Fæðingarorlof og launamunur Ólafur Þ. STephensen skrifar 26. febrúar 2013 06:00 l andsfundur Vinstri grænna um helgina ályktaði um jafnréttismál, eins og við var að búast. VG fagnar yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um átak til að eyða launamun og segir: „Miklu skiptir að því sé fylgt eftir og laun kvenna hækkuð í þeim kjarasamningum sem eru fram undan hjá ríki og sveitarfélögum." VG fagnar líka að ríkisstjórnin hafi lagt línurnar með breytingum á lögum um fæðingarorlof, hækkað viðmiðunarfjárhæðir sem skornar voru niður í kreppunni og hafið lengingu orlofsins í áföngum upp í eitt ár. Þessi tvö mál, launamunurinn og fæðingarorlofið, hanga saman á fleiri en einn veg. Þótt menn vildu, er ekki einfalt mál að hækka laun kvenna í kjarasamningum. Launataxtarnir eru ekki undirrót launamunarins, heldur að karlar fá fremur yfir- eða aukagreiðslur en konur, þótt starfið sé það sama. Leiðin til að uppræta launamuninn er að fá vinnuveitendur, jafnt á opinbera og einkamarkaðnum, til að meta vinnuframlag karla og kvenna með sama hætti. Ein undirrót launamunarins er að konur eru taldar óáreiðanlegri starfskraftur en karlar, annars vegar vegna meiri fjarvista frá vinnumarkaðnum vegna barneigna og hins vegar vegna meiri ábyrgðar á heimili og fjölskyldu. Eitt markmiðið með núverandi fæðingarorlofslöggjöf var að stuðla að því að kippa þessari forsendu undan launamuninum; hvetja karla til að hverfa af vinnumarkaði um nokkurra mánaða skeið til að sinna litlum börnum og gera líklegra að þeir tækju jafnan þátt í barnauppeldi og heimilishaldi eftir það. Það fyrirkomulag að greiða foreldrum 80% launa í fæðingarorlofi, upp að ríflegu hámarki, átti svo að hvetja feður til að taka sinn sjálfstæða rétt til fæðingarorlofs. Í ljósi þess að flestir karlar hafa hærri laun en maki þeirra hefði hvatinn fyrir feður að nýta réttinn orðið ónógur annars. Eftir hrun neyddust stjórnvöld til að skera fæðingarorlofsgreiðslurnar niður. Þakið, sem var 535 þúsund krónur í lok árs 2008, var lækkað niður í 300 þúsund. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa; feðrum sem nýta rétt sinn snarfækkaði og fæðingarorlofið varð um leið bitlausara sem aðgerð í jafnréttismálum. Samkvæmt breytingum sem voru gerðar á fæðingarorlofslögunum í lok síðasta árs var greiðsluþakið hækkað á ný í 350 þúsund krónur. Það er í áttina, en dugir ekki til. Áfram munu ótalmargar fjölskyldur ekki hafa efni á að faðirinn fari í fæðingarorlof ef nýtt barn bætist við. Samkvæmt lögunum er næsti áfangi að orlofið lengist, um mánuð árlega næstu þrjú árin. Það kostar heilmikið fé. Full ástæða er til að velta fyrir sér hvort ekki eigi að endurskoða löggjöfina. Hættan er sú að lenging orlofsins þýði ekki annað en að mæður taki sinn sjálfstæða rétt og sameiginlegan rétt foreldra, samtals sjö mánaða orlof eftir að lögin verða komin að fullu til framkvæmda, í stað sex í dag. Margir feður taki hins vegar ekkert orlof; láti frá sér fimm mánaða rétt í stað þriggja í dag. Ef peningar eru til, ætti að byrja á að hækka þakið á greiðslum í fæðingarorlofi og fresta lengingunni. Það stuðlar að því að fleiri feður treysti sér til að taka orlofið og vinnur til lengri tíma gegn launamuninum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
l andsfundur Vinstri grænna um helgina ályktaði um jafnréttismál, eins og við var að búast. VG fagnar yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um átak til að eyða launamun og segir: „Miklu skiptir að því sé fylgt eftir og laun kvenna hækkuð í þeim kjarasamningum sem eru fram undan hjá ríki og sveitarfélögum." VG fagnar líka að ríkisstjórnin hafi lagt línurnar með breytingum á lögum um fæðingarorlof, hækkað viðmiðunarfjárhæðir sem skornar voru niður í kreppunni og hafið lengingu orlofsins í áföngum upp í eitt ár. Þessi tvö mál, launamunurinn og fæðingarorlofið, hanga saman á fleiri en einn veg. Þótt menn vildu, er ekki einfalt mál að hækka laun kvenna í kjarasamningum. Launataxtarnir eru ekki undirrót launamunarins, heldur að karlar fá fremur yfir- eða aukagreiðslur en konur, þótt starfið sé það sama. Leiðin til að uppræta launamuninn er að fá vinnuveitendur, jafnt á opinbera og einkamarkaðnum, til að meta vinnuframlag karla og kvenna með sama hætti. Ein undirrót launamunarins er að konur eru taldar óáreiðanlegri starfskraftur en karlar, annars vegar vegna meiri fjarvista frá vinnumarkaðnum vegna barneigna og hins vegar vegna meiri ábyrgðar á heimili og fjölskyldu. Eitt markmiðið með núverandi fæðingarorlofslöggjöf var að stuðla að því að kippa þessari forsendu undan launamuninum; hvetja karla til að hverfa af vinnumarkaði um nokkurra mánaða skeið til að sinna litlum börnum og gera líklegra að þeir tækju jafnan þátt í barnauppeldi og heimilishaldi eftir það. Það fyrirkomulag að greiða foreldrum 80% launa í fæðingarorlofi, upp að ríflegu hámarki, átti svo að hvetja feður til að taka sinn sjálfstæða rétt til fæðingarorlofs. Í ljósi þess að flestir karlar hafa hærri laun en maki þeirra hefði hvatinn fyrir feður að nýta réttinn orðið ónógur annars. Eftir hrun neyddust stjórnvöld til að skera fæðingarorlofsgreiðslurnar niður. Þakið, sem var 535 þúsund krónur í lok árs 2008, var lækkað niður í 300 þúsund. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa; feðrum sem nýta rétt sinn snarfækkaði og fæðingarorlofið varð um leið bitlausara sem aðgerð í jafnréttismálum. Samkvæmt breytingum sem voru gerðar á fæðingarorlofslögunum í lok síðasta árs var greiðsluþakið hækkað á ný í 350 þúsund krónur. Það er í áttina, en dugir ekki til. Áfram munu ótalmargar fjölskyldur ekki hafa efni á að faðirinn fari í fæðingarorlof ef nýtt barn bætist við. Samkvæmt lögunum er næsti áfangi að orlofið lengist, um mánuð árlega næstu þrjú árin. Það kostar heilmikið fé. Full ástæða er til að velta fyrir sér hvort ekki eigi að endurskoða löggjöfina. Hættan er sú að lenging orlofsins þýði ekki annað en að mæður taki sinn sjálfstæða rétt og sameiginlegan rétt foreldra, samtals sjö mánaða orlof eftir að lögin verða komin að fullu til framkvæmda, í stað sex í dag. Margir feður taki hins vegar ekkert orlof; láti frá sér fimm mánaða rétt í stað þriggja í dag. Ef peningar eru til, ætti að byrja á að hækka þakið á greiðslum í fæðingarorlofi og fresta lengingunni. Það stuðlar að því að fleiri feður treysti sér til að taka orlofið og vinnur til lengri tíma gegn launamuninum.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun