Bikarkóngarnir tveir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2013 07:00 Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, lyftir hér bikarnum við mikinn fögnuð félaga sinna. Mynd/Daníel Tveir menn þekkja það og kunna það betur en flestir að fara í Höllina til að sækja bikargull og sönnuðu það enn einu sinni um helgina. Sigurður Ingimundarson stýrði þá Keflavíkurkonum til 68-60 sigurs á móti Val og lærisveinar Teits Örlygssonar í Stjörnunni unnu sannfærandi sigur á Grindavík, 91-79.Bikarmeistari í tíunda sinn Sigurður Ingimundarson varð bikarmeistari í tíunda sinn, þar af í áttunda sinn sem þjálfari. „Það sem lagði grunninn að þessum sigri var frábær fyrri hálfleikur og flottur varnarleikur. Það er gríðarlega gaman að vinna svona titil og ég á eftir að koma aftur í Höllina undir þessum kringumstæðum," sagði Sigurður kátur eftir leikinn. Sigurður tapaði fyrsta úrslitaleiknum sem þjálfari kvennaliðsins árið 1992 en hefur síðan unnið fimm í röð. Það voru reyndar 17 ár síðan að hann fór síðast með Keflavíkurstelpurnar í bikarúrslit og þá voru nokkrir mánuðir í að einn besti leikmaður hans í úrslitaleiknum á laugardaginn, Sara Rún Hinriksdóttir, fæddist. Teitur var mættur í Höllina í tólfta sinn og hefur aðeins tapað þrisvar, síðast 1995 einmitt á móti Grindavík. Teitur gerði Stjörnuliðið að bikarmeisturum í annað skiptið á laugardaginn því liðið vann enn undir hans stjórn fyrir fjórum árum. Þetta var níundi bikarmeistaratitill Teits á ferlinum en hann hlaut sjö sem leikmaður Njarðvíkur. „Það var æðislegt að sjá alla Garðbæingana í stúkunni og hvað þetta var allt blátt. Kjarri (Kjartan Atli Kjartansson) söng að bikarinn væri blár í ár, ég ætla að vona að það lag verði spilað eitthvað í kvöld. Það eru ekki mörg lið sem hafa unnið tvo bikartitla á síðustu árum. Það er virkilega gaman en mig og okkur langar að taka annan titil. Við ætlum að rífa okkur upp þar og það byrjar á mánudaginn," sagði Teitur eftir leikinn. Justin og Pálína þekkja þetta Þeir Teitur og Sigurður höfðu líka bikarás upp í erminni því fyrir liðunum inn á vellinum fara tveir sigurvegarar sem eru báðir farnir að búa sér til flotta afrekaskrá í Höllinni. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, var að vinna bikarinn í þriðja sinn á fimm árum og hefur aldrei tapað í úrslitaleik. Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var hins vegar að vinna bikarinn í fjórða sinn á átta árum og hefur nú unnið hann tvisvar með bæði Haukum og Keflavík. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Tveir menn þekkja það og kunna það betur en flestir að fara í Höllina til að sækja bikargull og sönnuðu það enn einu sinni um helgina. Sigurður Ingimundarson stýrði þá Keflavíkurkonum til 68-60 sigurs á móti Val og lærisveinar Teits Örlygssonar í Stjörnunni unnu sannfærandi sigur á Grindavík, 91-79.Bikarmeistari í tíunda sinn Sigurður Ingimundarson varð bikarmeistari í tíunda sinn, þar af í áttunda sinn sem þjálfari. „Það sem lagði grunninn að þessum sigri var frábær fyrri hálfleikur og flottur varnarleikur. Það er gríðarlega gaman að vinna svona titil og ég á eftir að koma aftur í Höllina undir þessum kringumstæðum," sagði Sigurður kátur eftir leikinn. Sigurður tapaði fyrsta úrslitaleiknum sem þjálfari kvennaliðsins árið 1992 en hefur síðan unnið fimm í röð. Það voru reyndar 17 ár síðan að hann fór síðast með Keflavíkurstelpurnar í bikarúrslit og þá voru nokkrir mánuðir í að einn besti leikmaður hans í úrslitaleiknum á laugardaginn, Sara Rún Hinriksdóttir, fæddist. Teitur var mættur í Höllina í tólfta sinn og hefur aðeins tapað þrisvar, síðast 1995 einmitt á móti Grindavík. Teitur gerði Stjörnuliðið að bikarmeisturum í annað skiptið á laugardaginn því liðið vann enn undir hans stjórn fyrir fjórum árum. Þetta var níundi bikarmeistaratitill Teits á ferlinum en hann hlaut sjö sem leikmaður Njarðvíkur. „Það var æðislegt að sjá alla Garðbæingana í stúkunni og hvað þetta var allt blátt. Kjarri (Kjartan Atli Kjartansson) söng að bikarinn væri blár í ár, ég ætla að vona að það lag verði spilað eitthvað í kvöld. Það eru ekki mörg lið sem hafa unnið tvo bikartitla á síðustu árum. Það er virkilega gaman en mig og okkur langar að taka annan titil. Við ætlum að rífa okkur upp þar og það byrjar á mánudaginn," sagði Teitur eftir leikinn. Justin og Pálína þekkja þetta Þeir Teitur og Sigurður höfðu líka bikarás upp í erminni því fyrir liðunum inn á vellinum fara tveir sigurvegarar sem eru báðir farnir að búa sér til flotta afrekaskrá í Höllinni. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, var að vinna bikarinn í þriðja sinn á fimm árum og hefur aldrei tapað í úrslitaleik. Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var hins vegar að vinna bikarinn í fjórða sinn á átta árum og hefur nú unnið hann tvisvar með bæði Haukum og Keflavík.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira