Seattle ósigrandi á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2013 08:26 Russell Wilson fagnar sigrinum í nótt. Mynd/AP Russell Wilson og félagar hans í Seattle Seahawks sýndu að þeir eru til alls líklegir í úrslitakeppninni í NFL-deildinni í Bandaríkjunum eftir afar sannfærandi sigur á New Orleans Saints á heimavelli. Seattle vann uppgjör tveggja sterkustu liða Þjóðardeildarinnar (NFC) í mánudagsleik NFL-deildarinnar í nótt, 34-7, og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni sem hefst í janúar. Seattle hefur aðeins tapað einum leik allt tímabilið og er með besta árangur allra liða í deildinni, auk þess að hafa tveggja leikja forystu á önnur lið í NFC. Aðeins stórslys kemur í veg fyrir að Seattle verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina en Seattle tapaði síðast leik á heimavelli árið 2011. Leikstjórnandinn Wilson, sem er á sínu öðru ári í deildinni, var algjörlega magnaður í leiknum og tætti annars sterka vörn Saints í sig. Hann kastaði samtals 310 jarda í leiknum, þar af fyrir þremur snertimörkum. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, náði sér engan veginn á strik fyrir framan stuðningsmenn Seattle sem eru þekktir fyrir að vera með gríðarleg læti á leikjum síns liðs og gera þar með aðkomaliðum lífið leitt. Brees kastaði aðeins 147 jarda í leiknum en sóknarleikur liðsins komst í raun aldrei í gang. Eina snertimark liðsins skoraði innherjinn Jimmy Graham sem hefur verið jafnbesti leikmaður Saints á tímabilinu. Sókn Saints náði aðeins 188 jördum alls en það er slakasti árangur liðsins undir stjórn Sean Payton sem tók við Saints árið 2006. Saints hefur nú unnið níu af tólf leikjum sínum á tímabilinu og er með næstbesta árangur allra liða í NFC ásamt Carolina Panthers.Hér má sjá samantekt úr leiknum. NFL Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Russell Wilson og félagar hans í Seattle Seahawks sýndu að þeir eru til alls líklegir í úrslitakeppninni í NFL-deildinni í Bandaríkjunum eftir afar sannfærandi sigur á New Orleans Saints á heimavelli. Seattle vann uppgjör tveggja sterkustu liða Þjóðardeildarinnar (NFC) í mánudagsleik NFL-deildarinnar í nótt, 34-7, og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni sem hefst í janúar. Seattle hefur aðeins tapað einum leik allt tímabilið og er með besta árangur allra liða í deildinni, auk þess að hafa tveggja leikja forystu á önnur lið í NFC. Aðeins stórslys kemur í veg fyrir að Seattle verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina en Seattle tapaði síðast leik á heimavelli árið 2011. Leikstjórnandinn Wilson, sem er á sínu öðru ári í deildinni, var algjörlega magnaður í leiknum og tætti annars sterka vörn Saints í sig. Hann kastaði samtals 310 jarda í leiknum, þar af fyrir þremur snertimörkum. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, náði sér engan veginn á strik fyrir framan stuðningsmenn Seattle sem eru þekktir fyrir að vera með gríðarleg læti á leikjum síns liðs og gera þar með aðkomaliðum lífið leitt. Brees kastaði aðeins 147 jarda í leiknum en sóknarleikur liðsins komst í raun aldrei í gang. Eina snertimark liðsins skoraði innherjinn Jimmy Graham sem hefur verið jafnbesti leikmaður Saints á tímabilinu. Sókn Saints náði aðeins 188 jördum alls en það er slakasti árangur liðsins undir stjórn Sean Payton sem tók við Saints árið 2006. Saints hefur nú unnið níu af tólf leikjum sínum á tímabilinu og er með næstbesta árangur allra liða í NFC ásamt Carolina Panthers.Hér má sjá samantekt úr leiknum.
NFL Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira