Pabbi er minn helsti aðdáandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. apríl 2013 06:30 Fréttablaðið/Valli Á hverju ári koma hingað til lands fjöldamargir erlendir körfuboltamenn sem er ætlað að styrkja íslensk félagslið. Þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir en flestir eiga þeir það sameiginlegt að stoppa aðeins við í þetta eina tímabil, þótt vissulega séu til margar undantekningar á því. Ryan Pettinella, Bandaríkjamaður með ítalskt vegabréf, er nú á sínu þriðja tímabili með Grindavík og er því íslenskum körfuboltaáhugamönnum vel kunnugur. Hann stendur í ströngu með liði sínu í úrslitakeppninni þessa dagana en Grindavík mætir einmitt KR í kvöld og getur með sigri tryggt sér sæti í lokaúrslitunum. Pettinella er þó í heldur óhefðbundnu hlutverki hjá sínu liði. Hann er í raun ekki byrjunarliðsmaður né heldur er framlag hans til liðsins ríkjandi tölfræðiþáttur, eins og hjá Bandaríkjamönnunum Aaron Broussard og Samuel Zeglinski, sem byrja alla leiki hjá Grindavík. Pettinella er þó mikilvægur hlekkur í liði Grindavíkur og hans hæfileikar nýtast liðinu vel, enda 205 cm á hæð og mikið vöðvatröll. Sem körfuboltamaður á Pettinella hefðbundinn bakgrunn. Hann lék í háskólaboltanum vestanhafs og eftir útskrift spilaði hann með liðum á Ítalíu og Spáni, áður en honum bauðst að koma til Íslands haustið 2011. „Umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og sagðist vera með starf fyrir mig á Íslandi,“ segir Pettinella en Fréttablaðið settist niður með honum í vikunni. „Ég fékk smá áfall enda vissi ég ekkert um Ísland. En þetta virtist vera gott tækifæri fyrir mig og ég tók því. Í fyrstu trúði ég ekki hversu lítill bær Grindavík er. En fljótlega komst ég að því að samfélagið væri frábært, körfuboltinn góður og það næsta sem ég veit er að ég er á mínu þriðja tímabili í Grindavík.“Valdi körfuboltann fram yfir viðskiptaheiminn í New York Bakgrunnur Pettinella er óvenjulegur að því leyti að faðir hans, Edward J. Pettinella, er sterkefnaður og hefur hagnast mjög vel á sínum starfsferli. Hann er í dag forstjóri stórs fasteignafyrirtækis sem á eignir víða um Bandaríkin. Ryan segir að sín bíði ferill í viðskiptaheiminum og að hann stefni á að fylgja í fótspor föður síns – þó ekki fyrr en að körfuboltaferlinum loknum. „Ég hef spilað körfubolta síðan ég var sjö ára gamall og þegar ég var krakki dreymdi mig um að spila í NBA. Það gekk ekki eftir en ég fékk að vera atvinnumaður, spila víða um Evrópu og helga mig íþróttinni. Það eru ekki margir sem ná því og ég er ánægður með minn feril,“ segir hann. Í fyrra var hann nálægt því að hætta í körfubolta og sökkva sér í heim viðskiptanna í New York. Hann ákvað frekar að koma aftur til Íslands og spila með Grindavík, þó svo að tímabilið hefði verið hálfnað. Grindavík tók honum opnum örmum á ný. „Ég saknaði körfuboltans og komst að því að ég gat ekki gefið hann upp á bátinn. Körfubolti er mín ástríða. Ég elska körfubolta og er enn ungur. Ég vildi láta reyna á þetta á Íslandi á ný.“ Faðir hans var einnig íþróttamaður á yngri árum en hann var hlaupari. Hann hefur því fullan skilning á því að sonurinn vilji halda áfram í körfuboltanum á meðan líkaminn leyfir. „Foreldrar mínir kenndu mér að hafa ástríðu fyrir því sem ég vil gera og leggja hart að mér í því sem ég vildi taka mér fyrir hendur. Mér finnst ég lánsamur fyrir að fá að spila körfubolta enda legg ég hart að mér á hverjum einasta degi.“ Pettinella eldri fylgist svo vel með syninum. „Hann hefur komið til Íslands fimm eða sex sinnum og elskar að vera hér. Hann er eins og heiðursmeðlimur í Grindavíkurliðinu. Hann er minn helsti aðdáandi og minn mesti stuðningsmaður, enda elska ég að fá hann hingað til lands og spila þegar hann er í stúkunni.“Edward J. Pettinella, faðir Ryans, er reglulegur gestur á Íslandi. Hér er hann á bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar fyrr á þessu ári. Hann ætlar að koma aftur ef Grindavík spilar í lokaúrslitunumFréttablaðið/DaníelHverju vítaskoti fagnað Allir körfuboltamenn eiga sína styrkleika og veikleika. Óhætt er að fullyrða að vítanýting falli í síðarnefnda flokkinn hjá Pettinella og það færist bros yfir hann þegar talið berst að vítaskotunum hans. „Ég kann vel að meta stuðninginn sem ég fæ í hvert skipti sem ég set vítaskot niður. Þá er fagnað eins og við hefðum orðið meistarar,“ segir Pettinella í léttum dúr en þetta tímabilið var vítanýting hans 36,6 prósent. „Þetta er í sífelldri þróun hjá mér en það er rétt – þetta er veikur punktur hjá mér. Ég verð samt ekki stressaður á vítalínunni, þó svo að allir séu að fylgjast með mér. Það er margt í gangi í kollinum, varðandi tækni og annað, enda er ég sífellt að reyna að bæta þetta.“ Þegar talið berst svo að líkamlegum styrk hans segist hann einfaldlega hafa mikinn áhuga á lyftingum. „Ég var með styrktarþjálfara í háskólanum sem kynnti mig fyrir þessu. Ég fékk bakteríuna enda vil ég helst fara í ræktina fimm sinnum í viku. Ég tel að líkamlegur styrkur nýtist mér vel í körfuboltanum og geri mig að betri leikmanni.“ Aðalmálið hjá honum nú er vitanlega rimman gegn KR í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Grindavík leiðir, 2-1, og getur með sigri í DHL-höllinni í kvöld bókað sæti sitt í lokaúrslitunum. Hann segir að Grindavík hafi ekki enn náð að sýna sitt rétta andlit í seríunni gegn KR. „Við höfum náð góðum leikhlutum hér og þar en eigum enn eftir að setja saman góðar 40 mínútur. Við viljum ná því. En það má ekki gleyma því að KR er með gott lið og það er erfitt að halda fullri einbeitingu í heilum leik gegn slíku liði.“Nýt þess að vera einhleypur Hann er ánægður með lífið á Íslandi og segir að hann líti á Grindavík sem sitt annað heimili. „Hér hef ég myndað sterk vinatengsl og kynnst mörgu frábæru fólki. Mér mun ávallt þykja vænt um Ísland. Fyrst þegar ég kom til Grindavíkur skildi ég ekki staðinn og hafði lítið að gera. En ég lærði að kunna að meta hann, auk þess sem körfuboltinn er góður hér á Íslandi og margir sterkir leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér, vonandi í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og sem atvinnumenn eftir það.“ Ryan veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, né heldur hvort hann spili aftur á Íslandi á næstu leiktíð. „Við munum setjast niður eftir tímabilið og ræða það. Stundum líður mér eins og að ég vilji hætta á morgun og stundum vil ég spila þar til ég verð 38 ára. Líklegast þykir mér að ég vilji spila í tvö til þrjú ár í viðbót, að minnsta kosti, og sjá svo til.“ Hann er 28 ára gamall í dag og einhleypur. Skyldu það vera stelpurnar á Suðurnesjunum sem toga hann alltaf aftur til Íslands? „Bestu konurnar eru á Íslandi,“ segir hann og hlær. „Ég hef spilað víða en íslenskar konur eru sérstakar,“ bætir hann við og segist njóta þess að vera einhleypur atvinnumaður í körfubolta. „Það hentar mér vel í dag og ég sé enga ástæðu til að taka hlutina of alvarlega í dag.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Vertu með. Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Á hverju ári koma hingað til lands fjöldamargir erlendir körfuboltamenn sem er ætlað að styrkja íslensk félagslið. Þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir en flestir eiga þeir það sameiginlegt að stoppa aðeins við í þetta eina tímabil, þótt vissulega séu til margar undantekningar á því. Ryan Pettinella, Bandaríkjamaður með ítalskt vegabréf, er nú á sínu þriðja tímabili með Grindavík og er því íslenskum körfuboltaáhugamönnum vel kunnugur. Hann stendur í ströngu með liði sínu í úrslitakeppninni þessa dagana en Grindavík mætir einmitt KR í kvöld og getur með sigri tryggt sér sæti í lokaúrslitunum. Pettinella er þó í heldur óhefðbundnu hlutverki hjá sínu liði. Hann er í raun ekki byrjunarliðsmaður né heldur er framlag hans til liðsins ríkjandi tölfræðiþáttur, eins og hjá Bandaríkjamönnunum Aaron Broussard og Samuel Zeglinski, sem byrja alla leiki hjá Grindavík. Pettinella er þó mikilvægur hlekkur í liði Grindavíkur og hans hæfileikar nýtast liðinu vel, enda 205 cm á hæð og mikið vöðvatröll. Sem körfuboltamaður á Pettinella hefðbundinn bakgrunn. Hann lék í háskólaboltanum vestanhafs og eftir útskrift spilaði hann með liðum á Ítalíu og Spáni, áður en honum bauðst að koma til Íslands haustið 2011. „Umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og sagðist vera með starf fyrir mig á Íslandi,“ segir Pettinella en Fréttablaðið settist niður með honum í vikunni. „Ég fékk smá áfall enda vissi ég ekkert um Ísland. En þetta virtist vera gott tækifæri fyrir mig og ég tók því. Í fyrstu trúði ég ekki hversu lítill bær Grindavík er. En fljótlega komst ég að því að samfélagið væri frábært, körfuboltinn góður og það næsta sem ég veit er að ég er á mínu þriðja tímabili í Grindavík.“Valdi körfuboltann fram yfir viðskiptaheiminn í New York Bakgrunnur Pettinella er óvenjulegur að því leyti að faðir hans, Edward J. Pettinella, er sterkefnaður og hefur hagnast mjög vel á sínum starfsferli. Hann er í dag forstjóri stórs fasteignafyrirtækis sem á eignir víða um Bandaríkin. Ryan segir að sín bíði ferill í viðskiptaheiminum og að hann stefni á að fylgja í fótspor föður síns – þó ekki fyrr en að körfuboltaferlinum loknum. „Ég hef spilað körfubolta síðan ég var sjö ára gamall og þegar ég var krakki dreymdi mig um að spila í NBA. Það gekk ekki eftir en ég fékk að vera atvinnumaður, spila víða um Evrópu og helga mig íþróttinni. Það eru ekki margir sem ná því og ég er ánægður með minn feril,“ segir hann. Í fyrra var hann nálægt því að hætta í körfubolta og sökkva sér í heim viðskiptanna í New York. Hann ákvað frekar að koma aftur til Íslands og spila með Grindavík, þó svo að tímabilið hefði verið hálfnað. Grindavík tók honum opnum örmum á ný. „Ég saknaði körfuboltans og komst að því að ég gat ekki gefið hann upp á bátinn. Körfubolti er mín ástríða. Ég elska körfubolta og er enn ungur. Ég vildi láta reyna á þetta á Íslandi á ný.“ Faðir hans var einnig íþróttamaður á yngri árum en hann var hlaupari. Hann hefur því fullan skilning á því að sonurinn vilji halda áfram í körfuboltanum á meðan líkaminn leyfir. „Foreldrar mínir kenndu mér að hafa ástríðu fyrir því sem ég vil gera og leggja hart að mér í því sem ég vildi taka mér fyrir hendur. Mér finnst ég lánsamur fyrir að fá að spila körfubolta enda legg ég hart að mér á hverjum einasta degi.“ Pettinella eldri fylgist svo vel með syninum. „Hann hefur komið til Íslands fimm eða sex sinnum og elskar að vera hér. Hann er eins og heiðursmeðlimur í Grindavíkurliðinu. Hann er minn helsti aðdáandi og minn mesti stuðningsmaður, enda elska ég að fá hann hingað til lands og spila þegar hann er í stúkunni.“Edward J. Pettinella, faðir Ryans, er reglulegur gestur á Íslandi. Hér er hann á bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar fyrr á þessu ári. Hann ætlar að koma aftur ef Grindavík spilar í lokaúrslitunumFréttablaðið/DaníelHverju vítaskoti fagnað Allir körfuboltamenn eiga sína styrkleika og veikleika. Óhætt er að fullyrða að vítanýting falli í síðarnefnda flokkinn hjá Pettinella og það færist bros yfir hann þegar talið berst að vítaskotunum hans. „Ég kann vel að meta stuðninginn sem ég fæ í hvert skipti sem ég set vítaskot niður. Þá er fagnað eins og við hefðum orðið meistarar,“ segir Pettinella í léttum dúr en þetta tímabilið var vítanýting hans 36,6 prósent. „Þetta er í sífelldri þróun hjá mér en það er rétt – þetta er veikur punktur hjá mér. Ég verð samt ekki stressaður á vítalínunni, þó svo að allir séu að fylgjast með mér. Það er margt í gangi í kollinum, varðandi tækni og annað, enda er ég sífellt að reyna að bæta þetta.“ Þegar talið berst svo að líkamlegum styrk hans segist hann einfaldlega hafa mikinn áhuga á lyftingum. „Ég var með styrktarþjálfara í háskólanum sem kynnti mig fyrir þessu. Ég fékk bakteríuna enda vil ég helst fara í ræktina fimm sinnum í viku. Ég tel að líkamlegur styrkur nýtist mér vel í körfuboltanum og geri mig að betri leikmanni.“ Aðalmálið hjá honum nú er vitanlega rimman gegn KR í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Grindavík leiðir, 2-1, og getur með sigri í DHL-höllinni í kvöld bókað sæti sitt í lokaúrslitunum. Hann segir að Grindavík hafi ekki enn náð að sýna sitt rétta andlit í seríunni gegn KR. „Við höfum náð góðum leikhlutum hér og þar en eigum enn eftir að setja saman góðar 40 mínútur. Við viljum ná því. En það má ekki gleyma því að KR er með gott lið og það er erfitt að halda fullri einbeitingu í heilum leik gegn slíku liði.“Nýt þess að vera einhleypur Hann er ánægður með lífið á Íslandi og segir að hann líti á Grindavík sem sitt annað heimili. „Hér hef ég myndað sterk vinatengsl og kynnst mörgu frábæru fólki. Mér mun ávallt þykja vænt um Ísland. Fyrst þegar ég kom til Grindavíkur skildi ég ekki staðinn og hafði lítið að gera. En ég lærði að kunna að meta hann, auk þess sem körfuboltinn er góður hér á Íslandi og margir sterkir leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér, vonandi í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og sem atvinnumenn eftir það.“ Ryan veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, né heldur hvort hann spili aftur á Íslandi á næstu leiktíð. „Við munum setjast niður eftir tímabilið og ræða það. Stundum líður mér eins og að ég vilji hætta á morgun og stundum vil ég spila þar til ég verð 38 ára. Líklegast þykir mér að ég vilji spila í tvö til þrjú ár í viðbót, að minnsta kosti, og sjá svo til.“ Hann er 28 ára gamall í dag og einhleypur. Skyldu það vera stelpurnar á Suðurnesjunum sem toga hann alltaf aftur til Íslands? „Bestu konurnar eru á Íslandi,“ segir hann og hlær. „Ég hef spilað víða en íslenskar konur eru sérstakar,“ bætir hann við og segist njóta þess að vera einhleypur atvinnumaður í körfubolta. „Það hentar mér vel í dag og ég sé enga ástæðu til að taka hlutina of alvarlega í dag.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Vertu með.
Dominos-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira