Stuðningsgrein: Til stuðnings Árna Páli Guðfinnur Sveinsson skrifar 12. janúar 2013 06:00 Það er ágætis siður að tala með því sem maður velur og ekki gegn því sem maður velur ekki. Það er trúverðugara og betra. Í vali Samfylkingarinnar á nýjum formanni eru tveir góðir og gallalitlir kostir í boði. Hér geri ég grein fyrir vali mínu. Það er mikilvægt í mínum huga að fyrsti kostur nýs formanns í mögulegri stjórnarmyndun eftir kosningar sé að mynda stjórn til vinstri. Af hverju? Því ég tel líklegast að heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið verði varið og hér verði stunduð stjórnmál almannahagsmuna og samkenndar með náunganum, sé stjórnin í höndum flokka vinstra megin við miðju. Báðir virðast vera á sömu skoðun, sem betur fer. Nýr formaður Samfylkingarinnar þarf að vera trúr stefnu flokksins sem er mótuð af flokksmönnum á hverjum tíma. Hann má hafa sínar skoðanir en þegar umræðunni er lokið og við höfum ákveðið okkar stefnu, þá er það hlutverk formannsins að taka stefnu flokksins og bera hana fram fyrir þjóðina á skýran hátt. Hann þarf ekki að vera flokknum sammála í einu og öllu, svo framarlega sem hann sinnir skyldu sinni með því að vera trúr félögum sínum í orðum og verkum. Leiðtogi þarf að vera hugrakkur. Hann má ekki vera hræddur við sviðsljósið og þarf að þora að stíga fram og taka rökræðuna. Hann þarf að vera mælskur en aðeins á þann hátt að hann geti komið jafnaðarstefnunni skýrt frá sér. Það er allt sem á að gera og allt sem þarf að gera. Restin liggur í höndum kjósenda. Hverjum manni er hollt að takast á við neitun og styrkur manna kemur best í ljós þegar á móti blæs. Mönnunum eru sett takmörk sem við þurfum að gera okkur grein fyrir og virða. Sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt. Maður sem kann að falla með sæmd en halda samt ótrauður áfram er maður sem við þurfum á að halda. Í pólitík er mikilvægt að hafa sterka og stöðuga fætur, það eru fáir til þess að grípa mann. Og þetta er það allra mikilvægasta því að allir falla einhvern tímann. Sá sem ég mun kjósa í formannskjöri Samfylkingarinnar er maður sem fyrir mér er góður félagi, maður sem er óhræddur við að takast á við hlutina, en er sanngjarn á sama tíma. Hann er maður sem hefur vaxið í mótvindinum, hefur sterka fætur og hann virðist hafa ótæmandi kraft til þess að halda áfram. Síðast en ekki síst tel ég hann vera réttsýnan og sannan jafnaðarmann sem mun gera sitt besta til að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi sem leyfir jafnaðarstefnunni að blómstra. Ég kýs Árna Pál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Það er ágætis siður að tala með því sem maður velur og ekki gegn því sem maður velur ekki. Það er trúverðugara og betra. Í vali Samfylkingarinnar á nýjum formanni eru tveir góðir og gallalitlir kostir í boði. Hér geri ég grein fyrir vali mínu. Það er mikilvægt í mínum huga að fyrsti kostur nýs formanns í mögulegri stjórnarmyndun eftir kosningar sé að mynda stjórn til vinstri. Af hverju? Því ég tel líklegast að heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið verði varið og hér verði stunduð stjórnmál almannahagsmuna og samkenndar með náunganum, sé stjórnin í höndum flokka vinstra megin við miðju. Báðir virðast vera á sömu skoðun, sem betur fer. Nýr formaður Samfylkingarinnar þarf að vera trúr stefnu flokksins sem er mótuð af flokksmönnum á hverjum tíma. Hann má hafa sínar skoðanir en þegar umræðunni er lokið og við höfum ákveðið okkar stefnu, þá er það hlutverk formannsins að taka stefnu flokksins og bera hana fram fyrir þjóðina á skýran hátt. Hann þarf ekki að vera flokknum sammála í einu og öllu, svo framarlega sem hann sinnir skyldu sinni með því að vera trúr félögum sínum í orðum og verkum. Leiðtogi þarf að vera hugrakkur. Hann má ekki vera hræddur við sviðsljósið og þarf að þora að stíga fram og taka rökræðuna. Hann þarf að vera mælskur en aðeins á þann hátt að hann geti komið jafnaðarstefnunni skýrt frá sér. Það er allt sem á að gera og allt sem þarf að gera. Restin liggur í höndum kjósenda. Hverjum manni er hollt að takast á við neitun og styrkur manna kemur best í ljós þegar á móti blæs. Mönnunum eru sett takmörk sem við þurfum að gera okkur grein fyrir og virða. Sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt. Maður sem kann að falla með sæmd en halda samt ótrauður áfram er maður sem við þurfum á að halda. Í pólitík er mikilvægt að hafa sterka og stöðuga fætur, það eru fáir til þess að grípa mann. Og þetta er það allra mikilvægasta því að allir falla einhvern tímann. Sá sem ég mun kjósa í formannskjöri Samfylkingarinnar er maður sem fyrir mér er góður félagi, maður sem er óhræddur við að takast á við hlutina, en er sanngjarn á sama tíma. Hann er maður sem hefur vaxið í mótvindinum, hefur sterka fætur og hann virðist hafa ótæmandi kraft til þess að halda áfram. Síðast en ekki síst tel ég hann vera réttsýnan og sannan jafnaðarmann sem mun gera sitt besta til að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi sem leyfir jafnaðarstefnunni að blómstra. Ég kýs Árna Pál.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun