Aníta: Stefni á bætingu í Gautaborg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2013 06:00 Aníta Hinriksdóttir hefur bætt sig mikið á stuttum tíma. Mynd/ÓskarÓ Anítu Hinriksdóttur virðast fá takmörk sett þessa dagana en um helgina setti hún nýtt Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss þegar hún hljóp á 2:03,27 mínútum á Meistaramóti Íslands fyrir 15-22 ára um helgina. Gamla metið setti hún á Reykjavíkurleikunum tveimur vikum áður en bætingin er upp á rúma eina og hálfa sekúndu. Metið er rétt við Íslandsmet Anítu í 800 m hlaupi utanhúss, 2:03,15 mínútur, sem hún setti á HM unglinga í Barcelona í sumar. „Mér hefur gengið mjög vel að undanförnu," sagði Aníta hógvær í samtali við Fréttablaðið. „Ég veit ekki af hverju það stafar. Ég ætlaði mér fyrst og fremst fyrir þetta hlaup að hlaupa á jafnari millitímum heldur en síðast. Þá var ég orðin mjög þreytt á síðasta hringnum en núna átti ég aðeins meira inni. Ég var mjög kát með þennan tíma," bætti hún við. Árangurinn er ekki síst athyglisverður í ljósi þess að Aníta er aðeins sextán ára gömul. Hún undirbýr sig nú af kappi undir EM fullorðinna í Gautaborg í mars. Þangað til eru tvö mót á dagskrá hér á landi. „Meistaramót Íslands er um næstu helgi og svo bikarmót helgina eftir. Það er því nóg að gera og ég held að það sé fínn undirbúningur fyrir mig," sagði hún. Aníta keppti í flokki 16-17 ára og fékk litla samkeppni, eins og gefur að skilja, þó svo að fleiri hafi verið í hennar flokki. „Ég held að ég eigi örlítið meira inni með samkeppni og ég stefni á að bæta mig aftur í Gautaborg." Aníta á spennandi ár í vændum en meðal annars keppir hún á HM 17 ára og yngri í sumar. Síðastliðið sumar varð hún fjórða sæti í 800 m hlaupi á HM 19 ára og yngri. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Anítu Hinriksdóttur virðast fá takmörk sett þessa dagana en um helgina setti hún nýtt Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss þegar hún hljóp á 2:03,27 mínútum á Meistaramóti Íslands fyrir 15-22 ára um helgina. Gamla metið setti hún á Reykjavíkurleikunum tveimur vikum áður en bætingin er upp á rúma eina og hálfa sekúndu. Metið er rétt við Íslandsmet Anítu í 800 m hlaupi utanhúss, 2:03,15 mínútur, sem hún setti á HM unglinga í Barcelona í sumar. „Mér hefur gengið mjög vel að undanförnu," sagði Aníta hógvær í samtali við Fréttablaðið. „Ég veit ekki af hverju það stafar. Ég ætlaði mér fyrst og fremst fyrir þetta hlaup að hlaupa á jafnari millitímum heldur en síðast. Þá var ég orðin mjög þreytt á síðasta hringnum en núna átti ég aðeins meira inni. Ég var mjög kát með þennan tíma," bætti hún við. Árangurinn er ekki síst athyglisverður í ljósi þess að Aníta er aðeins sextán ára gömul. Hún undirbýr sig nú af kappi undir EM fullorðinna í Gautaborg í mars. Þangað til eru tvö mót á dagskrá hér á landi. „Meistaramót Íslands er um næstu helgi og svo bikarmót helgina eftir. Það er því nóg að gera og ég held að það sé fínn undirbúningur fyrir mig," sagði hún. Aníta keppti í flokki 16-17 ára og fékk litla samkeppni, eins og gefur að skilja, þó svo að fleiri hafi verið í hennar flokki. „Ég held að ég eigi örlítið meira inni með samkeppni og ég stefni á að bæta mig aftur í Gautaborg." Aníta á spennandi ár í vændum en meðal annars keppir hún á HM 17 ára og yngri í sumar. Síðastliðið sumar varð hún fjórða sæti í 800 m hlaupi á HM 19 ára og yngri.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira