Styrmir Dan hátt uppi um helgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2013 11:00 Styrmir Dan svífur yfir rána um helgina. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson Styrmir Dan Hansen Steinunnarson stökk 1,90 metra á Aðventumóti Ármenninga í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um helgina. Stökkvarinn 14 ára sló tvær flugur í einu höggi með glæsilegu stökki sínu. Styrmir Dan, sem keppir fyrir Þór í Þorlákshöfn, bætti sinn besta árangur um heila 10 cm með stökkinu sem sjá má í myndbandi Silfursins í spilaranum hér að neðan. Um leið bætti hann bæði Íslandsmetið í hástökki innanhúss í flokki 14 ára og yngri og 15 ára og yngri. Styrmir Dan stökk 1,86 metra í þriðju tilraun og var ráin þá hækkuð í 1,90 metra. Þorlákshafnarbúinn gerði sér lítið fyrir og fór yfir hæðina í sinni fyrstu tilraun. Metið í 14 ára flokknum var í eigu Þrastar Ingvarssonar og hafði staðið afar lengi eða í 28 ár. Metið í 15 ára flokknum var hins vegar í eigu Stefáns Þórs Stefánssonar og hafði staðið í heil 35 ár. Styrmir Dan er afar efnilegur hástökkvari og hefur bætt sig mikið á árinu sem senn er á enda. Hans besti árangur utanhúss er 1,78 metrar en ljóst er að hann er líklegur til að bæta sig þar næsta sumar. Til samanburðar stökk Íslandsmethafinn Einar Karl Hjartarson hæst 1,75 metra utanhúss þegar hann var á fjórtánda ári. Þá kemur fram í umfjöllun Silfursins um mótið að að Patrik Sjöberg hafi stokkið 1,91 metra á fjórtánda ári. Svíinn varð síðar heimsmeistari og heimsmethafi í greininni. Hans hæsta stökk var 2,42 metrar. Stefán Þór Stefánsson, fyrrverandi handhafi metsins í flokki 14 ára innanhúss, tók saman skemmtilegt myndband til heiðurs Styrmi. Myndbandið má sjá hér að neðan. Stefán er enn handhafi utanhússmetsins og hvetur Styrmi, í góðlátlegu gríni, til að skella sér til Ástralíu áður en árið er úti og bæta utanhússmetið sitt líka. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Styrmir Dan Hansen Steinunnarson stökk 1,90 metra á Aðventumóti Ármenninga í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um helgina. Stökkvarinn 14 ára sló tvær flugur í einu höggi með glæsilegu stökki sínu. Styrmir Dan, sem keppir fyrir Þór í Þorlákshöfn, bætti sinn besta árangur um heila 10 cm með stökkinu sem sjá má í myndbandi Silfursins í spilaranum hér að neðan. Um leið bætti hann bæði Íslandsmetið í hástökki innanhúss í flokki 14 ára og yngri og 15 ára og yngri. Styrmir Dan stökk 1,86 metra í þriðju tilraun og var ráin þá hækkuð í 1,90 metra. Þorlákshafnarbúinn gerði sér lítið fyrir og fór yfir hæðina í sinni fyrstu tilraun. Metið í 14 ára flokknum var í eigu Þrastar Ingvarssonar og hafði staðið afar lengi eða í 28 ár. Metið í 15 ára flokknum var hins vegar í eigu Stefáns Þórs Stefánssonar og hafði staðið í heil 35 ár. Styrmir Dan er afar efnilegur hástökkvari og hefur bætt sig mikið á árinu sem senn er á enda. Hans besti árangur utanhúss er 1,78 metrar en ljóst er að hann er líklegur til að bæta sig þar næsta sumar. Til samanburðar stökk Íslandsmethafinn Einar Karl Hjartarson hæst 1,75 metra utanhúss þegar hann var á fjórtánda ári. Þá kemur fram í umfjöllun Silfursins um mótið að að Patrik Sjöberg hafi stokkið 1,91 metra á fjórtánda ári. Svíinn varð síðar heimsmeistari og heimsmethafi í greininni. Hans hæsta stökk var 2,42 metrar. Stefán Þór Stefánsson, fyrrverandi handhafi metsins í flokki 14 ára innanhúss, tók saman skemmtilegt myndband til heiðurs Styrmi. Myndbandið má sjá hér að neðan. Stefán er enn handhafi utanhússmetsins og hvetur Styrmi, í góðlátlegu gríni, til að skella sér til Ástralíu áður en árið er úti og bæta utanhússmetið sitt líka.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira