Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin Össur Skarphéðinsson skrifar 2. mars 2013 06:00 Frá því ég tók við utanríkismálum Íslands fyrir fjórum árum hef ég fylgt stefnu, þar sem þrjár megingáttir eru þróaðar til umheimsins til að efla viðskipti og útflutning. Þessar þrjár gáttir eru Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin. Evrópuleiðin Aðildarumsóknin var þýðingarmesta skrefið í þróun Evrópuleiðarinnar. Hún afnemur endanlega alla tolla á 500 milljóna manna heimamarkaði. Í því felast m.a. veruleg útflutningsfæri fyrir fullvinnslu í sjávarútvegi, og fyrir hágæðavörur í landbúnaði. Evrópuleiðin gerir Ísland hluta af stærri og sterkari efnahagsheild. Hún tryggir efnahagslegan stöðugleika með upptöku evru í stað krónu, sem lækkar vexti og verðbólgu, tryggir lágt verðlag og gerir verðtryggingu óþarfa. Aðild stóreykur erlendar fjárfestingar, sem skapar aukinn útflutning, aukinn hagvöxt, og fleiri og fjölbreyttari störf. Hún er sú gáttanna þriggja sem getur bætt lífskjör á Íslandi mest og fljótast og tryggt samkeppnishæfni Íslands. Nú þegar hefur umsóknarferlið skipt sköpum. Staða okkar sem umsóknarríkis var mikilvægur skjöldur á þyngsta skeiði Icesave-málsins þegar einstök ríki hótuðu refsiaðgerðum. Hún á líka mikilvægan þátt í að Íslendingum hefur tekist að koma í veg fyrir harðar viðskiptaþvinganir vegna makríldeilunnar. Óefað hefur hún því reynst einhver besta fjárfesting Íslendinga.Ný gátt – norðurslóðir Önnur gáttin var opnuð til norðurs. Hugsanleg tækifæri þar eru að minnsta kosti ferns konar. Þau mestu felast í mögulegum olíu- og gaslindum á Drekasvæðinu. Beinn hagnaður ríkisins gæti þó orðið mestur vegna sögulegs samnings frá 1981 sem veitir því fjórðungshlut í olíulindum Noregsmegin miðlínunnar – eftir að byrjað er að draga upp olíu. Áhættan yrði því hverfandi. Til lengri tíma gætu skapast tækifæri í fiskveiðum á miðum sem verða til við bráðnun ísþekjunnar. Sömuleiðis eru gríðarlegir hagsmunir, pólitískir og efnahagslegir, í hugsanlegri siglingaleið beint yfir pólinn, sem kallar á alþjóðlega umskipunarhöfn á Norðausturlandi. Fyrsta tækifærið er þó þjónustustarfsemi við „orkuþríhyrninginn“ sem ég hef skilgreint sem svæðið frá NA-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Markmið mitt er að tryggja að þjónusta við rannsóknir, tilraunaboranir og vinnslu innan orkuþríhyrningsins verði á Íslandi.Asíugáttin Þriðja gáttin er svo til Asíu með áherslu á viðskipti og fríverslun, en ekki síður á norðursiglingarnar. Hagspár sýna að til 2030 verði 80% af aukningu heimsviðskipta í Asíu, þar sem gríðarlega fjölmenn og öflug millistétt er að myndast. Þarna liggja nýræktir framtíðarinnar, og mikilvægt að tryggja hlut Íslands. Að því hefur ráðuneytið unnið kappsamlega. Fríverslunarsamningi við Kína er efnislega lokið. Stefnt er að undirritun hans í apríl í Peking. Það yrði fyrsti fríverslunarsamningur Kína við nokkurt Evrópuríki. Hann skapar Íslandi einstakt forskot. Ísland er líka langt komið með fríverslunarsamning við Indland gegnum EFTA, og áleiðis við sólrisuríki í Suðaustur-Asíu eins og Malasíu og Víetnam. Það er þó ekki síður mikilvægt að lönd eins og Singapore, en ekki síst Kína, hafa sömu hugmyndir og Íslendingar um að heppilegasta braut norðursiglinga liggi beint yfir pólinn. Sú leið gæti aukið gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart bæði Evrópu, Ameríku og Asíu, fyrir utan veruleg efnahagsleg áhrif á Íslandi. Hver gáttanna þriggja styrkir hinar – þær útiloka ekki hver aðra. Þó ein lokist eru hinar opnar. Kjarni þessarar utanríkisstefnu er því að veðja ekki öllu á einn framtíðarkost, heldur þróa marga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Frá því ég tók við utanríkismálum Íslands fyrir fjórum árum hef ég fylgt stefnu, þar sem þrjár megingáttir eru þróaðar til umheimsins til að efla viðskipti og útflutning. Þessar þrjár gáttir eru Evrópuleiðin, norðurslóðir og Asíugáttin. Evrópuleiðin Aðildarumsóknin var þýðingarmesta skrefið í þróun Evrópuleiðarinnar. Hún afnemur endanlega alla tolla á 500 milljóna manna heimamarkaði. Í því felast m.a. veruleg útflutningsfæri fyrir fullvinnslu í sjávarútvegi, og fyrir hágæðavörur í landbúnaði. Evrópuleiðin gerir Ísland hluta af stærri og sterkari efnahagsheild. Hún tryggir efnahagslegan stöðugleika með upptöku evru í stað krónu, sem lækkar vexti og verðbólgu, tryggir lágt verðlag og gerir verðtryggingu óþarfa. Aðild stóreykur erlendar fjárfestingar, sem skapar aukinn útflutning, aukinn hagvöxt, og fleiri og fjölbreyttari störf. Hún er sú gáttanna þriggja sem getur bætt lífskjör á Íslandi mest og fljótast og tryggt samkeppnishæfni Íslands. Nú þegar hefur umsóknarferlið skipt sköpum. Staða okkar sem umsóknarríkis var mikilvægur skjöldur á þyngsta skeiði Icesave-málsins þegar einstök ríki hótuðu refsiaðgerðum. Hún á líka mikilvægan þátt í að Íslendingum hefur tekist að koma í veg fyrir harðar viðskiptaþvinganir vegna makríldeilunnar. Óefað hefur hún því reynst einhver besta fjárfesting Íslendinga.Ný gátt – norðurslóðir Önnur gáttin var opnuð til norðurs. Hugsanleg tækifæri þar eru að minnsta kosti ferns konar. Þau mestu felast í mögulegum olíu- og gaslindum á Drekasvæðinu. Beinn hagnaður ríkisins gæti þó orðið mestur vegna sögulegs samnings frá 1981 sem veitir því fjórðungshlut í olíulindum Noregsmegin miðlínunnar – eftir að byrjað er að draga upp olíu. Áhættan yrði því hverfandi. Til lengri tíma gætu skapast tækifæri í fiskveiðum á miðum sem verða til við bráðnun ísþekjunnar. Sömuleiðis eru gríðarlegir hagsmunir, pólitískir og efnahagslegir, í hugsanlegri siglingaleið beint yfir pólinn, sem kallar á alþjóðlega umskipunarhöfn á Norðausturlandi. Fyrsta tækifærið er þó þjónustustarfsemi við „orkuþríhyrninginn“ sem ég hef skilgreint sem svæðið frá NA-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Markmið mitt er að tryggja að þjónusta við rannsóknir, tilraunaboranir og vinnslu innan orkuþríhyrningsins verði á Íslandi.Asíugáttin Þriðja gáttin er svo til Asíu með áherslu á viðskipti og fríverslun, en ekki síður á norðursiglingarnar. Hagspár sýna að til 2030 verði 80% af aukningu heimsviðskipta í Asíu, þar sem gríðarlega fjölmenn og öflug millistétt er að myndast. Þarna liggja nýræktir framtíðarinnar, og mikilvægt að tryggja hlut Íslands. Að því hefur ráðuneytið unnið kappsamlega. Fríverslunarsamningi við Kína er efnislega lokið. Stefnt er að undirritun hans í apríl í Peking. Það yrði fyrsti fríverslunarsamningur Kína við nokkurt Evrópuríki. Hann skapar Íslandi einstakt forskot. Ísland er líka langt komið með fríverslunarsamning við Indland gegnum EFTA, og áleiðis við sólrisuríki í Suðaustur-Asíu eins og Malasíu og Víetnam. Það er þó ekki síður mikilvægt að lönd eins og Singapore, en ekki síst Kína, hafa sömu hugmyndir og Íslendingar um að heppilegasta braut norðursiglinga liggi beint yfir pólinn. Sú leið gæti aukið gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart bæði Evrópu, Ameríku og Asíu, fyrir utan veruleg efnahagsleg áhrif á Íslandi. Hver gáttanna þriggja styrkir hinar – þær útiloka ekki hver aðra. Þó ein lokist eru hinar opnar. Kjarni þessarar utanríkisstefnu er því að veðja ekki öllu á einn framtíðarkost, heldur þróa marga.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun