Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 19-19 | Jafntefli í háspennuleik Sigmar Sigfússon á Ásvöllum skrifar 23. nóvember 2013 15:45 Haukar og FH gerðu jafntefli, 19-19, í slagnum um Hafnarfjörð í dag. Leikurinn var spennandi allan tímann og liðin skiptust á forystu í leiknum. Haukar fengu tækifæri að komast yfir á síðustu sekúndum leiksins en fengu ruðning dæmdan á sig. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Liðin skiptust á að skora og lítið um varnir á löngum köflum. Bæði lið náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í hálfleiknum. Mikið var um sóknamistök hjá báðum liðum og fengu þau hraðaupphlaup upp frá þeim. Markmenn beggja liða höfðu hægt um sig í fyrri hálfleik. Línumaður FH, Berglind Björgvinsdóttir, var drjúg fyrir sitt lið í fyrri hálfleik og skoraði fjögur mörk. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik betur og náðu tveggja marka forystu eftir korters leik. Slæmur kafli hjá Haukum og FH gekk á lagið. FH fékk tækifæri á því að komast þremur mörkum yfir þegar um tíu mínútur voru eftir. FH-stúlkum mistókst það og Haukar skoruðu þrjú mörk í röð og komnar einu marki yfir. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Haukar fengu tækifæri að komast yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. Dómarar leiksins dæmdu ruðning á Hauka og þjálfarateymið var allt annað en sátt með það. Leikurinn endaði því með jafntefli 19-19 og slagurinn um Hafnarfjörð verður því frystur í bili. Fyrir Heimastúlkur var Viktoría Valdimarsdóttir atkvæðamest með fimm mörk. Hjá FH-ingum var það Berglind Ósk Björgvinsdóttir sem skoraði sjö mörk og var Haukavörninni erfið. Halldór: Varnarleikurinn var allt í lagi„Ég er ekki sáttur með þetta. Við hefðum geta unnið leikinn ef við hefðum spilað almennilega hérna á lokakaflanum,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, ósáttur eftir leikinn. „Ég er ósáttur með öll þau tækifæri sem við klúðrum frá okkur. Við hefðum viljað eitthvað aukalega en fengum það ekki í þessum leik því miður.“ „Við vorum ósátt í lokin og okkur fannst halla verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum að hitta oft á það í undanförum leikjum, því miður.“ „Ég get þó verið sáttur með að liðið hafi bara fengið á sig nítjan mörk. Þótt að mörg þessara marka vill ég meina að við eigum að geta stoppað. Þannig að mér fannst varnarleikurinn allt í lagi en sóknaleikurinn ekki eins góður,“ sagði Halldór Harri að lokum. Magnús: Dómararnir fóru að dæma í aðra áttina„Ég er nokkuð sáttur með stig úr leiknum. Við erum í smá ástandi núna. Töluvert um meiðsli í liðinu þessa dagana. Þannig að við göngum nokkuð sátt með eitt stig héðan,“ sagði Magnús Sigmundsson, þjálfari FH-inga eftir leikinn. „Á kaflanum þegar við fáum þrjú mörk í röð á okkur og hleypum þeim aftur inn í þetta að þá breyttist dálítið inn á vellinum sem við gátum ekki ráðið við. Ég ætla ekki að segja hvað breyttist en það breyttist eitthvað,“ sagði Magnús og átti líklega við dómgæsluna. „Við héldum okkar hraða og krafti en það breyttist eitthvað eins og sagði áðan. Eftir að Haukarnir fengu gult spjald á bekkinn breyttist allt.“ Þú ert þá væntanlega að tala um dómsgæsluna? nú voru þjálfarar Haukar allt annað en sáttir með dómgæsluna hérna í lokin. Hvað segir þú um það? „Ég veit það nú ekki. Ég held að þau geta nú ekki verið ósátt með dómgæsluna síðasta korterið. Það hallaði verulega á okkur. Eins og ég sagði áðan að þá héldum við okkar striki en dómararnir fóru að dæma í aðra áttina,“ sagði Magnús. „Heilt yfir er ég sáttur. Það er eins með dómara og leikmenn. Þeir geta átt misjafna daga og þeir áttu slæman dag í dag,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Haukar og FH gerðu jafntefli, 19-19, í slagnum um Hafnarfjörð í dag. Leikurinn var spennandi allan tímann og liðin skiptust á forystu í leiknum. Haukar fengu tækifæri að komast yfir á síðustu sekúndum leiksins en fengu ruðning dæmdan á sig. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Liðin skiptust á að skora og lítið um varnir á löngum köflum. Bæði lið náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í hálfleiknum. Mikið var um sóknamistök hjá báðum liðum og fengu þau hraðaupphlaup upp frá þeim. Markmenn beggja liða höfðu hægt um sig í fyrri hálfleik. Línumaður FH, Berglind Björgvinsdóttir, var drjúg fyrir sitt lið í fyrri hálfleik og skoraði fjögur mörk. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik betur og náðu tveggja marka forystu eftir korters leik. Slæmur kafli hjá Haukum og FH gekk á lagið. FH fékk tækifæri á því að komast þremur mörkum yfir þegar um tíu mínútur voru eftir. FH-stúlkum mistókst það og Haukar skoruðu þrjú mörk í röð og komnar einu marki yfir. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Haukar fengu tækifæri að komast yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. Dómarar leiksins dæmdu ruðning á Hauka og þjálfarateymið var allt annað en sátt með það. Leikurinn endaði því með jafntefli 19-19 og slagurinn um Hafnarfjörð verður því frystur í bili. Fyrir Heimastúlkur var Viktoría Valdimarsdóttir atkvæðamest með fimm mörk. Hjá FH-ingum var það Berglind Ósk Björgvinsdóttir sem skoraði sjö mörk og var Haukavörninni erfið. Halldór: Varnarleikurinn var allt í lagi„Ég er ekki sáttur með þetta. Við hefðum geta unnið leikinn ef við hefðum spilað almennilega hérna á lokakaflanum,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, ósáttur eftir leikinn. „Ég er ósáttur með öll þau tækifæri sem við klúðrum frá okkur. Við hefðum viljað eitthvað aukalega en fengum það ekki í þessum leik því miður.“ „Við vorum ósátt í lokin og okkur fannst halla verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum að hitta oft á það í undanförum leikjum, því miður.“ „Ég get þó verið sáttur með að liðið hafi bara fengið á sig nítjan mörk. Þótt að mörg þessara marka vill ég meina að við eigum að geta stoppað. Þannig að mér fannst varnarleikurinn allt í lagi en sóknaleikurinn ekki eins góður,“ sagði Halldór Harri að lokum. Magnús: Dómararnir fóru að dæma í aðra áttina„Ég er nokkuð sáttur með stig úr leiknum. Við erum í smá ástandi núna. Töluvert um meiðsli í liðinu þessa dagana. Þannig að við göngum nokkuð sátt með eitt stig héðan,“ sagði Magnús Sigmundsson, þjálfari FH-inga eftir leikinn. „Á kaflanum þegar við fáum þrjú mörk í röð á okkur og hleypum þeim aftur inn í þetta að þá breyttist dálítið inn á vellinum sem við gátum ekki ráðið við. Ég ætla ekki að segja hvað breyttist en það breyttist eitthvað,“ sagði Magnús og átti líklega við dómgæsluna. „Við héldum okkar hraða og krafti en það breyttist eitthvað eins og sagði áðan. Eftir að Haukarnir fengu gult spjald á bekkinn breyttist allt.“ Þú ert þá væntanlega að tala um dómsgæsluna? nú voru þjálfarar Haukar allt annað en sáttir með dómgæsluna hérna í lokin. Hvað segir þú um það? „Ég veit það nú ekki. Ég held að þau geta nú ekki verið ósátt með dómgæsluna síðasta korterið. Það hallaði verulega á okkur. Eins og ég sagði áðan að þá héldum við okkar striki en dómararnir fóru að dæma í aðra áttina,“ sagði Magnús. „Heilt yfir er ég sáttur. Það er eins með dómara og leikmenn. Þeir geta átt misjafna daga og þeir áttu slæman dag í dag,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira