða og fóru á 9-2 sprett sem varð til þess að Grindvíkingar tóku leikhlé. Keflavíkurvörnin var aftur orðin mjög ágeng og var hún það sem eftir lifði leiks. Grindvíkingar voru til dæmis búnir að skora fjögur stig þegar 2:25 voru eftir af leiknum og Keflvíkingar komnir í 19 stiga forystu. Yngstu leikmenn beggja liða fengu þá nokkrar mínútur í lok leiks og sigldu heimakonur sigrinum í höfn í leik sem var nánast aldrei í hættu fyrir þær. Stigahæstar voru Porsche Landry og Sara Rún Hinriksdóttir, báðar með 22 stig fyrir Keflvíkinga en María Ben Erlingsdóttir skoraði 24 stig fyrir gestina. Keflvíkingar spiluðu virkilega góðann körfubolta nánast allan leikinn og hafa sýnt í upphafi móts að þær eru til alls líklegar þrátt fyrir skörð hoggin í leikmannahóp sinn. Grindvíkingar þurfa að leggja í vinnu til að sjá hvað fór úrskeiðis í dag en eitt er víst 17 stiga tap er ekki vel liðið í Grindavík.Andy Johnston: Við munum þurfa að spila vel í öllum leikjunum „Ég var virkilega ánægður með leikinn í kvöld, stelpurnar spiluðu af hörku“, voru fyrstu viðbrögð Andy Johnston þjálfara Keflavíkur eftir sigur liðsins á Grindavík í kvöld. „Við höfum ekki verið stöðugar í því hvernig við leggjum okkur fram í upphafi leikja hingað til, það tekur okkur smá tíma til að komast í gang en í dag byrjuðum við af krafti. Við höfum marga unga leikmenn þannig að þetta er eitthvað sem þarf að lærast. Við slökuðum aðeins á í þriðja leikhluta og aðeins í byrjun þess fjórða en ég var virkilega ánægður með framlagið í kvöld.“ Aðspurður hvort megináhersla í leikjum liðsins væri varnarleikur, sagði Andy: „Varnarleikur er ein megináherslan, við höfum verið að spila svæðisvörn í meirihluta leikja okkar en liðið lék svo vel í maður á mann vörninni, sem skilaði árangri, sem varð til þess að við héldum því út leikinn. Að auki höfðum við áhyggjur af því að Pálína myndi springa út þannig að við vildum ekki skipta yfir í svæðisvörnina. Stelpurnar spiluðu svo vel í maður á mann vörninni að við héldum okkur við það afbrigði.“ Blaðamaður hjó eftir því hvort Keflavíkur liðinu hafi verið spáð of lágt í töflunni fyrir veturinn að hans mati, en liðið hefur nú lagt af velli tvö lið sem spáð var ofar. „Ég veit það ekki, við erum með ungt lið og það er mikið eftir af mótinu. Ég spái sjaldan of mikið í spánum, það sem skiptir máli er hvað liðin gera í mótinu. Hvar enda liðin í lok leiktíðar. Eins og ég sagði þá erum við með ungt lið og við munum þurfa að spila vel og af hörku í hverjum einasta leik. Frammistaðan í kvöld kom sjálfum mér á óvart.“ Að lokum bætti hann við að það væri virkilega mikilvægt að yngstu stelpurnar fengju að stíga inn á völlinn eins og gerðist í kvöld, til að fá tilfinninguna fyrir því hvernig er að spila á þessu stigi.Bryndís Guðmundsdóttir: Erum að sýna það að við eigum ekki heima í fimmta sæti „Við lögðum ekkert sérstakt upp í kvöld, við ætluðum bara að mæta tilbúnar til leiks eins og við gerðum í fyrsta leiknum“, sagði Bryndís Guðmundsdóttir leikmaður Keflavíkur eftir leik. „Mér finnst að okkur hafi verið spáð of neðarlega í deildinni, ég var virkilega svekkt þegar ég sá að okkur hafði verið spáð fimmta sæti. Ég held líka að það sé svolítið inn í liðinu og við erum að sýna það að við eigum ekki heima í fimmta sæti,“ sagði hún um spárnar fyrir mót en Keflvíkingar hafa byrjað þetta mót eins og best verður á kosið. Hún vildi ekki meina að varnarleikurinn væri höfuðáherslan. „Við erum nánast búnar að vera í sóknarkerfunum síðan 1. ágúst en við erum með gott varnarlið og ef við stöndum saman í vörninni þá kemur þetta.“Keflavík-Grindavík 84-67 (34-19, 16-17, 17-23, 17-8) Keflavík: Porsche Landry 22/6 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 12, Bryndís Guðmundsdóttir 10/10 fráköst/3 varin skot, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 fráköst/6 varin skot, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst. Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 24/6 fráköst, Lauren Oosdyke 17/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/4 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3/5 stoðsendingar. Textalýsinguna má lesa hér að neðan.4. leikhluti | 84-67: Leiknum er lokið með nokkuð öruggum sigri Keflavíkur.4. leikhluti | 84-64: Skynsemi í sóknarleik heimakvenna núna, ná sóknarfrákasti og láta tímann líða. Mikið af ungum stelpum komnar inn á. 43 sek. eftir.4. leikhluti | 82-63: Keflvíkingar eru að fara langt með að klára þetta þessa stundina. Góð vörn og vel leikinn sóknarleikur er að skila 19 stiga forystu. 2:25 eftir.4. leikhluti | 78-63: Ingibjörg Jakobsdóttir lýkur leik með fimm villur. 4:41 eftir.4. leikhluti | 78-63: Lítið skorað þessa stundina en Bryndís Guðmundsdóttir nær að skora sitt tíunda stig. 5:34 eftir.4. leikhluti | 76-63: Pálína nær að stöðva sprettinn hjá Keflvíkingum. 7:24 eftir.4. leikhluti | 76-61: Grindavík tekur leikhlé þegar 8:05 eru eftir. Keflvíkingar skoruðu sjö stig í röð án þess að Grindavík náði að svara.4. leikhluti | 69-59: Leikhlutinn er hafinn og loksins skorar Keflavík utan af velli. 9 mín. eftir.3. leikhluti | 67-59: Góður 11-1 sprettur frá Grindavík undir lok þriðja leikhluta. Þetta er ennþá leikur og fjórði leikhluti ætti að verða spennandi.3. leikhluti | 67-57: María Erlings. heldur áfram að bæta við, er komin með 24 stig. Keflvíkingum gengur ekkert í sókninni þessa stundina. 43 sek. eftir.3. leikhluti | 66-53: Grindvíkingar eru þessa stundina að finna glufur hjá Keflvíkingum. 1:34 eftir.3. leikhluti | 66-48: Keflvíkingar eru að koma sér nokkuð oft í opin þriggja stiga skot sem þær eru að nýta. Stoppin eru líka mörg í varnarleiknum og þess vegna er munurinn í 18 stigum. 3:09 eftir.3. leikhluti | 63-44: Keflvíkingar komu af krafti út úr leikhléinu, skoruðu þriggja stiga körfu, stálu boltanum og nýttu síðan eitt víti. 6:39 eftir.3. leikhluti | 59-44: María Erlingsdóttir er komin með 20 stig fyrir Grindavík og er stigahæst inn á vellinum. Keflvíkingar taka leikhlé þegar 5:06 eru eftir.3. leikhluti | 59-42: Keflvíkingar skora þriggja stiga körfu og Grindvíkingar missa boltann í næstu sókn á eftir. Jón þjálfari Grindvíkinga er ósáttur og tekur leikhlé þegar 6:25 eru eftir.3. leikhluti | 56-42: Grindvíkingar hafa komist núna tvisvar á vítalínuna með skömmu millibili en nýtt aðeins 2 af 4 skotum. 6:41 eftir.3. leikhluti | 56-40: Seinni hálfleikurinn byrjar af krafti hjá báðum liðum. 7:32 eftir.3. leikhluti | 50-38: Seinni hálfleikur hafinn og Grindvíkingar opna stigaskorunina. 9:44 eftir.2. leikhluti | 50-36: Það er kominn hálfleikur og heimakonur hafa 14 stiga forystu. Góður varnarleikur og skynsemi í sóknarleik skilar þessari forystu. Stigahæstar eru Porsche Landry með 17 stig hjá Keflavík en María Erlingsdóttir er með 18 stig hjá gestunum.2. leikhluti | 50-36: Keflavík stelur boltanum og skorar. 41 sek eftir.2. leikhluti | 46-34: Gott spil sem skilar opnu þriggja stiga skoti. 1:23 eftir2. leikhluti | 43-34: Grindvíkingar reyna eins og þær geta að saxa niður forskotið. Það er að takast ágætlega þessa stundina að opna vörn Keflvíkinga. 2:27 eftir.2. leikhluti | 40-28: Þá er bara leitað til þriggja stiga skyttana þegar lokað er fyrir teiginn. 4:55 eftir.2. leikhluti | 37-25: Grindvíkingar hafa þétt vörnina og er erfiðara fyrir heimakonur að brjótast í gegn. 5:56 eftir.2. leikhluti | 37-21: Keflavík tekur leikhlé þegar 7:47 eru eftir. Andy sá eitthvað að sóknarleiknum og þarf að koma honum í gang. Lítið skorað í upphafi leikhlutans.2. leikhluti | 37-21: María Erlingsdóttir skorar af harðfylgi og Grindavíkur konur komast á blað. 8:35 eftir.2. leikhluti | 37-19: Annar leikhluti hafinn og Porsce Landry er búin að skora og fá villu að auki sem hún nýtti. 9:26 eftir.1. leikhluti | 34-19: Leikhlutanum lýkur og Keflavíkur konur eru komnar með 15 stiga forystu. Atkvæðamestar eru Porsche Landry með 12 stig hjá Keflavík og María Erlingsd. er með 10 stig fyrir Grindavík.1. leikhluti | 30-17: Mínúta eftir af leikhlutanum og Keflavík er með 13 stiga forystu. Ógnvænleg vörn hjá heimakonum.1. leikhluti | 26-15: Auðvitað eru Grindvíkingar komnir með 15 stig. 2:20 eftir.1. leikhluti | 26-15: Forysta heimamanna er 11 stig og má það þakka góðri vörn þeirra og flottum sóknarleik. 3:23 eftir.1. leikhluti | 21-13: Varnarvinnan er komin er aftur en Pálína neglir þá bara niður löngum þrist. 4:10 eftir.1. leikhluti | 17-10: Keflavík tekur leikhlé þegar 5:23 eru eftir. Þær slökuðu aðeins á í vörninni og Andy Johnston var óánægður og tók leikhlé.1. leikhluti | 15-6: María Ben náði að skora en heimakonur eru fljótar að svara. 6 mín. eftir.1. leikhluti | 13-4: Keflavíkur konur eru að sýna gríðargóða vörn hérna á upphafsmínútunum. Stoppa Grindvíkinga í fjórum sóknum í röð og Jón Halldor tekur leikhlé þegar 6:47 eru eftir1. leikhluti | 6-2: Porsce Landry með gott gegnumbrot og leggur boltann ofan í og fær villu þar að auki en misnotaði vítaskotið. 8:00 eftir.1. leikhluti | 4-2: Keflavík skoraði fyrstu tvær körfurnar en Grindvíkingar eru komnar á blað. 8:40 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og Keflvíkingar ná tökum á boltanum. 9:55 eftir.Fyrir leik: Það eru tvær mínútur í leik og ákefðin er keyrð upp í lay-up röðunum.Fyrir leik: Það ber að geta þess að Ingibjörg Valgarðsdóttir er í borgaralegum klæðnaði í kvöld en við það lækkar meðalaldur Keflavíkur liðsins umtalsvert og liðið verður af mikilli reynslu. Hún missti af fyrsta leiknum líka sem Keflavík vann.Fyrir leik: Í kvöld mætast tveir tölfræði leiðtogar, þó aðeins eftir eina umferð, Porsche Landry skoraði mest allra leikkvenna í fyrstu umferð eða 30 stig. Í herbúðum Grindavík er Ingibjörg Jakobsdóttir sem var dugleg að finna félaga sína í fyrsta leiknum en hún gaf níu stoðsendingar í þeim leik.Fyrir leik: Eins og segir í inngangi fréttarinnar þá skipti Pálína Gunnlaugsdóttir yfir í Grindavík í sumar og er þetta því fyrsti leikur hennar gegn hennar gömlu félögum. Verður spennandi að sjá hvað hún gerir á móti sínum gömlu félögum.Fyrir leik: Leikurinn er liður í annarri umferð Dominos-deildarinnar. Bæði liðin byrjuðu mótið á sigri en Keflavík vann Hauka með tveimur stigum á meðan Grindvíkingar höfðu betur á móti Snæfell í hörkuleik sem varð að framlengja.Fyrir leik: Velkomnir í beina textalýsingu lesendur góðir. Hér verður fylgst með og greint frá leik Keflavíkur og Grindavíkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn fer fram í TM-höllinni í Keflavík sem einnig er þekkt sem Sláturhúsið. Dominos-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Keflavík átti ekki í miklum vandræðum með nágranna sína úr Grindavík í Domino´s-deild kvenna í kvöld. Lokatölur leiksins voru 84-67. Keflavíkurkonur hafa því unnið báða leiki sína á þessum tímabili en Grindavík unnið einn og tapað einum. Stigahæstar í liði Keflavíkur voru Sara Rún Hinriksdóttir og Porsche Landry með 22 stig hvor. Hjá Grindavík skoraði Keflavíkurmærin María Ben Erlingsdóttir 24 stig. Keflavíkur konur byrjuðu leikinn betur, vörnin var góð og framkvæmd sóknarleiksins til fyrirmyndar. Þegar um 6 mínútur lifðu eftir af fyrsta leikhluta var staða orðin 15-6 heimakonum í vil. Grindvíkingar náðu einstaka sinnum að svara fyrir sig í sóknarleiknum en oft á tíðum komust þær lítt áleiðis gegn góðri vörn Keflvíkinga. Þegar fyrsta leikhluta var lokið var forusta Keflavíkur komin í 15 stig, 34-19 og var María Erlingsdóttir búin að skora 10 af 19 stigum gestanna. Pálína Gunnlaugsdóttir hafði sig lítið frammi í sóknarleik Grindvíkinga og virtist það vera áherslan að stöðva hana. Annar leikhluti hófst rólega í sóknarleik beggja liða, til dæmis um það var Keflavík búið að skora þrjú stig og Grindavík tvö þegar tvær og hálf mínúta var liðin af hálfleiknum. Lítið stigaskor er hægt að útskýra með því að bæði lið spiluðu fínan varnarleik ásamt því að mikið var um mistök í sóknaraðgerðum liðana. Grindvíkingar gerðu áhlaup á forystu heimakvenna og náðu næst að komast níu stigum þegar 2:27 voru eftir af fyrri hálfleik en þá spýttu Keflvíkingar í lófana og leyfðu Grindvíkingum einungis að bæta við tveimur stigum á meðan þær bættu við sex og var staðan 50-36 þegar flautað var til hálfleiks. Stigahæstar í hálfleik voru þær Porsche Landry með 17 stig fyrir Keflvíkinga á meðan María Erlingsdóttir hafði skorað 18 stig fyrir gestina. Keflvíkingar hófu seinni hálfleikinn eins og þær enduðu þann fyrri og héldu Grindvíkingum 15 til 19 stigum fyrir aftan sig framan af þriðja leikhluta. Þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta var munurinn 18 stig, 66-48 fyrir Keflavík en þá lokuðu Grindvíkingar teignum sínum og fundu mjög oft glufur í varnarleik heimakvenna. Þær luku leikhlutanum á 11-1 spretti og hækkuðu spennustigið fyrir síðasta leikhlutann. Staðan fyrir fjórða leikhluta var 67-59 fyrir Keflavík. Keflvíkingar náðu ekki að skora körfu utan af velli síðustu þrjár mínúturnar í þriðja leikhluta en opnuðu stigaskorið í þeim fjórða og fóru á 9-2 sprett sem varð til þess að Grindvíkingar tóku leikhlé. Keflavíkurvörnin var aftur orðin mjög ágeng og var hún það sem eftir lifði leiks. Grindvíkingar voru til dæmis búnir að skora fjögur stig þegar 2:25 voru eftir af leiknum og Keflvíkingar komnir í 19 stiga forystu. Yngstu leikmenn beggja liða fengu þá nokkrar mínútur í lok leiks og sigldu heimakonur sigrinum í höfn í leik sem var nánast aldrei í hættu fyrir þær. Stigahæstar voru Porsche Landry og Sara Rún Hinriksdóttir, báðar með 22 stig fyrir Keflvíkinga en María Ben Erlingsdóttir skoraði 24 stig fyrir gestina. Keflvíkingar spiluðu virkilega góðann körfubolta nánast allan leikinn og hafa sýnt í upphafi móts að þær eru til alls líklegar þrátt fyrir skörð hoggin í leikmannahóp sinn. Grindvíkingar þurfa að leggja í vinnu til að sjá hvað fór úrskeiðis í dag en eitt er víst 17 stiga tap er ekki vel liðið í Grindavík.Andy Johnston: Við munum þurfa að spila vel í öllum leikjunum „Ég var virkilega ánægður með leikinn í kvöld, stelpurnar spiluðu af hörku“, voru fyrstu viðbrögð Andy Johnston þjálfara Keflavíkur eftir sigur liðsins á Grindavík í kvöld. „Við höfum ekki verið stöðugar í því hvernig við leggjum okkur fram í upphafi leikja hingað til, það tekur okkur smá tíma til að komast í gang en í dag byrjuðum við af krafti. Við höfum marga unga leikmenn þannig að þetta er eitthvað sem þarf að lærast. Við slökuðum aðeins á í þriðja leikhluta og aðeins í byrjun þess fjórða en ég var virkilega ánægður með framlagið í kvöld.“ Aðspurður hvort megináhersla í leikjum liðsins væri varnarleikur, sagði Andy: „Varnarleikur er ein megináherslan, við höfum verið að spila svæðisvörn í meirihluta leikja okkar en liðið lék svo vel í maður á mann vörninni, sem skilaði árangri, sem varð til þess að við héldum því út leikinn. Að auki höfðum við áhyggjur af því að Pálína myndi springa út þannig að við vildum ekki skipta yfir í svæðisvörnina. Stelpurnar spiluðu svo vel í maður á mann vörninni að við héldum okkur við það afbrigði.“ Blaðamaður hjó eftir því hvort Keflavíkur liðinu hafi verið spáð of lágt í töflunni fyrir veturinn að hans mati, en liðið hefur nú lagt af velli tvö lið sem spáð var ofar. „Ég veit það ekki, við erum með ungt lið og það er mikið eftir af mótinu. Ég spái sjaldan of mikið í spánum, það sem skiptir máli er hvað liðin gera í mótinu. Hvar enda liðin í lok leiktíðar. Eins og ég sagði þá erum við með ungt lið og við munum þurfa að spila vel og af hörku í hverjum einasta leik. Frammistaðan í kvöld kom sjálfum mér á óvart.“ Að lokum bætti hann við að það væri virkilega mikilvægt að yngstu stelpurnar fengju að stíga inn á völlinn eins og gerðist í kvöld, til að fá tilfinninguna fyrir því hvernig er að spila á þessu stigi.Bryndís Guðmundsdóttir: Erum að sýna það að við eigum ekki heima í fimmta sæti „Við lögðum ekkert sérstakt upp í kvöld, við ætluðum bara að mæta tilbúnar til leiks eins og við gerðum í fyrsta leiknum“, sagði Bryndís Guðmundsdóttir leikmaður Keflavíkur eftir leik. „Mér finnst að okkur hafi verið spáð of neðarlega í deildinni, ég var virkilega svekkt þegar ég sá að okkur hafði verið spáð fimmta sæti. Ég held líka að það sé svolítið inn í liðinu og við erum að sýna það að við eigum ekki heima í fimmta sæti,“ sagði hún um spárnar fyrir mót en Keflvíkingar hafa byrjað þetta mót eins og best verður á kosið. Hún vildi ekki meina að varnarleikurinn væri höfuðáherslan. „Við erum nánast búnar að vera í sóknarkerfunum síðan 1. ágúst en við erum með gott varnarlið og ef við stöndum saman í vörninni þá kemur þetta.“Keflavík-Grindavík 84-67 (34-19, 16-17, 17-23, 17-8) Keflavík: Porsche Landry 22/6 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 12, Bryndís Guðmundsdóttir 10/10 fráköst/3 varin skot, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 fráköst/6 varin skot, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst. Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 24/6 fráköst, Lauren Oosdyke 17/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/4 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3/5 stoðsendingar. Textalýsinguna má lesa hér að neðan.4. leikhluti | 84-67: Leiknum er lokið með nokkuð öruggum sigri Keflavíkur.4. leikhluti | 84-64: Skynsemi í sóknarleik heimakvenna núna, ná sóknarfrákasti og láta tímann líða. Mikið af ungum stelpum komnar inn á. 43 sek. eftir.4. leikhluti | 82-63: Keflvíkingar eru að fara langt með að klára þetta þessa stundina. Góð vörn og vel leikinn sóknarleikur er að skila 19 stiga forystu. 2:25 eftir.4. leikhluti | 78-63: Ingibjörg Jakobsdóttir lýkur leik með fimm villur. 4:41 eftir.4. leikhluti | 78-63: Lítið skorað þessa stundina en Bryndís Guðmundsdóttir nær að skora sitt tíunda stig. 5:34 eftir.4. leikhluti | 76-63: Pálína nær að stöðva sprettinn hjá Keflvíkingum. 7:24 eftir.4. leikhluti | 76-61: Grindavík tekur leikhlé þegar 8:05 eru eftir. Keflvíkingar skoruðu sjö stig í röð án þess að Grindavík náði að svara.4. leikhluti | 69-59: Leikhlutinn er hafinn og loksins skorar Keflavík utan af velli. 9 mín. eftir.3. leikhluti | 67-59: Góður 11-1 sprettur frá Grindavík undir lok þriðja leikhluta. Þetta er ennþá leikur og fjórði leikhluti ætti að verða spennandi.3. leikhluti | 67-57: María Erlings. heldur áfram að bæta við, er komin með 24 stig. Keflvíkingum gengur ekkert í sókninni þessa stundina. 43 sek. eftir.3. leikhluti | 66-53: Grindvíkingar eru þessa stundina að finna glufur hjá Keflvíkingum. 1:34 eftir.3. leikhluti | 66-48: Keflvíkingar eru að koma sér nokkuð oft í opin þriggja stiga skot sem þær eru að nýta. Stoppin eru líka mörg í varnarleiknum og þess vegna er munurinn í 18 stigum. 3:09 eftir.3. leikhluti | 63-44: Keflvíkingar komu af krafti út úr leikhléinu, skoruðu þriggja stiga körfu, stálu boltanum og nýttu síðan eitt víti. 6:39 eftir.3. leikhluti | 59-44: María Erlingsdóttir er komin með 20 stig fyrir Grindavík og er stigahæst inn á vellinum. Keflvíkingar taka leikhlé þegar 5:06 eru eftir.3. leikhluti | 59-42: Keflvíkingar skora þriggja stiga körfu og Grindvíkingar missa boltann í næstu sókn á eftir. Jón þjálfari Grindvíkinga er ósáttur og tekur leikhlé þegar 6:25 eru eftir.3. leikhluti | 56-42: Grindvíkingar hafa komist núna tvisvar á vítalínuna með skömmu millibili en nýtt aðeins 2 af 4 skotum. 6:41 eftir.3. leikhluti | 56-40: Seinni hálfleikurinn byrjar af krafti hjá báðum liðum. 7:32 eftir.3. leikhluti | 50-38: Seinni hálfleikur hafinn og Grindvíkingar opna stigaskorunina. 9:44 eftir.2. leikhluti | 50-36: Það er kominn hálfleikur og heimakonur hafa 14 stiga forystu. Góður varnarleikur og skynsemi í sóknarleik skilar þessari forystu. Stigahæstar eru Porsche Landry með 17 stig hjá Keflavík en María Erlingsdóttir er með 18 stig hjá gestunum.2. leikhluti | 50-36: Keflavík stelur boltanum og skorar. 41 sek eftir.2. leikhluti | 46-34: Gott spil sem skilar opnu þriggja stiga skoti. 1:23 eftir2. leikhluti | 43-34: Grindvíkingar reyna eins og þær geta að saxa niður forskotið. Það er að takast ágætlega þessa stundina að opna vörn Keflvíkinga. 2:27 eftir.2. leikhluti | 40-28: Þá er bara leitað til þriggja stiga skyttana þegar lokað er fyrir teiginn. 