Margrét Lára: Höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2013 17:20 Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag en Margrét Lára var í fyrsta sinn fyrirliði íslenska liðsins. „Það er erfitt að koma til Serbíu og taka þrjú stig því þær eru lið sem er á uppleið. Þær gerðu 1-1 jafntefli við Danmörku hérna fyrr i vikunni þannig að við erum mjög sáttar með að ná í þessi þrjú stig," sagði Margrét Lára í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson starfsmann KSÍ. „Það fór rosaleg orka í fyrri hálfleikinn þegar við vorum að pressa þær hátt á vellinum. Við vorum að spila gríðarlega vel í fyrri hálfleik en aftur á móti vorum við ekki eins góðar í seinni hálfleiknum," sagði Margrét Lára. Margrét Lára og Katrín Ómarsdóttir komu íslenska liðinu í 2-0 fyrir hálfleik. „Pressan skilaði sér í fyrri hálfleik en það er kannski spurning hvort við hefðum ekki þurft að bakka aðeins fyrr til að spara orku fyrir seinni hálfleikinn. Við sluppum með þetta í dag og erum gríðarlega ánægðar með það," sagði Margrét Lára. „Við vorum miklu betra liðið í fyrri hálfleik en misstum svolítið taktinn í seinni hálfleik en við spiluðum góða vörn og náðum að halda þessu. Það er það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára en hann hafði hún áhyggjur af þróun mála þegar Serbía náði að minnka muninn í 2-1? „Við erum komnar með gríðarlega reynslumikið lið og leikmenn eru að spila á háum standard í hverri viku. Við erum yfirleitt rólegar og héldum ró okkar. Þær voru að reyna pirra okkur og láta sig detta og annað en við héldum haus og kláruðum dæmið," sagði Margrét Lára en hefði íslenska liðið ekki þurft að vinna stærri sigur í þessum leik? „Það skiptir ekki máli því við fengum þrjú stig á erfiðum útivelli og eftir erfitt ferðalag. Við erum gríðarlega ánægðar því við höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri. Við hlökkum mikið til næsta árs," sagði Margrét Lára að lokum en íslenska liðið spilar átta af tíu leikjum sínum í riðlinum á árinu 2014. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41 Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48 Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag en Margrét Lára var í fyrsta sinn fyrirliði íslenska liðsins. „Það er erfitt að koma til Serbíu og taka þrjú stig því þær eru lið sem er á uppleið. Þær gerðu 1-1 jafntefli við Danmörku hérna fyrr i vikunni þannig að við erum mjög sáttar með að ná í þessi þrjú stig," sagði Margrét Lára í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson starfsmann KSÍ. „Það fór rosaleg orka í fyrri hálfleikinn þegar við vorum að pressa þær hátt á vellinum. Við vorum að spila gríðarlega vel í fyrri hálfleik en aftur á móti vorum við ekki eins góðar í seinni hálfleiknum," sagði Margrét Lára. Margrét Lára og Katrín Ómarsdóttir komu íslenska liðinu í 2-0 fyrir hálfleik. „Pressan skilaði sér í fyrri hálfleik en það er kannski spurning hvort við hefðum ekki þurft að bakka aðeins fyrr til að spara orku fyrir seinni hálfleikinn. Við sluppum með þetta í dag og erum gríðarlega ánægðar með það," sagði Margrét Lára. „Við vorum miklu betra liðið í fyrri hálfleik en misstum svolítið taktinn í seinni hálfleik en við spiluðum góða vörn og náðum að halda þessu. Það er það sem skiptir máli," sagði Margrét Lára en hann hafði hún áhyggjur af þróun mála þegar Serbía náði að minnka muninn í 2-1? „Við erum komnar með gríðarlega reynslumikið lið og leikmenn eru að spila á háum standard í hverri viku. Við erum yfirleitt rólegar og héldum ró okkar. Þær voru að reyna pirra okkur og láta sig detta og annað en við héldum haus og kláruðum dæmið," sagði Margrét Lára en hefði íslenska liðið ekki þurft að vinna stærri sigur í þessum leik? „Það skiptir ekki máli því við fengum þrjú stig á erfiðum útivelli og eftir erfitt ferðalag. Við erum gríðarlega ánægðar því við höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri. Við hlökkum mikið til næsta árs," sagði Margrét Lára að lokum en íslenska liðið spilar átta af tíu leikjum sínum í riðlinum á árinu 2014. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41 Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48 Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41
Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48
Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02