4:55 eftir.2. leikhluti | 37-25: Grindvíkingar hafa þétt vörnina og er erfiðara fyrir heimakonur að brjótast í gegn. 5:56 eftir.2. leikhluti | 37-21: Keflavík tekur leikhlé þegar 7:47 eru eftir. Andy sá eitthvað að sóknarleiknum og þarf að koma honum í gang. Lítið skorað í upphafi leikhlutans.2. leikhluti | 37-21: María Erlingsdóttir skorar af harðfylgi og Grindavíkur konur komast á blað. 8:35 eftir.2. leikhluti | 37-19: Annar leikhluti hafinn og Porsce Landry er búin að skora og fá villu að auki sem hún nýtti. 9:26 eftir.1. leikhluti | 34-19: Leikhlutanum lýkur og Keflavíkur konur eru komnar með 15 stiga forystu. Atkvæðamestar eru Porsche Landry með 12 stig hjá Keflavík og María Erlingsd. er með 10 stig fyrir Grindavík.1. leikhluti | 30-17: Mínúta eftir af leikhlutanum og Keflavík er með 13 stiga forystu. Ógnvænleg vörn hjá heimakonum.1. leikhluti | 26-15: Auðvitað eru Grindvíkingar komnir með 15 stig. 2:20 eftir.1. leikhluti | 26-15: Forysta heimamanna er 11 stig og má það þakka góðri vörn þeirra og flottum sóknarleik. 3:23 eftir.1. leikhluti | 21-13: Varnarvinnan er komin er aftur en Pálína neglir þá bara niður löngum þrist. 4:10 eftir.1. leikhluti | 17-10: Keflavík tekur leikhlé þegar 5:23 eru eftir. Þær slökuðu aðeins á í vörninni og Andy Johnston var óánægður og tók leikhlé.1. leikhluti | 15-6: María Ben náði að skora en heimakonur eru fljótar að svara. 6 mín. eftir.1. leikhluti | 13-4: Keflavíkur konur eru að sýna gríðargóða vörn hérna á upphafsmínútunum. Stoppa Grindvíkinga í fjórum sóknum í röð og Jón Halldor tekur leikhlé þegar 6:47 eru eftir1. leikhluti | 6-2: Porsce Landry með gott gegnumbrot og leggur boltann ofan í og fær villu þar að auki en misnotaði vítaskotið. 8:00 eftir.1. leikhluti | 4-2: Keflavík skoraði fyrstu tvær körfurnar en Grindvíkingar eru komnar á blað. 8:40 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og Keflvíkingar ná tökum á boltanum. 9:55 eftir.Fyrir leik: Það eru tvær mínútur í leik og ákefðin er keyrð upp í lay-up röðunum.Fyrir leik: Það ber að geta þess að Ingibjörg Valgarðsdóttir er í borgaralegum klæðnaði í kvöld en við það lækkar meðalaldur Keflavíkur liðsins umtalsvert og liðið verður af mikilli reynslu. Hún missti af fyrsta leiknum líka sem Keflavík vann.Fyrir leik: Í kvöld mætast tveir tölfræði leiðtogar, þó aðeins eftir eina umferð, Porsche Landry skoraði mest allra leikkvenna í fyrstu umferð eða 30 stig. Í herbúðum Grindavík er Ingibjörg Jakobsdóttir sem var dugleg að finna félaga sína í fyrsta leiknum en hún gaf níu stoðsendingar í þeim leik.Fyrir leik: Eins og segir í inngangi fréttarinnar þá skipti Pálína Gunnlaugsdóttir yfir í Grindavík í sumar og er þetta því fyrsti leikur hennar gegn hennar gömlu félögum. Verður spennandi að sjá hvað hún gerir á móti sínum gömlu félögum.Fyrir leik: Leikurinn er liður í annarri umferð Dominos-deildarinnar. Bæði liðin byrjuðu mótið á sigri en Keflavík vann Hauka með tveimur stigum á meðan Grindvíkingar höfðu betur á móti Snæfell í hörkuleik sem varð að framlengja.Fyrir leik: Velkomnir í beina textalýsingu lesendur góðir. Hér verður fylgst með og greint frá leik Keflavíkur og Grindavíkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn fer fram í TM-höllinni í Keflavík sem einnig er þekkt sem Sláturhúsið.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira